Holiday hetjan og Celtics einum leik frá því að sópa Pacers í sumarfrí Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. maí 2024 10:01 Jrue Holiday yfirsteig veikindi og reyndist hetja Celtics. Winslow Townson/Getty Images Boston Celtics tóku afgerandi 3-0 forystu í úrslitaeinvígi austurdeildar NBA gegn Indiana Pacers með 114-111 sigri í nótt. Indiana Pacers voru við stjórnvölinn lengst af í leiknum og héldu góðri forystu fram undir lok þriðja leikhluta. Þá rifu Celtics sig í gang eftir að hafa mest verið 18 stigum undir og tókst að minnka muninn í 9 stig áður en þriðji leikhlutinn var úti. Down 18 with 6 minutes to play in the 3rd quarter...Watch the @celtics storm back to pull out the road win and go up 3-0 in the East Finals ☘️ pic.twitter.com/IfaDIXvsW7— NBA (@NBA) May 26, 2024 Pacers virtust samt ætla að hafa þetta þrátt fyrir gott áhlaup Celtics. Heimamenn héldu þeim í hæfilegri fjarlægð, alveg þangað til tæpar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Þá tóku Celtics 12-4 áhlaup, frá 99-107 undir en jöfnuðu leikinn 111-111. Jrue Holiday var sá sem jafnaði metin með keyrslu á körfuna, fékk villu og setti niður aukaskotið til að hleypa Celtics yfir 112-111 þegar 39 sekúndur voru eftir af leiknum. Hann var að glíma við einhverja pest, missti af morgunæfingu liðsins og allt leit út fyrir að hann myndi ekkert spila í leiknum. En á ögurstundu steig hann upp fyrir Celtics. Hvorugu liði tókst að skora í næstu sókn, Pacers fengu það sem allir héldu að væri lokasóknin og tækifæri til að komast yfir, Andrew Nembhard keyrði upp völlinn en Jrue Holiday stal boltanum, sótti villu og innsiglaði sigur Celtics á síðustu sekúndum leiksins. Go-ahead bucket ✅Game-sealing steal ✅JRUE. HOLIDAY. 🫡 pic.twitter.com/41JuMVTkG8— NBA (@NBA) May 26, 2024 Ótrúlegur viðsnúningur og þrautseigja. Celtics í afar öruggri stöðu og geta sópað Pacers í sumarfrí með sigri í næsta leik. NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira
Indiana Pacers voru við stjórnvölinn lengst af í leiknum og héldu góðri forystu fram undir lok þriðja leikhluta. Þá rifu Celtics sig í gang eftir að hafa mest verið 18 stigum undir og tókst að minnka muninn í 9 stig áður en þriðji leikhlutinn var úti. Down 18 with 6 minutes to play in the 3rd quarter...Watch the @celtics storm back to pull out the road win and go up 3-0 in the East Finals ☘️ pic.twitter.com/IfaDIXvsW7— NBA (@NBA) May 26, 2024 Pacers virtust samt ætla að hafa þetta þrátt fyrir gott áhlaup Celtics. Heimamenn héldu þeim í hæfilegri fjarlægð, alveg þangað til tæpar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Þá tóku Celtics 12-4 áhlaup, frá 99-107 undir en jöfnuðu leikinn 111-111. Jrue Holiday var sá sem jafnaði metin með keyrslu á körfuna, fékk villu og setti niður aukaskotið til að hleypa Celtics yfir 112-111 þegar 39 sekúndur voru eftir af leiknum. Hann var að glíma við einhverja pest, missti af morgunæfingu liðsins og allt leit út fyrir að hann myndi ekkert spila í leiknum. En á ögurstundu steig hann upp fyrir Celtics. Hvorugu liði tókst að skora í næstu sókn, Pacers fengu það sem allir héldu að væri lokasóknin og tækifæri til að komast yfir, Andrew Nembhard keyrði upp völlinn en Jrue Holiday stal boltanum, sótti villu og innsiglaði sigur Celtics á síðustu sekúndum leiksins. Go-ahead bucket ✅Game-sealing steal ✅JRUE. HOLIDAY. 🫡 pic.twitter.com/41JuMVTkG8— NBA (@NBA) May 26, 2024 Ótrúlegur viðsnúningur og þrautseigja. Celtics í afar öruggri stöðu og geta sópað Pacers í sumarfrí með sigri í næsta leik.
NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira