„Ég skil vel að einhverjir séu óþolinmóðir“ Bjarki Sigurðsson skrifar 23. maí 2024 11:30 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er matvælaráðherra. Vísir/Sigurjón Matvælaráðherra telur sig ekki baka ríkinu skaðabótaskyldu með seinagangi við afgreiðslu veiðileyfis Hvals hf.. Hún segir hvalveiðar standa á tímamótum og hún vilji því gefa sér tíma í að fara yfir umsóknina. Það styttist óðfluga í fyrsta daga hvalveiðitímabilsins en matvælaráðuneytið hefur enn ekki svarað umsókn Hvals hf. um veiðileyfi. Hvort einhver hvalur verði veiddur í sumar við Íslandsstrendur er því enn óljóst. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, kveðst ekki enn vera búin að taka ákvörðun þar sem hvalveiðar séu á ákveðnum tímamótum um þessar mundir. „Ég skil vel að einhverjir séu óþolinmóðir og eru að bíða eftir niðurstöðunni en það er þannig að þetta er rosalega flókið lagaumhverfi,“ segir Bjarkey. „Það er verið að velta fyrir sér regluverki í kringum þessi mál, sem er snúið, og ég hef ákveðið að gefa mér tíma til þess að fara vel yfir þetta, fá þau gögn sem ég hef talið mig þurfa að fá. Það er fyrst og fremst ástæðan fyrir því að þetta er á þeim stað sem þetta er á núna.“ Hún segir fleiri hafa óskað eftir því að koma að umsagnarferli veiðileyfisins en áður, til að mynda náttúruverndarsamtök og fyrirtæki í ferðaþjónustunni. Gæti þá verið að hvalveiðar fari ekki fram í sumar samt sem áður? „Eins og ég segi, staðan er þannig núna að þetta er í þessu ferli og ég vil ekki segja meira um það í bili fyrr en ég hef þessa niðurstöðu,“ segir Bjarkey. Hún telur sig ekki baka íslenska ríkinu skaðabótaskyldu með þessu, þrátt fyrir að bæði Jón Gunnarsson fyrrverandi ráðherra og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hafi haldið því fram í fjölmiðlum síðustu daga. „Ég er ný í ráðuneytinu og mér finnst ekki eðlilegt að taka ákvarðanir án þess að hafa allt sem ég tel mig þurfa í höndunum,“ segir Bjarkey. Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Tengdar fréttir Deginum ljósara að það verði ekki veitt í sumar Matvælaráðuneytið hefur enn ekki svarað umsókn Hvals hf. um veiðileyfi í sumar. Um hálfur mánuður er þar til veiðitímabilið hefst. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segist viss um að með þessu baki ráðuneytið íslenska ríkinu skaðabótaskyldu og telur ómögulegt að úr sumarvertíðinni rætist. 21. maí 2024 18:45 Segir útséð um hvalveiðar í sumar Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf, segir útséð um að hvalveiðar fari fram í sumar. Matvælaráðuneytið hefur til skoðunar að veita fyrirtækinu starfsleyfi til eins árs í senn en Kristján segir að með því sé grunnur lagður að því að gera starfsemina óstarfshæfa. 13. apríl 2024 08:40 Síðasti hvalkjötsfarmur skilaði 2,8 milljarða gjaldeyristekjum Síðasta farmi af hvalkjöti, sem fluttur var út frá Íslandi, var landað í Japan í febrúar í fyrra. Síðan hefur ekkert hvalkjöt verið flutt úr landi, ef marka má útflutningsskýrslur Hagstofu Íslands. Það þýðir að hvalaafurðir eftir síðustu vertíð eru enn á Íslandi. 10. apríl 2024 11:45 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Það styttist óðfluga í fyrsta daga hvalveiðitímabilsins en matvælaráðuneytið hefur enn ekki svarað umsókn Hvals hf. um veiðileyfi. Hvort einhver hvalur verði veiddur í sumar við Íslandsstrendur er því enn óljóst. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, kveðst ekki enn vera búin að taka ákvörðun þar sem hvalveiðar séu á ákveðnum tímamótum um þessar mundir. „Ég skil vel að einhverjir séu óþolinmóðir og eru að bíða eftir niðurstöðunni en það er þannig að þetta er rosalega flókið lagaumhverfi,“ segir Bjarkey. „Það er verið að velta fyrir sér regluverki í kringum þessi mál, sem er snúið, og ég hef ákveðið að gefa mér tíma til þess að fara vel yfir þetta, fá þau gögn sem ég hef talið mig þurfa að fá. Það er fyrst og fremst ástæðan fyrir því að þetta er á þeim stað sem þetta er á núna.“ Hún segir fleiri hafa óskað eftir því að koma að umsagnarferli veiðileyfisins en áður, til að mynda náttúruverndarsamtök og fyrirtæki í ferðaþjónustunni. Gæti þá verið að hvalveiðar fari ekki fram í sumar samt sem áður? „Eins og ég segi, staðan er þannig núna að þetta er í þessu ferli og ég vil ekki segja meira um það í bili fyrr en ég hef þessa niðurstöðu,“ segir Bjarkey. Hún telur sig ekki baka íslenska ríkinu skaðabótaskyldu með þessu, þrátt fyrir að bæði Jón Gunnarsson fyrrverandi ráðherra og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hafi haldið því fram í fjölmiðlum síðustu daga. „Ég er ný í ráðuneytinu og mér finnst ekki eðlilegt að taka ákvarðanir án þess að hafa allt sem ég tel mig þurfa í höndunum,“ segir Bjarkey.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Tengdar fréttir Deginum ljósara að það verði ekki veitt í sumar Matvælaráðuneytið hefur enn ekki svarað umsókn Hvals hf. um veiðileyfi í sumar. Um hálfur mánuður er þar til veiðitímabilið hefst. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segist viss um að með þessu baki ráðuneytið íslenska ríkinu skaðabótaskyldu og telur ómögulegt að úr sumarvertíðinni rætist. 21. maí 2024 18:45 Segir útséð um hvalveiðar í sumar Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf, segir útséð um að hvalveiðar fari fram í sumar. Matvælaráðuneytið hefur til skoðunar að veita fyrirtækinu starfsleyfi til eins árs í senn en Kristján segir að með því sé grunnur lagður að því að gera starfsemina óstarfshæfa. 13. apríl 2024 08:40 Síðasti hvalkjötsfarmur skilaði 2,8 milljarða gjaldeyristekjum Síðasta farmi af hvalkjöti, sem fluttur var út frá Íslandi, var landað í Japan í febrúar í fyrra. Síðan hefur ekkert hvalkjöt verið flutt úr landi, ef marka má útflutningsskýrslur Hagstofu Íslands. Það þýðir að hvalaafurðir eftir síðustu vertíð eru enn á Íslandi. 10. apríl 2024 11:45 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Deginum ljósara að það verði ekki veitt í sumar Matvælaráðuneytið hefur enn ekki svarað umsókn Hvals hf. um veiðileyfi í sumar. Um hálfur mánuður er þar til veiðitímabilið hefst. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segist viss um að með þessu baki ráðuneytið íslenska ríkinu skaðabótaskyldu og telur ómögulegt að úr sumarvertíðinni rætist. 21. maí 2024 18:45
Segir útséð um hvalveiðar í sumar Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf, segir útséð um að hvalveiðar fari fram í sumar. Matvælaráðuneytið hefur til skoðunar að veita fyrirtækinu starfsleyfi til eins árs í senn en Kristján segir að með því sé grunnur lagður að því að gera starfsemina óstarfshæfa. 13. apríl 2024 08:40
Síðasti hvalkjötsfarmur skilaði 2,8 milljarða gjaldeyristekjum Síðasta farmi af hvalkjöti, sem fluttur var út frá Íslandi, var landað í Japan í febrúar í fyrra. Síðan hefur ekkert hvalkjöt verið flutt úr landi, ef marka má útflutningsskýrslur Hagstofu Íslands. Það þýðir að hvalaafurðir eftir síðustu vertíð eru enn á Íslandi. 10. apríl 2024 11:45