Æfa notkun „taktískra“ kjarnorkuvopna Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2024 19:11 Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti meðfylgjandi mynd af æfingum rússneskra hermanna með eldflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn í dag. AP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands Forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Rússlands tilkynntu í dag að æfingar með svokölluð „taktísk kjarnorkuvopn“ hefðu hafist í dag. Það er sama dag og leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu að senda vexti af frystum eigum Rússa til Kænugarðs eða nota til hergagnakaupa fyrir Úkraínumenn. Í tilkynningu varnarmálaráðuneytisins í dag segir að fyrsta stig kjarnorkuvopnaæfinganna snúist um notkun Iskander eldflaugar Rússa, sem eru skammdrægar skotflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn. Hermenn æfa sig í því að koma kjarnorkuoddum fyrir á þessum skotflaugum og flytja þær á skotstaði. Þá munu sveitir flughers Rússlands eiga í sambærilegum æfingum með Kinzhal eldflaugar, sem eru ofurhljóðfráar skotflaugar sem skotið er af stað með orrustuþotum. Ítrekað er í tilkynningunni að æfingarnar séu til komnar, að hluta til, vegna „ögrandi“ ummæla og hótana ráðamanna á Vesturlöndum. Þar er vísað til ummæla frá Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, frá því fyrr í mánuðinum. Þá sagði Macron að ekki mætti útiloka að senda hermenn til Úkraínu og Cameron sagði Úkraínumenn hafa leyfi til að nota bresk vopn til árása í Rússlandi. Í kjölfar þeirra ummæla tilkynntu ráðamenn í Rússlandi að fara ætti í æfingar með taktísk kjarnorkuvopn ríkisisins. Rússar halda reglulega æfingar með kjarnorkuvopn sín, eins og önnur ríki sem eiga slík vopn gera. Þegar Rússar lýstu því yfir fyrr í mánuðinum að haldnar yrðu æfingar með taktísk kjarnorkuvopn, var það í fyrsta sinn sem það var tilkynnt með opinberum hætti. „Taktísk“ kjarnorkuvopn eru smærri kjarnorkuvopn en þau hefðbundnu og voru hönnuð á tímum Kalda stríðsins. Þar sem hefðbundnum kjarnorkuvopnum er ætlað að granda borgum, iðnaðarsvæðum og öðrum sambærilegum skotmörkum, var taktískum vopnum ætlað að brjóta leiðir í gegnum varnarlínur Atlantshafsbandalagsins. Hægt er að varpa þeim úr lofti, skjóta með eldflaugum eða með stórskotaliðsvopnum. Sjá einnig: „Vopnin eru til þess að nota þau“ Frá því Rússar réðust inn í Úkraínu í fyrra hafa ráðamenn þar ítrekað hótað notkun kjarnorkuvopna. Það hefur sömuleiðis ítrekað verið gert í ríkisreknum sjónvarpsstöðvum Rússlands og dagblöðum. Hótunum þessum hefur að miklu leyti verið ætlað að draga úr vilja Vesturlanda til að standa við bakið á Úkraínumönnum. Nota vexti af frystum eigum til hergagnakaupa Opinberað var í dag að leiðtogar Evrópusambandsins hafa komist að samkomulagi um að nota vexti frá eignum Seðlabanka Rússlands, sem frystar hafa verið í Evrópu, til að greiða fyrir hergagnakaup handa Úkraínumönnum eða hjálpa þeim með öðrum hætti. Um þrjú hundruð milljarðar dala af eigum Rússa voru frystar af leiðtogum G7 ríkjanna svokölluðu skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu í byrjun árs 2022. Síðan þá hefur verið deilt um hvort og þá hvernig nota eigi þá fjármuni til að aðstoða Úkraínumenn. Samkvæmt Reuters náðist samkomulagið fyrr í þessum mánuði en á eftir að samþykkja það með formlegum hætti. Samkomulagið felur í sér að níutíu prósent af vöxtunum fari í sjóð á vegum ESB sem notaður er til hergagnakaupa og að tíu prósent muni fara í að aðstoða Úkraínumenn á annan hátt. Áætlað er að um sé að ræða allt að tuttugu milljarða evra til ársins 2027. Það samsvarar rúmum þremur billjónum króna. Ráðamenn í Kreml hafa ítrekað varað við hörðum viðbrögðum við aðgerðum sem þessum. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Þurfa ekki að rannsaka eiturtilræði við rússneskan andófsmann Dómstóll í Moskvu komst að þeirri niðurstöðu að rússneska rannsóknarlögreglan þurfi ekki að rannsaka tvær tilraunir til þess að ráða fangelsaðan stjórnarandstæðing af dögum í dag. Hann segir það lygi að lögregla hafi þegar rannsakað tilræðin. 21. maí 2024 15:46 Aldraður eðlisfræðingur sendur í gúlagið fyrir landráð Rússneskur dómstóll dæmdi eðlisfræðing á áttræðisaldri í fjórtán ára í fanganýlendu fyrir landráð. Vísindamaðurinn er sagður hafa unnið að rannsóknum sem tengdust þróun hljóðfrárra flugskeyta. 21. maí 2024 10:57 Býst við aukinni sókn Rússa Forseti Úkraínu telur að Rússar gætu aukið enn við hernað sinn í norðausturhluta Úkraínu í kjölfar stórsóknar þeirra í nágrenni úkraínsku borgarinnar Kharkiv undanfarið. Tveir féllu í árás á borgina í gær og sex særðust í annarri árás í dag. 18. maí 2024 20:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Í tilkynningu varnarmálaráðuneytisins í dag segir að fyrsta stig kjarnorkuvopnaæfinganna snúist um notkun Iskander eldflaugar Rússa, sem eru skammdrægar skotflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn. Hermenn æfa sig í því að koma kjarnorkuoddum fyrir á þessum skotflaugum og flytja þær á skotstaði. Þá munu sveitir flughers Rússlands eiga í sambærilegum æfingum með Kinzhal eldflaugar, sem eru ofurhljóðfráar skotflaugar sem skotið er af stað með orrustuþotum. Ítrekað er í tilkynningunni að æfingarnar séu til komnar, að hluta til, vegna „ögrandi“ ummæla og hótana ráðamanna á Vesturlöndum. Þar er vísað til ummæla frá Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, frá því fyrr í mánuðinum. Þá sagði Macron að ekki mætti útiloka að senda hermenn til Úkraínu og Cameron sagði Úkraínumenn hafa leyfi til að nota bresk vopn til árása í Rússlandi. Í kjölfar þeirra ummæla tilkynntu ráðamenn í Rússlandi að fara ætti í æfingar með taktísk kjarnorkuvopn ríkisisins. Rússar halda reglulega æfingar með kjarnorkuvopn sín, eins og önnur ríki sem eiga slík vopn gera. Þegar Rússar lýstu því yfir fyrr í mánuðinum að haldnar yrðu æfingar með taktísk kjarnorkuvopn, var það í fyrsta sinn sem það var tilkynnt með opinberum hætti. „Taktísk“ kjarnorkuvopn eru smærri kjarnorkuvopn en þau hefðbundnu og voru hönnuð á tímum Kalda stríðsins. Þar sem hefðbundnum kjarnorkuvopnum er ætlað að granda borgum, iðnaðarsvæðum og öðrum sambærilegum skotmörkum, var taktískum vopnum ætlað að brjóta leiðir í gegnum varnarlínur Atlantshafsbandalagsins. Hægt er að varpa þeim úr lofti, skjóta með eldflaugum eða með stórskotaliðsvopnum. Sjá einnig: „Vopnin eru til þess að nota þau“ Frá því Rússar réðust inn í Úkraínu í fyrra hafa ráðamenn þar ítrekað hótað notkun kjarnorkuvopna. Það hefur sömuleiðis ítrekað verið gert í ríkisreknum sjónvarpsstöðvum Rússlands og dagblöðum. Hótunum þessum hefur að miklu leyti verið ætlað að draga úr vilja Vesturlanda til að standa við bakið á Úkraínumönnum. Nota vexti af frystum eigum til hergagnakaupa Opinberað var í dag að leiðtogar Evrópusambandsins hafa komist að samkomulagi um að nota vexti frá eignum Seðlabanka Rússlands, sem frystar hafa verið í Evrópu, til að greiða fyrir hergagnakaup handa Úkraínumönnum eða hjálpa þeim með öðrum hætti. Um þrjú hundruð milljarðar dala af eigum Rússa voru frystar af leiðtogum G7 ríkjanna svokölluðu skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu í byrjun árs 2022. Síðan þá hefur verið deilt um hvort og þá hvernig nota eigi þá fjármuni til að aðstoða Úkraínumenn. Samkvæmt Reuters náðist samkomulagið fyrr í þessum mánuði en á eftir að samþykkja það með formlegum hætti. Samkomulagið felur í sér að níutíu prósent af vöxtunum fari í sjóð á vegum ESB sem notaður er til hergagnakaupa og að tíu prósent muni fara í að aðstoða Úkraínumenn á annan hátt. Áætlað er að um sé að ræða allt að tuttugu milljarða evra til ársins 2027. Það samsvarar rúmum þremur billjónum króna. Ráðamenn í Kreml hafa ítrekað varað við hörðum viðbrögðum við aðgerðum sem þessum.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Þurfa ekki að rannsaka eiturtilræði við rússneskan andófsmann Dómstóll í Moskvu komst að þeirri niðurstöðu að rússneska rannsóknarlögreglan þurfi ekki að rannsaka tvær tilraunir til þess að ráða fangelsaðan stjórnarandstæðing af dögum í dag. Hann segir það lygi að lögregla hafi þegar rannsakað tilræðin. 21. maí 2024 15:46 Aldraður eðlisfræðingur sendur í gúlagið fyrir landráð Rússneskur dómstóll dæmdi eðlisfræðing á áttræðisaldri í fjórtán ára í fanganýlendu fyrir landráð. Vísindamaðurinn er sagður hafa unnið að rannsóknum sem tengdust þróun hljóðfrárra flugskeyta. 21. maí 2024 10:57 Býst við aukinni sókn Rússa Forseti Úkraínu telur að Rússar gætu aukið enn við hernað sinn í norðausturhluta Úkraínu í kjölfar stórsóknar þeirra í nágrenni úkraínsku borgarinnar Kharkiv undanfarið. Tveir féllu í árás á borgina í gær og sex særðust í annarri árás í dag. 18. maí 2024 20:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Þurfa ekki að rannsaka eiturtilræði við rússneskan andófsmann Dómstóll í Moskvu komst að þeirri niðurstöðu að rússneska rannsóknarlögreglan þurfi ekki að rannsaka tvær tilraunir til þess að ráða fangelsaðan stjórnarandstæðing af dögum í dag. Hann segir það lygi að lögregla hafi þegar rannsakað tilræðin. 21. maí 2024 15:46
Aldraður eðlisfræðingur sendur í gúlagið fyrir landráð Rússneskur dómstóll dæmdi eðlisfræðing á áttræðisaldri í fjórtán ára í fanganýlendu fyrir landráð. Vísindamaðurinn er sagður hafa unnið að rannsóknum sem tengdust þróun hljóðfrárra flugskeyta. 21. maí 2024 10:57
Býst við aukinni sókn Rússa Forseti Úkraínu telur að Rússar gætu aukið enn við hernað sinn í norðausturhluta Úkraínu í kjölfar stórsóknar þeirra í nágrenni úkraínsku borgarinnar Kharkiv undanfarið. Tveir féllu í árás á borgina í gær og sex særðust í annarri árás í dag. 18. maí 2024 20:00