„Mér finnst ég vera besti leikmaðurinn á Íslandi“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. maí 2024 08:01 DeAndre Kane skoraði 35 stig og tók 12 fráköst í gær. Vísir/Diego DeAndre Kane átti stórkostlegan leik þegar Grindavík jafnaði Val í úrslitaeinvígi Subway deildar karla. Hann telur sjálfan sig vera besta leikmann deildarinnar og hefur fulla trú á því að Grindavík verði Íslandsmeistari með hann innanborðs. Grindavík var undir nánast allan leikinn í gær en átti frábæran lokasprett og sótti sigur undir lokin. „Trúin. Trú á hvorn annan, hver sem staðan er þá höldum við ró. Vorum undir allan leikinn en héldum áfram að berjast og gáfumst aldrei upp“ sagði Kane eftir að hafa skilað Grindavík sigrinum í gær. DeAndre Kane hefur verið frábær í fyrstu tveimur leikjunum, skoraði 35 stig í fyrsta leik og 37 stig í gær. Hann hefur áður sagt að hann sé besti leikmaður deildarinnar og vegna þess verði Grindavík Íslandsmeistari. „Ég var nú bara aðeins að grínast í fréttamanninum. En ég trúi því að mín reynsla vegi þungt og ég geti hjálpað þeim að verða meistarar. Engin spurning að þetta er ekki bara ég, við erum með frábæran hóp og frábæra þjálfara.“ Stefán Árni spurði þá hvort hann hafi átt við að reynslan sem hann býr yfir myndi hjálpa Grindavík að fara alla leið. „Ó já, Ég trúi því alveg að við verðum meistarar. Mér finnst ég vera besti leikmaðurinn á Íslandi og ef ég er í liðinu þá verðum við meistarar.“ Klippa: PlayAir leiksins: DeAndre Kane Á leiknum í gær seldu Grindvíkingar boli merkta leikmönnum. Bolur DeAndre Kane var sá eini sem seldist upp í öllum stærðum. „Ég fæ mikla ást hérna. Aðdáendurnir hafa verið frábærir frá því ég kom og ég elska þá. Ég vil endurgjalda þessa ást með meistaratitli. Við höfum öll gengið í gegnum margt, bærinn á skilið titil og það er ég að reyna.“ Innslagið allt úr Subway Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum að ofan. Næsti leikur Vals og Grindavíkur fer fram á fimmtudag klukkan 19:15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Subway-deild karla Körfuboltakvöld UMF Grindavík Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Sjá meira
Grindavík var undir nánast allan leikinn í gær en átti frábæran lokasprett og sótti sigur undir lokin. „Trúin. Trú á hvorn annan, hver sem staðan er þá höldum við ró. Vorum undir allan leikinn en héldum áfram að berjast og gáfumst aldrei upp“ sagði Kane eftir að hafa skilað Grindavík sigrinum í gær. DeAndre Kane hefur verið frábær í fyrstu tveimur leikjunum, skoraði 35 stig í fyrsta leik og 37 stig í gær. Hann hefur áður sagt að hann sé besti leikmaður deildarinnar og vegna þess verði Grindavík Íslandsmeistari. „Ég var nú bara aðeins að grínast í fréttamanninum. En ég trúi því að mín reynsla vegi þungt og ég geti hjálpað þeim að verða meistarar. Engin spurning að þetta er ekki bara ég, við erum með frábæran hóp og frábæra þjálfara.“ Stefán Árni spurði þá hvort hann hafi átt við að reynslan sem hann býr yfir myndi hjálpa Grindavík að fara alla leið. „Ó já, Ég trúi því alveg að við verðum meistarar. Mér finnst ég vera besti leikmaðurinn á Íslandi og ef ég er í liðinu þá verðum við meistarar.“ Klippa: PlayAir leiksins: DeAndre Kane Á leiknum í gær seldu Grindvíkingar boli merkta leikmönnum. Bolur DeAndre Kane var sá eini sem seldist upp í öllum stærðum. „Ég fæ mikla ást hérna. Aðdáendurnir hafa verið frábærir frá því ég kom og ég elska þá. Ég vil endurgjalda þessa ást með meistaratitli. Við höfum öll gengið í gegnum margt, bærinn á skilið titil og það er ég að reyna.“ Innslagið allt úr Subway Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum að ofan. Næsti leikur Vals og Grindavíkur fer fram á fimmtudag klukkan 19:15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Subway-deild karla Körfuboltakvöld UMF Grindavík Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti