Segir fangaverði sinna starfi sínu af stakri trúmennsku Jakob Bjarnar skrifar 22. maí 2024 14:47 Páll Winkel fer ekki ofan af því að allir þeir sem koma að fangelsismálum sinni starfi sínu af natni og af mikilli virðingu fyrir skjólstæðingum sínum. vísir/arnar Páll Winkel fangelsismálastjóra sárnar eitt og annað sem fram kemur í orðum Ólafs Ágústs Hraundal fanga sem heldur því fram að lítið sé gert fyrir fanga og úrræðaleysið mikið. Páll segir þetta ekki rétt og stöðuna miðað við sem var miklu betri. Ólafur Ágúst segir metnaðarleysi núverandi forstöðumanns fangelsanna að Litla-Hrauni, Hólmsheiði og Sogni nær algert. Hann gagnrýnir sinnuleysi starfsmanna og spyr hvernig samfélagið vilji fá fanga aftur út eftir afplánun. Páll segir að samstarfsmenn sínir og reyndar hann sjálfur taki gagnrýni Ólafs nærri sér, ekki síst af því að þetta sé ekki rétt. „Greinarhöfundur lýsir því að staðan hafi verið mun betri fyrr á árum. Það sem hefur breyst frá þeim tíma sem lýst er í greininni en sem dæmi er að áður voru fangar með 12 ára dóma vistaðir á Litla-Hrauni í 7 ár og svo síðustu mánuði á Vernd,” segir Páll í samtali við Vísi. Komið fram við skjólstæðinga af mannvirðingu Sjálfsagt og eðlilegt er að fylgja orðum Ólafs eftir en Páll telur þau ekki allskostar sanngjörn. „Í dag vistast slíkir aðeins í lokuðu úrræði í 2-3 ár, eða í minna en helming þess tíma sem áður var og svo í opnu fangelsi, þá áfangaheimili uns afplánun er lokið heima í 12 mánuði. Það er grundvallarbreyting frá því sem áður var og í takt við hugmyndafræði um að hafa losun úr fangelsum stigskipta.“ Páll Winkel segir ekki hjá því komist að þungbært sé að sitja á bak við lás og slá.vísir/vilhelm Páll segir það vitaskuld þungbært öllum sem það reyna að vistast í fangelsum. Og það þurfi að gera allt sem hæg er til þess að bæta þjónustu og gera aðbúnað sem bestan. „Það stendur til ásamt því að byggja nýtt lokað fangelsi og byggja við annað opið fangelsi. Ég get fullyrt að allir fangaverðir sem og aðrir sérfræðingar í kerfinu gera allt til þess að vinna vinnu sína af natni og leggja sig fram um að koma vel fram og af mannvirðingu við skjólstæðinga. Á það jafnt við um almenna starfsmenn og stjórnendur.” Menn að gera sitt besta við erfiðar aðstæður En hvernig stendur þá á því að Ólafur talar svo fjálglega um metnaðar- og sinnuleysi fangavarða? „Ég geri mér ekki grein fyrir því. Við erum bundin af lagaumhverfi í mörgum málum og afgreiðslum þeirra sem ýmsir eru ósáttir við. Framundan er heildarendurskoðun á málaflokknum og þá er allt undir, líka löggjöf.” Páll getur vitaskuld ekki tjáð sig um einstök mál en honum finnst þetta ómaklegt hjá Ólafi? „Ég skil að skjólstæðingar okkar geti verið ósáttir en fullyrði að starfsfólk í öllum fangelsum og skrifstofum er að gera sitt besta við erfiðar aðstæður.“ Fangelsismál Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Ólafur Ágúst segir metnaðarleysi núverandi forstöðumanns fangelsanna að Litla-Hrauni, Hólmsheiði og Sogni nær algert. Hann gagnrýnir sinnuleysi starfsmanna og spyr hvernig samfélagið vilji fá fanga aftur út eftir afplánun. Páll segir að samstarfsmenn sínir og reyndar hann sjálfur taki gagnrýni Ólafs nærri sér, ekki síst af því að þetta sé ekki rétt. „Greinarhöfundur lýsir því að staðan hafi verið mun betri fyrr á árum. Það sem hefur breyst frá þeim tíma sem lýst er í greininni en sem dæmi er að áður voru fangar með 12 ára dóma vistaðir á Litla-Hrauni í 7 ár og svo síðustu mánuði á Vernd,” segir Páll í samtali við Vísi. Komið fram við skjólstæðinga af mannvirðingu Sjálfsagt og eðlilegt er að fylgja orðum Ólafs eftir en Páll telur þau ekki allskostar sanngjörn. „Í dag vistast slíkir aðeins í lokuðu úrræði í 2-3 ár, eða í minna en helming þess tíma sem áður var og svo í opnu fangelsi, þá áfangaheimili uns afplánun er lokið heima í 12 mánuði. Það er grundvallarbreyting frá því sem áður var og í takt við hugmyndafræði um að hafa losun úr fangelsum stigskipta.“ Páll Winkel segir ekki hjá því komist að þungbært sé að sitja á bak við lás og slá.vísir/vilhelm Páll segir það vitaskuld þungbært öllum sem það reyna að vistast í fangelsum. Og það þurfi að gera allt sem hæg er til þess að bæta þjónustu og gera aðbúnað sem bestan. „Það stendur til ásamt því að byggja nýtt lokað fangelsi og byggja við annað opið fangelsi. Ég get fullyrt að allir fangaverðir sem og aðrir sérfræðingar í kerfinu gera allt til þess að vinna vinnu sína af natni og leggja sig fram um að koma vel fram og af mannvirðingu við skjólstæðinga. Á það jafnt við um almenna starfsmenn og stjórnendur.” Menn að gera sitt besta við erfiðar aðstæður En hvernig stendur þá á því að Ólafur talar svo fjálglega um metnaðar- og sinnuleysi fangavarða? „Ég geri mér ekki grein fyrir því. Við erum bundin af lagaumhverfi í mörgum málum og afgreiðslum þeirra sem ýmsir eru ósáttir við. Framundan er heildarendurskoðun á málaflokknum og þá er allt undir, líka löggjöf.” Páll getur vitaskuld ekki tjáð sig um einstök mál en honum finnst þetta ómaklegt hjá Ólafi? „Ég skil að skjólstæðingar okkar geti verið ósáttir en fullyrði að starfsfólk í öllum fangelsum og skrifstofum er að gera sitt besta við erfiðar aðstæður.“
Fangelsismál Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira