Mahomes ekki sammála Butker en segir hann góða manneskju Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. maí 2024 08:00 Mahomes tekur ekki undir ummæli samherja síns. Tim Heitman/Getty Images Patrick Mahomes, leikstjórnandi meistaraliðs Kansas City Chiefs, hefur tjáð sig um ummælin sem Harrison Butker, sparkari liðsins, lét falla á dögunum. Butker hélt ræðu við útskriftarathöfn Benedictine-háskóla í Atchison í Kansas. Þar ræddi hann hlutverk kynjanna, lét umdeild ummæli falla um fóstureyðingar, kórónuveiruna og Joe Biden Bandaríkjaforseta. Hann lét ekki staðar numið þar og skaut einnig á söngkonuna Taylor Swift, kærustu Travis Kelce, er hann vitnaði í textabút hennar og kallaði hana „kærustu liðsfélaga.“ Félagið sjálft hafði ekki tjáð sig en Mahomes var spurður út í ræðuna þegar leikmenn Chiefs sneru til baka eftir lang og verðskuldað frí að loknum sigrinum í Ofurskálinni í febrúar. Það má með sanni segja að Mahomes verji liðsfélaga sína en hann neitaði að henda Butker fyrir úlfana þó leikstjórnandinn hafi tekið skýrt fram að hann sé engan veginn sammála skoðunum sparkarans. „Ég hef þekkt hann í sjö ár. Ég dæmi hann af þeim karakter sem ég sé á hverjum degi. Hann er góð manneskja en við erum ekki alltaf að fara vera sammála. Hann sagði ýmsa hluti sem ég er engan veginn sammála.“ Mahomes speaks on teammate Harrison Butker's widely criticized comments on women, masculinity and diversity at a commencement speech at Benedictine College on May 11 pic.twitter.com/rLQc1Gblau— Bleacher Report (@BleacherReport) May 22, 2024 Aðspurður hvað nákvæmlega það væri sem hann væri ósammála þá vildi Mahomes ekki tjá sig frekar. „Ég hef séð klippuna, þetta eru hans skoðanir,“ sagði Mahomes að endingu. NFL Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Íslenski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Í beinni: Chelsea - Benfica | Mourinho á Brúnni Í beinni: Víkingur - Valur | Baráttan um 4. sætið Arnar Þór látinn fara frá Gent Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Fyrsti leikur vetrarins Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sjá meira
Butker hélt ræðu við útskriftarathöfn Benedictine-háskóla í Atchison í Kansas. Þar ræddi hann hlutverk kynjanna, lét umdeild ummæli falla um fóstureyðingar, kórónuveiruna og Joe Biden Bandaríkjaforseta. Hann lét ekki staðar numið þar og skaut einnig á söngkonuna Taylor Swift, kærustu Travis Kelce, er hann vitnaði í textabút hennar og kallaði hana „kærustu liðsfélaga.“ Félagið sjálft hafði ekki tjáð sig en Mahomes var spurður út í ræðuna þegar leikmenn Chiefs sneru til baka eftir lang og verðskuldað frí að loknum sigrinum í Ofurskálinni í febrúar. Það má með sanni segja að Mahomes verji liðsfélaga sína en hann neitaði að henda Butker fyrir úlfana þó leikstjórnandinn hafi tekið skýrt fram að hann sé engan veginn sammála skoðunum sparkarans. „Ég hef þekkt hann í sjö ár. Ég dæmi hann af þeim karakter sem ég sé á hverjum degi. Hann er góð manneskja en við erum ekki alltaf að fara vera sammála. Hann sagði ýmsa hluti sem ég er engan veginn sammála.“ Mahomes speaks on teammate Harrison Butker's widely criticized comments on women, masculinity and diversity at a commencement speech at Benedictine College on May 11 pic.twitter.com/rLQc1Gblau— Bleacher Report (@BleacherReport) May 22, 2024 Aðspurður hvað nákvæmlega það væri sem hann væri ósammála þá vildi Mahomes ekki tjá sig frekar. „Ég hef séð klippuna, þetta eru hans skoðanir,“ sagði Mahomes að endingu.
NFL Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Íslenski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Í beinni: Chelsea - Benfica | Mourinho á Brúnni Í beinni: Víkingur - Valur | Baráttan um 4. sætið Arnar Þór látinn fara frá Gent Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Fyrsti leikur vetrarins Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sjá meira