Eins ótrúlegt og það hljómar voru liðin að mætast í leik þrjú í undanúrslitunum þar sem fyrstu tveir leikir liðanna enduðu með jafntefli. Það var þó í raun aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi enda vann Fredericia níu marka sigur, lokatölur 34-25.
Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði eitt mark í liði Fredericia ásamt því að standa sig frábærlega í vörn liðsins. Í liði Ribe-Esbjerg var Elvar Ásgeirsson með þrjár stoðsendingar og Ágúst Elí Björgvinsson varði fimm skot í markinu.
„Liðið mitt Fredericia Håndboldklub er komið í úrslit um danska meistaratitilinn í fyrsta skipti í 44 ár. Ég er eiginlega bara orðlaus,“ skrifaði Guðmundur á fésbókarsíðu sína eftir leikinn.
Lærisveinar Guðmundar eru nokkuð óvænt komnir í úrslit, allavega að mati veðbanka en Guðmundur hefur alltaf haft trú enda lagt gríðarlega mikið á sig til að lyfta félaginu upp. Verkefnið verður ekkert léttara en í úrslitum biður stórlið Álaborgar.
Fyrsti leikur úrslitaeinvígisins er fram á sunnudaginn kemur og leikur tvö á miðvikudeginum í næstu viku.