Kona sem sendi nektarmyndir í bræði fær grænt ljós Jón Þór Stefánsson skrifar 22. maí 2024 12:20 Málið verður tekið fyrir í Hæstarétti. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni konu um að taka mál hennar fyrir, en það varðar sendingar hennar af nektarmyndum sem sýndu eiginmann hennar og aðra konu. Hún hlaut þriggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Landsrétti í mars síðastliðnum, en hafði áður verið sýknuð í Héraðsdómi Reykjaness. Málið hefur að miklu leyti varðað það hvort háttsemi konunnar teljist sem „lostugt athæfi“. Konan óskaði eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar og sagði Landsrétt ranglega skýrt hugtakið „lostugt athæfi“. Þar að auki hafði dómurinn brotið í bága við stjórnarskránna að mati konunnar. Hæstiréttur mun taka málið fyrir þar sem að dómstóllinn getur ekki slegið því föstu að niðurstaðan verði sú sama og í Landsrétti. „Þú ert viðbjóður“ Málið varðar tölvupóst sem var sendur í ágústmánuði 2020 og bar yfirskriftina „Þú ert viðbjóður“. Konan sendi hann á þáverandi eiginmann sinn og tvær konur, en ekki liggur fyrir hvernig þær tvær tengjast málinu. Í póstinum deildi hún nektarmyndum. Annars vegar mynd af getnaðarlimi þáverandi eiginmanns síns og hins vegar tveimur myndum sem sýndu brjóst annarrar konu. „Vona að þín hægri hönd og helsti ráðgjafi D [önnur þeirra sem barst tölvupóstinn] geti hjálpað þér. Þú ert djöfull í mannsmynd og berð hvorki virðingu fyrir mér né strákunum þínum. Að fá þetta í hendurnar er hryllingur og það er meira til sem kemur út á næstunni og fólk fær að sjá hvaða mann þú hefur að geyma,“ sagði í póstinum. Konan komst yfir myndirnar með því að fara í tölvu sem maðurinn hafði umráð yfir á sameiginlegum vinnustað þeirra. Hún fór yfir einkasamskipti mannsins og annarrar konu á Messenger, og blöskraði þegar hún sá að þar ræddu þau um syni þeirra hjóna. Í dómi héraðsdóms kemur fram að konan hafi prentað um hundrað blaðsíður af samskiptum mannsins og hinnar konunnar. Og síðan sent umræddan póst sem innihélt níu skjáskot af samskiptum þeirra, en þar á meðal voru áðurnefndar nektarmyndir. Reiði eini aflvakinn Konan játaði að hafa aflað sér myndanna og sent þær. Málsvörn hennar gekk út á það að verknaður hennar hafi ekki verið af kynferðislegum toga, heldur hafi reiði hennar verið eini aflvakinn. Landsréttur var á öðru á máli og vill meina að háttsemi hennar hafi verið lostug. Þá segir í dómnum að hvaða hvatir liggja að baki háttseminni, líkt og mikil reiði, breyti ekki eðli eða saknæmi verknaðarins. Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Stafrænt ofbeldi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira
Hún hlaut þriggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Landsrétti í mars síðastliðnum, en hafði áður verið sýknuð í Héraðsdómi Reykjaness. Málið hefur að miklu leyti varðað það hvort háttsemi konunnar teljist sem „lostugt athæfi“. Konan óskaði eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar og sagði Landsrétt ranglega skýrt hugtakið „lostugt athæfi“. Þar að auki hafði dómurinn brotið í bága við stjórnarskránna að mati konunnar. Hæstiréttur mun taka málið fyrir þar sem að dómstóllinn getur ekki slegið því föstu að niðurstaðan verði sú sama og í Landsrétti. „Þú ert viðbjóður“ Málið varðar tölvupóst sem var sendur í ágústmánuði 2020 og bar yfirskriftina „Þú ert viðbjóður“. Konan sendi hann á þáverandi eiginmann sinn og tvær konur, en ekki liggur fyrir hvernig þær tvær tengjast málinu. Í póstinum deildi hún nektarmyndum. Annars vegar mynd af getnaðarlimi þáverandi eiginmanns síns og hins vegar tveimur myndum sem sýndu brjóst annarrar konu. „Vona að þín hægri hönd og helsti ráðgjafi D [önnur þeirra sem barst tölvupóstinn] geti hjálpað þér. Þú ert djöfull í mannsmynd og berð hvorki virðingu fyrir mér né strákunum þínum. Að fá þetta í hendurnar er hryllingur og það er meira til sem kemur út á næstunni og fólk fær að sjá hvaða mann þú hefur að geyma,“ sagði í póstinum. Konan komst yfir myndirnar með því að fara í tölvu sem maðurinn hafði umráð yfir á sameiginlegum vinnustað þeirra. Hún fór yfir einkasamskipti mannsins og annarrar konu á Messenger, og blöskraði þegar hún sá að þar ræddu þau um syni þeirra hjóna. Í dómi héraðsdóms kemur fram að konan hafi prentað um hundrað blaðsíður af samskiptum mannsins og hinnar konunnar. Og síðan sent umræddan póst sem innihélt níu skjáskot af samskiptum þeirra, en þar á meðal voru áðurnefndar nektarmyndir. Reiði eini aflvakinn Konan játaði að hafa aflað sér myndanna og sent þær. Málsvörn hennar gekk út á það að verknaður hennar hafi ekki verið af kynferðislegum toga, heldur hafi reiði hennar verið eini aflvakinn. Landsréttur var á öðru á máli og vill meina að háttsemi hennar hafi verið lostug. Þá segir í dómnum að hvaða hvatir liggja að baki háttseminni, líkt og mikil reiði, breyti ekki eðli eða saknæmi verknaðarins.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Stafrænt ofbeldi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira