Fögnum á degi líffræðilegrar fjölbreytni Rannveig Magnúsdóttir, Ragnhildur Guðmundsdóttir, Skúli Skúlason, Ole Sandberg og Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifa 22. maí 2024 07:31 Líffræðileg fjölbreytni á Íslandi Þann 22. maí ár hvert er líffræðilegri fjölbreytni hampað um allan heim. Við á Íslandi getum sannarlega fagnað því hér er stórbrotin náttúra og mikil líffræðileg fjölbreytni í vistkerfum og innan tegunda. Þó hér sé ekki að finna margar tegundir miðað við nágrannalöndin þá hafa sérstakar aðstæður skapað tækifæri til tegundamyndunar. Dæmi um þetta eru fjögur ólík afbrigði bleikjunnar í Þingvallavatni sem hafa þróast útfrá einum bleikjustofni á innan við 10 þúsund árum. Einnig er mikill breytileiki hjá fleiri tegundum eins og hornsíli, birki og víðitegundum svo fátt eitt sé nefnt. Á Íslandi eru nokkrar tegundir sem finnast hvergi annars staðar í heiminum. Þar á meðal eru íslensku grunnvatnsmarflærnar Þingvallamarfló Crymostygius thingvallensins og Íslandsmarfló Crangonyx islandicus. Rannsóknir sýna að Íslandsmarflóin hefur verið á Íslandi í a.m.k. fimm milljón ár. Hægt er að læra meira um afbrigði bleikjunnar í Þingvallavatni og grunnvatnsmarflærnar á sýningu Náttúruminjasafns Íslands Vatnið í náttúru Íslands. Alþjóðlegar skuldbindingar Það má ekki gleyma því að mannkynið er hluti af náttúrunni. Til að við getum lifað á þessari jörð þurfa vistkerfi heims að hafa getu til að búa til hreint vatn, andrúmsloft, fæðu og fleira sem fellur undir þjónustu þeirra. Þessi þjónusta vistkerfa er þó alls ekki bara fyrir okkur, heldur allar lífverur. Því er til mikils að vinna að hlúa að náttúrunni, vernda hana og endurheimta vistkerfi sem hafa hnignað. Á sama tíma er mikilvægt að við getum nýtt okkur gjafir jarðar á sjálfbæran hátt og með jafnrétti að leiðarljósi. Um þetta snýst einmitt Kunming-Montréal stefna Samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni sem samþykkt var haustið 2022. Þessi stefna er að mörgu leyti sambærileg Parísarsáttmálanum um loftslagsmál og nauðsynlegt er að móta samræmdar aðgerðir sem gagnast bæði loftslaginu og líffræðilegri fjölbreytni. Líffræðileg fjölbreytni Norðurlanda Þann 23. apríl 2024 hélt samstarfsvettvangurinn BIODICE heilsdags vinnustofu um líffræðilega fjölbreytni. Markmið vinnustofunnar var að greina og ræða málefni líffræðilegrar fjölbreytni í víðu samhengi eins og hún birtist í íslenskri stjórnsýslu. Viðfangsefnið tengist verkefninu Líffræðileg fjölbreytni Norðurlanda (The Nordic Biodiversity Framework) sem BIODICE og samstarfsaðilar fengu nýlega styrk til frá Norræna vinnuhópnum um líffræðilega fjölbreytni á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, og einnig samhliða verkefni sem BIODICE vinnur að í samstarfi viðmatvælaráðuneytið. Vinnustofan var afar vel sótt og mættu um 40 einstaklingar til leiks. Fulltrúar ráðuneyta og tengdra aðila sem vinna með málefni líffræðilegrar fjölbreytni í stjórnsýslunni tóku þátt þ.m.t. stýrihópur um stefnu og framkvæmdaáætlun um líffræðilega fjölbreytni sem skipaður var í byrjun árs og starfar á vegum umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisins. Verkefnin framundan Haustið 2024 mun BIODICE standa fyrir þremur vinnustofum til viðbótar. Á Íslandi höldum við áfram umræðu um líffræðilega fjölbreytni í íslenskri stjórnsýslu með þátttöku fleiri hagaðila. Í kjölfarið verða haldnar sambærilegar vinnustofur í Finnland og Danmörku. Eftir árið munu því liggja fyrir upplýsingar sem gagnast munu í áframhaldandi vinnu hérlendis sem og í hinum samstarfslöndunum við innleiðingu markmiða um verndun líffræðilegrar fjölbreytni með sjálfbærni og jafnrétti að leiðarljósi eins og samningur Sameinuðu þjóðanna kveður á um. Áhugasöm geta kynnt sér meira um málefni líffræðilegrar fjölbreytni á www.biodice.is. Höfundar starfa við verkefni BIODICE. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Líffræðileg fjölbreytni á Íslandi Þann 22. maí ár hvert er líffræðilegri fjölbreytni hampað um allan heim. Við á Íslandi getum sannarlega fagnað því hér er stórbrotin náttúra og mikil líffræðileg fjölbreytni í vistkerfum og innan tegunda. Þó hér sé ekki að finna margar tegundir miðað við nágrannalöndin þá hafa sérstakar aðstæður skapað tækifæri til tegundamyndunar. Dæmi um þetta eru fjögur ólík afbrigði bleikjunnar í Þingvallavatni sem hafa þróast útfrá einum bleikjustofni á innan við 10 þúsund árum. Einnig er mikill breytileiki hjá fleiri tegundum eins og hornsíli, birki og víðitegundum svo fátt eitt sé nefnt. Á Íslandi eru nokkrar tegundir sem finnast hvergi annars staðar í heiminum. Þar á meðal eru íslensku grunnvatnsmarflærnar Þingvallamarfló Crymostygius thingvallensins og Íslandsmarfló Crangonyx islandicus. Rannsóknir sýna að Íslandsmarflóin hefur verið á Íslandi í a.m.k. fimm milljón ár. Hægt er að læra meira um afbrigði bleikjunnar í Þingvallavatni og grunnvatnsmarflærnar á sýningu Náttúruminjasafns Íslands Vatnið í náttúru Íslands. Alþjóðlegar skuldbindingar Það má ekki gleyma því að mannkynið er hluti af náttúrunni. Til að við getum lifað á þessari jörð þurfa vistkerfi heims að hafa getu til að búa til hreint vatn, andrúmsloft, fæðu og fleira sem fellur undir þjónustu þeirra. Þessi þjónusta vistkerfa er þó alls ekki bara fyrir okkur, heldur allar lífverur. Því er til mikils að vinna að hlúa að náttúrunni, vernda hana og endurheimta vistkerfi sem hafa hnignað. Á sama tíma er mikilvægt að við getum nýtt okkur gjafir jarðar á sjálfbæran hátt og með jafnrétti að leiðarljósi. Um þetta snýst einmitt Kunming-Montréal stefna Samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni sem samþykkt var haustið 2022. Þessi stefna er að mörgu leyti sambærileg Parísarsáttmálanum um loftslagsmál og nauðsynlegt er að móta samræmdar aðgerðir sem gagnast bæði loftslaginu og líffræðilegri fjölbreytni. Líffræðileg fjölbreytni Norðurlanda Þann 23. apríl 2024 hélt samstarfsvettvangurinn BIODICE heilsdags vinnustofu um líffræðilega fjölbreytni. Markmið vinnustofunnar var að greina og ræða málefni líffræðilegrar fjölbreytni í víðu samhengi eins og hún birtist í íslenskri stjórnsýslu. Viðfangsefnið tengist verkefninu Líffræðileg fjölbreytni Norðurlanda (The Nordic Biodiversity Framework) sem BIODICE og samstarfsaðilar fengu nýlega styrk til frá Norræna vinnuhópnum um líffræðilega fjölbreytni á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, og einnig samhliða verkefni sem BIODICE vinnur að í samstarfi viðmatvælaráðuneytið. Vinnustofan var afar vel sótt og mættu um 40 einstaklingar til leiks. Fulltrúar ráðuneyta og tengdra aðila sem vinna með málefni líffræðilegrar fjölbreytni í stjórnsýslunni tóku þátt þ.m.t. stýrihópur um stefnu og framkvæmdaáætlun um líffræðilega fjölbreytni sem skipaður var í byrjun árs og starfar á vegum umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisins. Verkefnin framundan Haustið 2024 mun BIODICE standa fyrir þremur vinnustofum til viðbótar. Á Íslandi höldum við áfram umræðu um líffræðilega fjölbreytni í íslenskri stjórnsýslu með þátttöku fleiri hagaðila. Í kjölfarið verða haldnar sambærilegar vinnustofur í Finnland og Danmörku. Eftir árið munu því liggja fyrir upplýsingar sem gagnast munu í áframhaldandi vinnu hérlendis sem og í hinum samstarfslöndunum við innleiðingu markmiða um verndun líffræðilegrar fjölbreytni með sjálfbærni og jafnrétti að leiðarljósi eins og samningur Sameinuðu þjóðanna kveður á um. Áhugasöm geta kynnt sér meira um málefni líffræðilegrar fjölbreytni á www.biodice.is. Höfundar starfa við verkefni BIODICE.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun