Draumórar að löggæsla muni ekki skerðast Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. maí 2024 15:01 Lögreglumenn við störf. Vísir/vilhelm Stjórn Landssambands lögreglumanna mótmælir harðlega fyrirætlunum stjórnvalda um niðurskurð til löggæslumála sem boðaður er í fjármálaáætlun 2025-2029 og harmar þá stöðu sem uppi er í húsnæðismálum lögreglunnar á Íslandi. Þetta kemur fram í ályktun landsbandsins sem send var fjölmiðlum. Að mati lögreglumanna sé ljóst að boðuð skerðing á fjárframlögum til málaflokks löggæslu geri lögreglunni erfitt fyrir að annast lögbundin verkefni sín auk þess sem álag á einstaka lögreglumenn muni aukast mikið. „Löggæsla er ein af grunnstoðum samfélagsins. Það er staðreynd að hlutfallslega hefur lögreglumönnum fækkað mikið undanfarna áratugi í samanburði við fjölgun íbúa og ferðamanna á Íslandi. Verkefni lögreglunnar hafa á þessum tíma orðið bæði flóknari og mannaflsfrekari en stjórnvöld telja ekki ástæðu til þess að bæta í heldur skera niður. Slík skilaboð yfirvalda til lögreglumanna eru ömurleg á sama tíma og stéttin á í kjarasamningsviðræðum við samninganefnd ríkisins. Að mati Landssambands lögreglumanna eru það draumórar að löggæsla og þjónusta muni ekki skerðast nái fyrirætlanir sem fjármálaáætlun ber með sér fram að ganga. Sífelldur niðurskurður til löggæslu getur ekki annað en endað illa fyrir samfélagið allt,“ segir í ályktuninni. Þá hafi um langa hríð verið uppi ófremdarástand í húsnæðismálum lögreglu sem brýnt sé að tekið verði á af festu. „Nýverið var áformum um nýtt húsnæði viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu frestað sem eru mikil vonbrigði fyrir lögreglumenn þar sem starfsemi á höfuðborgarsvæðinu, starfsemi stjórnstöðvar almannavarna og fjarskiptamiðstöðvar lögreglunnar, býr við óviðunandi húsnæðiskost. Þá liggur fyrir að heilt lögreglulið á Suðurnesjum hefur verið í miklum vandræðum með húsnæðismál um alllanga hríð vegna mygluskemmda á lögreglustöð. Þá er einnig slæm staða með húsnæðismál lögreglu á landsbyggðinni, m.a. á Vestfjörðum og Suðurlandi. Miðað við boðaðan niðurskurð samkvæmt fjármálaáætlun verður ekki séð að vandræði með húsnæðismál lögreglu verði leyst á komandi árum, sem er að mati Landssambands lögreglumanna óviðunandi og felur í sér forgangsröðun sem eru mikil vonbrigði.“ Stjórn Landssambands lögreglumanna hvetur stjórnvöld til að gera betur, falla frá boðuðum niðurskurði til málaflokksins og bæta úr húsnæðismálum og starfsaðstöðu lögreglunnar á Íslandi. Lögreglan Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Lögreglan þurfi nauðsynlega auknar rannsóknarheimildir Píratar gera verulegar athugasemdir við frumvörp dómsmálaráðherra um útlendinga og lögreglu sem stjórnarflokkarnir leggja áherslu á að verði afgreidd á yfirstandandi vorþingi. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar segist ekki deila áhyggjum Pírata. Bæði frumvörp færi reglur hér nær því sem þekkist á Norðurlöndunum. 15. maí 2024 19:47 Fleiri löggur á leiðinni Ríkislögreglustjóri tekur undir áhyggjur lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar fækkun lögreglumanna á svæðinu. Hún segir að með aðgerðum sem eru í gangi verði staðan betri á næstu árum og lögreglumönnum muni fjölga. 24. apríl 2024 11:53 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Þetta kemur fram í ályktun landsbandsins sem send var fjölmiðlum. Að mati lögreglumanna sé ljóst að boðuð skerðing á fjárframlögum til málaflokks löggæslu geri lögreglunni erfitt fyrir að annast lögbundin verkefni sín auk þess sem álag á einstaka lögreglumenn muni aukast mikið. „Löggæsla er ein af grunnstoðum samfélagsins. Það er staðreynd að hlutfallslega hefur lögreglumönnum fækkað mikið undanfarna áratugi í samanburði við fjölgun íbúa og ferðamanna á Íslandi. Verkefni lögreglunnar hafa á þessum tíma orðið bæði flóknari og mannaflsfrekari en stjórnvöld telja ekki ástæðu til þess að bæta í heldur skera niður. Slík skilaboð yfirvalda til lögreglumanna eru ömurleg á sama tíma og stéttin á í kjarasamningsviðræðum við samninganefnd ríkisins. Að mati Landssambands lögreglumanna eru það draumórar að löggæsla og þjónusta muni ekki skerðast nái fyrirætlanir sem fjármálaáætlun ber með sér fram að ganga. Sífelldur niðurskurður til löggæslu getur ekki annað en endað illa fyrir samfélagið allt,“ segir í ályktuninni. Þá hafi um langa hríð verið uppi ófremdarástand í húsnæðismálum lögreglu sem brýnt sé að tekið verði á af festu. „Nýverið var áformum um nýtt húsnæði viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu frestað sem eru mikil vonbrigði fyrir lögreglumenn þar sem starfsemi á höfuðborgarsvæðinu, starfsemi stjórnstöðvar almannavarna og fjarskiptamiðstöðvar lögreglunnar, býr við óviðunandi húsnæðiskost. Þá liggur fyrir að heilt lögreglulið á Suðurnesjum hefur verið í miklum vandræðum með húsnæðismál um alllanga hríð vegna mygluskemmda á lögreglustöð. Þá er einnig slæm staða með húsnæðismál lögreglu á landsbyggðinni, m.a. á Vestfjörðum og Suðurlandi. Miðað við boðaðan niðurskurð samkvæmt fjármálaáætlun verður ekki séð að vandræði með húsnæðismál lögreglu verði leyst á komandi árum, sem er að mati Landssambands lögreglumanna óviðunandi og felur í sér forgangsröðun sem eru mikil vonbrigði.“ Stjórn Landssambands lögreglumanna hvetur stjórnvöld til að gera betur, falla frá boðuðum niðurskurði til málaflokksins og bæta úr húsnæðismálum og starfsaðstöðu lögreglunnar á Íslandi.
Lögreglan Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Lögreglan þurfi nauðsynlega auknar rannsóknarheimildir Píratar gera verulegar athugasemdir við frumvörp dómsmálaráðherra um útlendinga og lögreglu sem stjórnarflokkarnir leggja áherslu á að verði afgreidd á yfirstandandi vorþingi. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar segist ekki deila áhyggjum Pírata. Bæði frumvörp færi reglur hér nær því sem þekkist á Norðurlöndunum. 15. maí 2024 19:47 Fleiri löggur á leiðinni Ríkislögreglustjóri tekur undir áhyggjur lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar fækkun lögreglumanna á svæðinu. Hún segir að með aðgerðum sem eru í gangi verði staðan betri á næstu árum og lögreglumönnum muni fjölga. 24. apríl 2024 11:53 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Lögreglan þurfi nauðsynlega auknar rannsóknarheimildir Píratar gera verulegar athugasemdir við frumvörp dómsmálaráðherra um útlendinga og lögreglu sem stjórnarflokkarnir leggja áherslu á að verði afgreidd á yfirstandandi vorþingi. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar segist ekki deila áhyggjum Pírata. Bæði frumvörp færi reglur hér nær því sem þekkist á Norðurlöndunum. 15. maí 2024 19:47
Fleiri löggur á leiðinni Ríkislögreglustjóri tekur undir áhyggjur lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar fækkun lögreglumanna á svæðinu. Hún segir að með aðgerðum sem eru í gangi verði staðan betri á næstu árum og lögreglumönnum muni fjölga. 24. apríl 2024 11:53
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði