Ræða mögulega við rútubílstjórann í dag Lovísa Arnardóttir skrifar 26. maí 2024 08:34 Rútan valt utan vegar með 26 farþega innanborðs. Aðsend Lögregla mun mögulega í dag ræða við bílstjóra rútunnar sem valt á Rangárvallavegi við bæinn Stokkalæk í Rangárþingi ytra í gær. Rútan var á vegum Guðmundar Tyrfingssonar ehf. Um borð í rútunni voru 26 manns í hópferð. Allt Íslendingar. Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn segir ekkert enn vitað um tildrög slyssins. Veðuraðstæður hafi verið góðar á slysstað. „Það eru engar fréttir af fólkinu. Það er sama og í gærkvöldi. Það voru allir fluttir á sjúkrastofnun og þeir sem eru enn inni eru í aðhlynningu. Ég hef ekki frekari upplýsingar um líðan en það mun koma í ljós í dag,“ segir Jón Gunnar og að áverkar hafi verið allt frá marblettum til annarra alvarlegri meiðsla. „Síðast þegar ég vissi voru allir stabílir.“ Slysið átti sér stað nærri bænum Stokkalæk. Blái punkturinn á kortinu er bærinn.Mynd/Kortavefsjá Skýrslutökur muni taka tíma Jón Gunnar segir tildrög slyssins enn í rannsókn. Það eigi eftir að taka skýrslu af rútubílstjóranum og farþegum. Mögulega verði rætt við bílstjórann og einhverja farþega í dag. „Það er alveg möguleiki að það verði rætt við bílstjórann, en svo á eftir að ræða við alla farþega. Þetta á eftir að taka smá tíma.“ Mikill viðbúnaður var í gær vegna slyssins.Aðsend Virkjuðu hópslysaáætlun Eins og kom fram í fréttum í gær voru 26 farþegar í rútunni auk bílstjóra. Fólkið var saman í hópferð. Áverkar á fólki voru mismunandi, frá minniháttar meiðslum upp í meiriháttar áverka, en allir voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Sjö voru fluttir á slysadeild í Reykjavík með tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar. Aðrir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Eftir að tilkynning um slysið barst var hópslysaáætlun virkjuð og tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar kallaðar út. Sjúkraflutningarmenn HSU sinntu slösuðum og sendi slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu þrjá sjúkrabíla á vettvang. Tugir viðbragðsaðila voru að störfum á vettvangi. Rauði krossinn á Íslandi opnaði í gær söfnunarsvæði aðstandenda vegna slyssins á Eyrarvegi 23 á Selfossi í húsnæði Rauða krossins í Árnessýslu. Rangárþing ytra Samgönguslys Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Sjö fluttir með þyrlu eftir rútuslys á Suðurlandi Rútuslys varð í Rangárvallasýslu rétt fyrir klukkan fimm í dag. Hópslysaáætlun var virkjuð í kjölfarið. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og fluttu sjö til Reykjavíkur. Allir farþegar rútunnar hafa verið fluttir af vettvangi. 25. maí 2024 17:36 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Sjá meira
Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn segir ekkert enn vitað um tildrög slyssins. Veðuraðstæður hafi verið góðar á slysstað. „Það eru engar fréttir af fólkinu. Það er sama og í gærkvöldi. Það voru allir fluttir á sjúkrastofnun og þeir sem eru enn inni eru í aðhlynningu. Ég hef ekki frekari upplýsingar um líðan en það mun koma í ljós í dag,“ segir Jón Gunnar og að áverkar hafi verið allt frá marblettum til annarra alvarlegri meiðsla. „Síðast þegar ég vissi voru allir stabílir.“ Slysið átti sér stað nærri bænum Stokkalæk. Blái punkturinn á kortinu er bærinn.Mynd/Kortavefsjá Skýrslutökur muni taka tíma Jón Gunnar segir tildrög slyssins enn í rannsókn. Það eigi eftir að taka skýrslu af rútubílstjóranum og farþegum. Mögulega verði rætt við bílstjórann og einhverja farþega í dag. „Það er alveg möguleiki að það verði rætt við bílstjórann, en svo á eftir að ræða við alla farþega. Þetta á eftir að taka smá tíma.“ Mikill viðbúnaður var í gær vegna slyssins.Aðsend Virkjuðu hópslysaáætlun Eins og kom fram í fréttum í gær voru 26 farþegar í rútunni auk bílstjóra. Fólkið var saman í hópferð. Áverkar á fólki voru mismunandi, frá minniháttar meiðslum upp í meiriháttar áverka, en allir voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Sjö voru fluttir á slysadeild í Reykjavík með tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar. Aðrir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Eftir að tilkynning um slysið barst var hópslysaáætlun virkjuð og tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar kallaðar út. Sjúkraflutningarmenn HSU sinntu slösuðum og sendi slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu þrjá sjúkrabíla á vettvang. Tugir viðbragðsaðila voru að störfum á vettvangi. Rauði krossinn á Íslandi opnaði í gær söfnunarsvæði aðstandenda vegna slyssins á Eyrarvegi 23 á Selfossi í húsnæði Rauða krossins í Árnessýslu.
Rangárþing ytra Samgönguslys Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Sjö fluttir með þyrlu eftir rútuslys á Suðurlandi Rútuslys varð í Rangárvallasýslu rétt fyrir klukkan fimm í dag. Hópslysaáætlun var virkjuð í kjölfarið. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og fluttu sjö til Reykjavíkur. Allir farþegar rútunnar hafa verið fluttir af vettvangi. 25. maí 2024 17:36 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Sjá meira
Sjö fluttir með þyrlu eftir rútuslys á Suðurlandi Rútuslys varð í Rangárvallasýslu rétt fyrir klukkan fimm í dag. Hópslysaáætlun var virkjuð í kjölfarið. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og fluttu sjö til Reykjavíkur. Allir farþegar rútunnar hafa verið fluttir af vettvangi. 25. maí 2024 17:36