Sér ekki eftir ræðunni umdeildu þó móðir hans sé virtur eðlisfræðingur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. maí 2024 07:01 Harrison Butker hefur verið umtalaðasti leikmaður NFL-deildarinnar undanfarnar vikur. Perry Knotts/Getty Images Harrison Butker, sparkari Kansas City Chiefs – ríkjandi meistara í NFL-deildinni – hefur verið á milli tannanna á fólki eftir vægast sagt umdeilda ræðu sem hann hélt nýverið. Hann segist ekki sjá eftir neinu. Eins og Vísir hefur greint frá þá hélt Butker ræðu við útskriftaathöfn Benedictine-háskóla í Atchison í Kansas. Eftir umdeild ummæli um fóstureyðingar, Covid-faraldurinn og Joe Biden, Bandaríkjaforseta, meðal annars, sneri Butker sér að konunum í salnum. Hann byrjaði á því að skjóta á söngkonuna Taylor Swift, kærustu Travis Kelce, er hann vitnaði í textabút hennar og kallaði hana „kærustu liðsfélaga.“ „Það eruð þið, konurnar, sem eruð mataðar af verstu lygunum. Sumar ykkar gætu átt farsælan feril en ég þykist vita það að meirihluti ykkar séu spenntastar fyrir hjónabandinu og börnunum sem þið munuð fæða í heiminn,“ sagði Butker einnig. Þessi ummæli vöktu hvað mesta athygli enda er móðir hans, Elizabeth Keller Butker, virtur eðlisfræðingur við Emory-háskólann. Harrison’s mother is Elizabeth Keller Butker, an accomplished academic who holds a degree in Chemistry from Smith College as well as a Master’s degree in Medical Physics https://t.co/eKdhxAds1X— Lisa Guerrero 💃🏽 (@4lisaguerrero) May 15, 2024 Kelce hefur tjáð sig um ummælin líkt og Patrick Mahomes, leikstjórnandi liðsins. Þeir hafa báðir sagt að Butker sé góður liðsfélagi og öll þeirra kynni af honum séu að hann sé góð manneskja. Hvorugur sagðist hins vegar vera sammála ummælum hans á neinn hátt. Það sama á við um NFL-deildina sem hefur opinberlega gefið út að hún deili ekki skoðunum leikmannsins. Chiefs TE Travis Kelce defends Harrison Butker but doesn’t agree with his statements.(via @newheightshow)pic.twitter.com/bGGwWdsAoY— Dov Kleiman (@NFL_DovKleiman) May 24, 2024 Nú loks hefur Butker tjáð sig um málið. Hann segir að hann hafi tekið ákvörðun um að halda ræðuna og segja það sem hann sagði. Hann bjóst ekki við því að fá jafn mörg hatursfull skilaboð og raun bar vitni en hann segir að flestir hafi hins vegar borið virðingu fyrir skoðanafrelsi hans. Þó það virðist sem allir liðsfélagar hans sem og þjálfarinn Andy Reid séu ósammála þá er ekkert sem bendir til þess að Chiefs láti Butker fara. From @TheAthletic:In his first public comments since his commencement speech, Harrison Butker says he has no regrets about what he said.“It’s a decision I’ve consciously made and one I do not regret at all.” https://t.co/8PJwpLgyCw— The New York Times (@nytimes) May 26, 2024 Að því sögðu verður fróðlegt að sjá hvernig honum verður tekið á komandi leiktíð en ljóst er að ummælin fóru öfugt ofan í marga og má reikna með að það verði enn meiri læti en vanalega þegar hann stígur upp til að sparka boltanum á milli marksúlnanna. NFL Tengdar fréttir Skaut á Taylor Swift og sagði konum að halda sig í eldhúsinu Harrison Butker, sparkari í liði Kansas City Chiefs í NFL-deildinni, sætir mikilli gagnrýni eftir ræðu sem hann hélt við útskrift nemenda út háskóla í Kansas-fylki á dögunum. Þar lét hann gamminn geysa allhressilega um hlutverk kynjanna, meðal annars. 15. maí 2024 10:30 NFL tekur ekki undir umdeild ummæli Butker NFL-deildin hefur gefið út að hún deili ekki skoðunum Harrison Butker, sparkara meistaraliðs Kansas City Chiefs, 17. maí 2024 07:01 Mahomes ekki sammála Butker en segir hann góða manneskju Patrick Mahomes, leikstjórnandi meistaraliðs Kansas City Chiefs, hefur tjáð sig um ummælin sem Harrison Butker, sparkari liðsins, lét falla á dögunum. 23. maí 2024 08:00 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Sjá meira
Eins og Vísir hefur greint frá þá hélt Butker ræðu við útskriftaathöfn Benedictine-háskóla í Atchison í Kansas. Eftir umdeild ummæli um fóstureyðingar, Covid-faraldurinn og Joe Biden, Bandaríkjaforseta, meðal annars, sneri Butker sér að konunum í salnum. Hann byrjaði á því að skjóta á söngkonuna Taylor Swift, kærustu Travis Kelce, er hann vitnaði í textabút hennar og kallaði hana „kærustu liðsfélaga.“ „Það eruð þið, konurnar, sem eruð mataðar af verstu lygunum. Sumar ykkar gætu átt farsælan feril en ég þykist vita það að meirihluti ykkar séu spenntastar fyrir hjónabandinu og börnunum sem þið munuð fæða í heiminn,“ sagði Butker einnig. Þessi ummæli vöktu hvað mesta athygli enda er móðir hans, Elizabeth Keller Butker, virtur eðlisfræðingur við Emory-háskólann. Harrison’s mother is Elizabeth Keller Butker, an accomplished academic who holds a degree in Chemistry from Smith College as well as a Master’s degree in Medical Physics https://t.co/eKdhxAds1X— Lisa Guerrero 💃🏽 (@4lisaguerrero) May 15, 2024 Kelce hefur tjáð sig um ummælin líkt og Patrick Mahomes, leikstjórnandi liðsins. Þeir hafa báðir sagt að Butker sé góður liðsfélagi og öll þeirra kynni af honum séu að hann sé góð manneskja. Hvorugur sagðist hins vegar vera sammála ummælum hans á neinn hátt. Það sama á við um NFL-deildina sem hefur opinberlega gefið út að hún deili ekki skoðunum leikmannsins. Chiefs TE Travis Kelce defends Harrison Butker but doesn’t agree with his statements.(via @newheightshow)pic.twitter.com/bGGwWdsAoY— Dov Kleiman (@NFL_DovKleiman) May 24, 2024 Nú loks hefur Butker tjáð sig um málið. Hann segir að hann hafi tekið ákvörðun um að halda ræðuna og segja það sem hann sagði. Hann bjóst ekki við því að fá jafn mörg hatursfull skilaboð og raun bar vitni en hann segir að flestir hafi hins vegar borið virðingu fyrir skoðanafrelsi hans. Þó það virðist sem allir liðsfélagar hans sem og þjálfarinn Andy Reid séu ósammála þá er ekkert sem bendir til þess að Chiefs láti Butker fara. From @TheAthletic:In his first public comments since his commencement speech, Harrison Butker says he has no regrets about what he said.“It’s a decision I’ve consciously made and one I do not regret at all.” https://t.co/8PJwpLgyCw— The New York Times (@nytimes) May 26, 2024 Að því sögðu verður fróðlegt að sjá hvernig honum verður tekið á komandi leiktíð en ljóst er að ummælin fóru öfugt ofan í marga og má reikna með að það verði enn meiri læti en vanalega þegar hann stígur upp til að sparka boltanum á milli marksúlnanna.
NFL Tengdar fréttir Skaut á Taylor Swift og sagði konum að halda sig í eldhúsinu Harrison Butker, sparkari í liði Kansas City Chiefs í NFL-deildinni, sætir mikilli gagnrýni eftir ræðu sem hann hélt við útskrift nemenda út háskóla í Kansas-fylki á dögunum. Þar lét hann gamminn geysa allhressilega um hlutverk kynjanna, meðal annars. 15. maí 2024 10:30 NFL tekur ekki undir umdeild ummæli Butker NFL-deildin hefur gefið út að hún deili ekki skoðunum Harrison Butker, sparkara meistaraliðs Kansas City Chiefs, 17. maí 2024 07:01 Mahomes ekki sammála Butker en segir hann góða manneskju Patrick Mahomes, leikstjórnandi meistaraliðs Kansas City Chiefs, hefur tjáð sig um ummælin sem Harrison Butker, sparkari liðsins, lét falla á dögunum. 23. maí 2024 08:00 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Sjá meira
Skaut á Taylor Swift og sagði konum að halda sig í eldhúsinu Harrison Butker, sparkari í liði Kansas City Chiefs í NFL-deildinni, sætir mikilli gagnrýni eftir ræðu sem hann hélt við útskrift nemenda út háskóla í Kansas-fylki á dögunum. Þar lét hann gamminn geysa allhressilega um hlutverk kynjanna, meðal annars. 15. maí 2024 10:30
NFL tekur ekki undir umdeild ummæli Butker NFL-deildin hefur gefið út að hún deili ekki skoðunum Harrison Butker, sparkara meistaraliðs Kansas City Chiefs, 17. maí 2024 07:01
Mahomes ekki sammála Butker en segir hann góða manneskju Patrick Mahomes, leikstjórnandi meistaraliðs Kansas City Chiefs, hefur tjáð sig um ummælin sem Harrison Butker, sparkari liðsins, lét falla á dögunum. 23. maí 2024 08:00