Nýjar reglur um sjálfbæra landnýtingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. maí 2024 11:10 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók við sem matvælaráðherra í apríl í ráðherrakapal vegna brotthvarfs Katrínar Jakobsdóttur úr stóli forsætisráðherra. Vísir/vilhelm Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð um sjálfbæra landnýtingu sem taka mun gildi þann 1. september. Drög að reglugerðinni voru kynnt í samráðsgátt í janúar og hafa þau tekið breytingum með hliðsjón af þeim athugasemdum sem fram komu á samráðstíma. Greint er frá tíðindunum á vef Stjórnarráðsinsþar sem má kynna sér reglugerðina. Umsagnaraðilar á samráðsgátt voru alls 82. Þar á meðal voru einstaklingar, sveitarfélög, fjallskilastjórnir, félaga- og hagsmunasamtök auk opinberra stofnana. Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að leiðbeinandi viðmið vegna nýtingar lands í brattlendi hafi verið fjarlægð úr reglugerðinni. „Lögð var áhersla á að skerpa skil í hugtakanotkun í reglugerðinni auk skila á milli tilmæla, reglna og leiðbeininga. Mat á ástandi og þróun lands verður unnið í samræmi við markmið laga um landgræðslu þar sem kveður á um að nýting lands taki mið af ástandi. Reglugerðin fjallar um landnýtingu með búfjárbeit, ferðamennsku, útivist, ræktun og byggingu innviða,“ segir í tilkynningunni. Jarðvegur geymi bæði mikla líffræðilega fjölbreytni, og mikinn kolefnisforða. Því sé verndun jarðvegs eitt af lykilatriðum varðandi verndun Jarðarinnar. Í reglugerðinni kveður á um að landnýting sem leiðir til hnignunar lands geti ekki talist sjálfbær landnýting. „Gert er ráð fyrir að stór samfelld svæði í mjög slæmu ástandi (C-flokkur) verði ekki skilgreind sem beitiland fyrir búfé og að nýting á slíku landi geti ekki talist sjálfbær. Í slíkum tilvikum leiðbeinir Land og skógur eiganda eða rétthafa lands um gerð landbótaáætlunar. Þetta á við um allar tegundir landnýtingar sem reglugerðin nær til.“ Reglugerðin er sögð marka tímamót. „Hún er leiðarvísir um hvernig best megi umgangast land til að sem minnst tapist af verðmætum jarðvegi og að sem mest endurheimtist af þeim vistkerfum sem hafa þegar tapast. Í því geta jafnframt falist sóknarfæri fyrir bændur og aðra rekstraraðila þegar staðfesting um sjálfbæra landnýtingu liggur fyrir.“ Landbúnaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Greint er frá tíðindunum á vef Stjórnarráðsinsþar sem má kynna sér reglugerðina. Umsagnaraðilar á samráðsgátt voru alls 82. Þar á meðal voru einstaklingar, sveitarfélög, fjallskilastjórnir, félaga- og hagsmunasamtök auk opinberra stofnana. Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að leiðbeinandi viðmið vegna nýtingar lands í brattlendi hafi verið fjarlægð úr reglugerðinni. „Lögð var áhersla á að skerpa skil í hugtakanotkun í reglugerðinni auk skila á milli tilmæla, reglna og leiðbeininga. Mat á ástandi og þróun lands verður unnið í samræmi við markmið laga um landgræðslu þar sem kveður á um að nýting lands taki mið af ástandi. Reglugerðin fjallar um landnýtingu með búfjárbeit, ferðamennsku, útivist, ræktun og byggingu innviða,“ segir í tilkynningunni. Jarðvegur geymi bæði mikla líffræðilega fjölbreytni, og mikinn kolefnisforða. Því sé verndun jarðvegs eitt af lykilatriðum varðandi verndun Jarðarinnar. Í reglugerðinni kveður á um að landnýting sem leiðir til hnignunar lands geti ekki talist sjálfbær landnýting. „Gert er ráð fyrir að stór samfelld svæði í mjög slæmu ástandi (C-flokkur) verði ekki skilgreind sem beitiland fyrir búfé og að nýting á slíku landi geti ekki talist sjálfbær. Í slíkum tilvikum leiðbeinir Land og skógur eiganda eða rétthafa lands um gerð landbótaáætlunar. Þetta á við um allar tegundir landnýtingar sem reglugerðin nær til.“ Reglugerðin er sögð marka tímamót. „Hún er leiðarvísir um hvernig best megi umgangast land til að sem minnst tapist af verðmætum jarðvegi og að sem mest endurheimtist af þeim vistkerfum sem hafa þegar tapast. Í því geta jafnframt falist sóknarfæri fyrir bændur og aðra rekstraraðila þegar staðfesting um sjálfbæra landnýtingu liggur fyrir.“
Landbúnaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira