Celtic tvöfaldur meistari eftir dramatískan sigur á erkifjendunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. maí 2024 23:31 Leikmenn Celtic fagna. Andrew Milligan/Getty Images Celtic er deildar- og bikarmeistari í Skotlandi eftir hádramatískan 1-0 sigur á erkifjendum sínum í Rangers í úrslitum skosku bikarkeppninnar í knattspyrnu fyrr í dag. Celtic hafði þegar tryggt sér skoska meistaratitilinn og fullkomnaði tvennuna í dag, Rangers til mikils ama. Þessir fornu fjendur hafa lengi vel eldað grátt silfur saman og ljóst að Rangers myndi selja sig dýrt í leik dagsins enda ekkert verra en að tapa báðum titlum sem og montréttnum til nágrannana og erkifjendanna. Það dugði ekki þar sem Adam Idah tryggði Celtic sigurinn með marki á lokamínútu venjulegs leiktíma. Fyrri í leiknum hafði Rangers skorað mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. Þá var að venju nóg um spjöld en alls fóru 12 gul spjöld á loft áður en flautað var til leiksloka og Celtic gat hafið fagnaðarlætin enda voru lærisveinar Brendan Rodgers að tryggja sér tvennuna, það er sigur í deild og bikar. Hann er að stýra liðinu í annað sinn en undir hans stjórn vann liðið fjölda titla frá 2016 til 2019. Hann færði sig síðan til Leicester City á Englandi en sneri aftur til Skotlands á síðasta ári. This feeling... 🤩#CelticFC🍀🏆🏆 pic.twitter.com/QzW2riU8kT— Celtic Football Club (@CelticFC) May 25, 2024 „Þetta er leikur sem þarf ekki að vera fullkominn, þú þarft bara að vinna og okkur tókst það á endanum. Við fundum orkuna og kraftinn sem til þurfti. Ég sagði við leikmennina að þetta snýst ekki um hvað þið hafið gert síðustu 51 viku, snýst um hvað þið gerið vikuna fyrir leik. Hugarfar þeirra hefur verið til fyrirmyndar,“ sagði Rodgers eftir leik og hélt áfram. „Þetta hefur verið frábært tímabil, að vinna tvennuna er magnað afrek. Skoski bikarinn hefur mikla þýðingu fyrir félagið og stuðningsfólkið. Við vissum að Rangers myndi mæta vel stemmt til leiks en við fundum þetta lykilaugnablik sem til þarf og skoruðum sigurmarkið.“ Einn besti og sigursælasti leikmaður liðsins, James Forrest, var að vinna sinn 24. titil í dag en hann hefur spilað með liðinu undanfarin 14 ár. „Síðustu vikur hafa verið frábærar. Ég tel okkur ekki hafa verið upp á okkar besta í dag en það sýnir hvað við getum gert þegar við stöndum saman. Við grófum djúpt, héldum hreinu og náðum sigrinum, það er fyrir öllu,“ sagði Forrest eftir leik. One last time for Joe Hart! 🍀🏆🏆 pic.twitter.com/udMpDydVM0— Celtic Football Club (@CelticFC) May 25, 2024 Leikurinn var síðasti leikur enska markvarðarins Joe Hart en hann leggur hanskana á hilluna í sumar. Ágætis endir fyrir hann. „Eina sem ég veit er að ég hef elskað hverja mínútu hérna. Fótbolti hefur verið líf mitt frá því ég man eftir mér, ég þarf að finna út úr því hver ég er nú. Ég mun án efa sakna þess en fótbolti hefur veitt mér svo mikla gleði og ég er mjög stoltur af öllu sem ég hef áorkað. Ég reyni bara að njóta þess eins best og mögulegt er,“ sagði Hart að leik loknum. Fótbolti Skoski boltinn Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira
Þessir fornu fjendur hafa lengi vel eldað grátt silfur saman og ljóst að Rangers myndi selja sig dýrt í leik dagsins enda ekkert verra en að tapa báðum titlum sem og montréttnum til nágrannana og erkifjendanna. Það dugði ekki þar sem Adam Idah tryggði Celtic sigurinn með marki á lokamínútu venjulegs leiktíma. Fyrri í leiknum hafði Rangers skorað mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. Þá var að venju nóg um spjöld en alls fóru 12 gul spjöld á loft áður en flautað var til leiksloka og Celtic gat hafið fagnaðarlætin enda voru lærisveinar Brendan Rodgers að tryggja sér tvennuna, það er sigur í deild og bikar. Hann er að stýra liðinu í annað sinn en undir hans stjórn vann liðið fjölda titla frá 2016 til 2019. Hann færði sig síðan til Leicester City á Englandi en sneri aftur til Skotlands á síðasta ári. This feeling... 🤩#CelticFC🍀🏆🏆 pic.twitter.com/QzW2riU8kT— Celtic Football Club (@CelticFC) May 25, 2024 „Þetta er leikur sem þarf ekki að vera fullkominn, þú þarft bara að vinna og okkur tókst það á endanum. Við fundum orkuna og kraftinn sem til þurfti. Ég sagði við leikmennina að þetta snýst ekki um hvað þið hafið gert síðustu 51 viku, snýst um hvað þið gerið vikuna fyrir leik. Hugarfar þeirra hefur verið til fyrirmyndar,“ sagði Rodgers eftir leik og hélt áfram. „Þetta hefur verið frábært tímabil, að vinna tvennuna er magnað afrek. Skoski bikarinn hefur mikla þýðingu fyrir félagið og stuðningsfólkið. Við vissum að Rangers myndi mæta vel stemmt til leiks en við fundum þetta lykilaugnablik sem til þarf og skoruðum sigurmarkið.“ Einn besti og sigursælasti leikmaður liðsins, James Forrest, var að vinna sinn 24. titil í dag en hann hefur spilað með liðinu undanfarin 14 ár. „Síðustu vikur hafa verið frábærar. Ég tel okkur ekki hafa verið upp á okkar besta í dag en það sýnir hvað við getum gert þegar við stöndum saman. Við grófum djúpt, héldum hreinu og náðum sigrinum, það er fyrir öllu,“ sagði Forrest eftir leik. One last time for Joe Hart! 🍀🏆🏆 pic.twitter.com/udMpDydVM0— Celtic Football Club (@CelticFC) May 25, 2024 Leikurinn var síðasti leikur enska markvarðarins Joe Hart en hann leggur hanskana á hilluna í sumar. Ágætis endir fyrir hann. „Eina sem ég veit er að ég hef elskað hverja mínútu hérna. Fótbolti hefur verið líf mitt frá því ég man eftir mér, ég þarf að finna út úr því hver ég er nú. Ég mun án efa sakna þess en fótbolti hefur veitt mér svo mikla gleði og ég er mjög stoltur af öllu sem ég hef áorkað. Ég reyni bara að njóta þess eins best og mögulegt er,“ sagði Hart að leik loknum.
Fótbolti Skoski boltinn Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira