Celtic tvöfaldur meistari eftir dramatískan sigur á erkifjendunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. maí 2024 23:31 Leikmenn Celtic fagna. Andrew Milligan/Getty Images Celtic er deildar- og bikarmeistari í Skotlandi eftir hádramatískan 1-0 sigur á erkifjendum sínum í Rangers í úrslitum skosku bikarkeppninnar í knattspyrnu fyrr í dag. Celtic hafði þegar tryggt sér skoska meistaratitilinn og fullkomnaði tvennuna í dag, Rangers til mikils ama. Þessir fornu fjendur hafa lengi vel eldað grátt silfur saman og ljóst að Rangers myndi selja sig dýrt í leik dagsins enda ekkert verra en að tapa báðum titlum sem og montréttnum til nágrannana og erkifjendanna. Það dugði ekki þar sem Adam Idah tryggði Celtic sigurinn með marki á lokamínútu venjulegs leiktíma. Fyrri í leiknum hafði Rangers skorað mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. Þá var að venju nóg um spjöld en alls fóru 12 gul spjöld á loft áður en flautað var til leiksloka og Celtic gat hafið fagnaðarlætin enda voru lærisveinar Brendan Rodgers að tryggja sér tvennuna, það er sigur í deild og bikar. Hann er að stýra liðinu í annað sinn en undir hans stjórn vann liðið fjölda titla frá 2016 til 2019. Hann færði sig síðan til Leicester City á Englandi en sneri aftur til Skotlands á síðasta ári. This feeling... 🤩#CelticFC🍀🏆🏆 pic.twitter.com/QzW2riU8kT— Celtic Football Club (@CelticFC) May 25, 2024 „Þetta er leikur sem þarf ekki að vera fullkominn, þú þarft bara að vinna og okkur tókst það á endanum. Við fundum orkuna og kraftinn sem til þurfti. Ég sagði við leikmennina að þetta snýst ekki um hvað þið hafið gert síðustu 51 viku, snýst um hvað þið gerið vikuna fyrir leik. Hugarfar þeirra hefur verið til fyrirmyndar,“ sagði Rodgers eftir leik og hélt áfram. „Þetta hefur verið frábært tímabil, að vinna tvennuna er magnað afrek. Skoski bikarinn hefur mikla þýðingu fyrir félagið og stuðningsfólkið. Við vissum að Rangers myndi mæta vel stemmt til leiks en við fundum þetta lykilaugnablik sem til þarf og skoruðum sigurmarkið.“ Einn besti og sigursælasti leikmaður liðsins, James Forrest, var að vinna sinn 24. titil í dag en hann hefur spilað með liðinu undanfarin 14 ár. „Síðustu vikur hafa verið frábærar. Ég tel okkur ekki hafa verið upp á okkar besta í dag en það sýnir hvað við getum gert þegar við stöndum saman. Við grófum djúpt, héldum hreinu og náðum sigrinum, það er fyrir öllu,“ sagði Forrest eftir leik. One last time for Joe Hart! 🍀🏆🏆 pic.twitter.com/udMpDydVM0— Celtic Football Club (@CelticFC) May 25, 2024 Leikurinn var síðasti leikur enska markvarðarins Joe Hart en hann leggur hanskana á hilluna í sumar. Ágætis endir fyrir hann. „Eina sem ég veit er að ég hef elskað hverja mínútu hérna. Fótbolti hefur verið líf mitt frá því ég man eftir mér, ég þarf að finna út úr því hver ég er nú. Ég mun án efa sakna þess en fótbolti hefur veitt mér svo mikla gleði og ég er mjög stoltur af öllu sem ég hef áorkað. Ég reyni bara að njóta þess eins best og mögulegt er,“ sagði Hart að leik loknum. Fótbolti Skoski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Þessir fornu fjendur hafa lengi vel eldað grátt silfur saman og ljóst að Rangers myndi selja sig dýrt í leik dagsins enda ekkert verra en að tapa báðum titlum sem og montréttnum til nágrannana og erkifjendanna. Það dugði ekki þar sem Adam Idah tryggði Celtic sigurinn með marki á lokamínútu venjulegs leiktíma. Fyrri í leiknum hafði Rangers skorað mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. Þá var að venju nóg um spjöld en alls fóru 12 gul spjöld á loft áður en flautað var til leiksloka og Celtic gat hafið fagnaðarlætin enda voru lærisveinar Brendan Rodgers að tryggja sér tvennuna, það er sigur í deild og bikar. Hann er að stýra liðinu í annað sinn en undir hans stjórn vann liðið fjölda titla frá 2016 til 2019. Hann færði sig síðan til Leicester City á Englandi en sneri aftur til Skotlands á síðasta ári. This feeling... 🤩#CelticFC🍀🏆🏆 pic.twitter.com/QzW2riU8kT— Celtic Football Club (@CelticFC) May 25, 2024 „Þetta er leikur sem þarf ekki að vera fullkominn, þú þarft bara að vinna og okkur tókst það á endanum. Við fundum orkuna og kraftinn sem til þurfti. Ég sagði við leikmennina að þetta snýst ekki um hvað þið hafið gert síðustu 51 viku, snýst um hvað þið gerið vikuna fyrir leik. Hugarfar þeirra hefur verið til fyrirmyndar,“ sagði Rodgers eftir leik og hélt áfram. „Þetta hefur verið frábært tímabil, að vinna tvennuna er magnað afrek. Skoski bikarinn hefur mikla þýðingu fyrir félagið og stuðningsfólkið. Við vissum að Rangers myndi mæta vel stemmt til leiks en við fundum þetta lykilaugnablik sem til þarf og skoruðum sigurmarkið.“ Einn besti og sigursælasti leikmaður liðsins, James Forrest, var að vinna sinn 24. titil í dag en hann hefur spilað með liðinu undanfarin 14 ár. „Síðustu vikur hafa verið frábærar. Ég tel okkur ekki hafa verið upp á okkar besta í dag en það sýnir hvað við getum gert þegar við stöndum saman. Við grófum djúpt, héldum hreinu og náðum sigrinum, það er fyrir öllu,“ sagði Forrest eftir leik. One last time for Joe Hart! 🍀🏆🏆 pic.twitter.com/udMpDydVM0— Celtic Football Club (@CelticFC) May 25, 2024 Leikurinn var síðasti leikur enska markvarðarins Joe Hart en hann leggur hanskana á hilluna í sumar. Ágætis endir fyrir hann. „Eina sem ég veit er að ég hef elskað hverja mínútu hérna. Fótbolti hefur verið líf mitt frá því ég man eftir mér, ég þarf að finna út úr því hver ég er nú. Ég mun án efa sakna þess en fótbolti hefur veitt mér svo mikla gleði og ég er mjög stoltur af öllu sem ég hef áorkað. Ég reyni bara að njóta þess eins best og mögulegt er,“ sagði Hart að leik loknum.
Fótbolti Skoski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira