Rígur framtíðar eða valdaskipti: „Við munum snúa aftur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. maí 2024 23:30 Irene Paredes og Lucy Bronze með Lindsey Horan samlokaða á milli sín í úrslitaleiknum. EPA-EFE/LUIS TEJIDO Á laugardag vann Barcelona 2-0 sigur á Lyon í úrslitaleik Meistaradeildar kvenna í fótbolta. Barcelona hefur nú unnið Meistaradeildina tvö ár í röð, keppni sem Lyon einokaði lengi vel. Lyon var lengi vel langbesta lið Evrópu og jafnvel heims. Liðið vann keppnina fimm ár í röð en eftir að fyrirkomulagi hennar var breytt – úr eingöngu útsláttarkeppni yfir í riðlakeppni og útsláttarkeppni – hefur Barcelona stigið upp sem besta lið Evrópu, og heims. Barcelona hefur farið í úrslit undnafarin fjögur ár og orðið meistari þrívegis. Á sama tíma hefur liðið verið óstöðvandi heima fyrir sem og leikmenn þess hafa unnið síðustu þrjá Gullbolta (Ballon d´Or Féminin). Það er ef til vill lýsandi að Aitana Bonmatí - besta knattspyrnukona heims árið 2023 - hafi skorað fyrra mark Barcelona í úrslitunum, og Alexia Putellas – besta knattspyrnukona heims 2021 og 2022 – hafi komið af bekknum og skorað síðara markið. Þrátt fyrir þessa miklu yfirburði þá vann Lyon 3-1 sigur á Börsungum þegar liðin mættust í úrslitum vorið 2022 líkt. Sama var upp á teningnum þegar þau mættust vorið 2019. Raunar hafði Lyon aldrei tapað fyrir Barcelona, það er fyrr en á laugardaginn. Þá þurfti að fara áratug aftur í tímann til að finna síðasta tap liðsins í úrslitum Meistaradeildarinnar. Þrátt fyrir að bæði Lyon og Barcelona hafa séð betri daga fjárhagslega þá virðist hafa hallað undir fæti hjá kvennaliði Lyon á meðan kvennalið Barcelona er svo gott sem ósigrandi. Hin bandaríska Lindsey Horan sagði í viðtali að hún hefði engar áhyggjur af Lyon og vitnaði í Tortímandann þegar hún sagði „við munum snúa aftur“ (e. We will be back). Barcelona won their third #UWCL in four years & beat Lyon for the first time ever. But with new investment, the French side insist they'll come back stronger.@charlotteharpur on a shifting of power & how the women's game needs more than one huge rivalryhttps://t.co/4JOziIJ778— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) May 26, 2024 Það verður áhugavert að sjá hvað gerist á næstu árum hjá þessum risa kvennaboltans en Jonatan Giráldez Costas, þjálfari Barcelona, mun færa sig til Washington Spirit í Bandaríkjunum í sumar. Þá er Sonia Bompastor, þjálfari Lyon, á leið til Chelsea og hver veit – mögulega mun hún gera Chelsea að því Evrópuafli sem liðinu dreymir um eftir að einoka enska meistaratitilinn til fjölda ára. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Barcelona Evrópumeistari Barcelona er Evrópumeistari kvenna í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Lyon í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Mörkin má sjá í fréttinni. 25. maí 2024 18:15 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sjá meira
Lyon var lengi vel langbesta lið Evrópu og jafnvel heims. Liðið vann keppnina fimm ár í röð en eftir að fyrirkomulagi hennar var breytt – úr eingöngu útsláttarkeppni yfir í riðlakeppni og útsláttarkeppni – hefur Barcelona stigið upp sem besta lið Evrópu, og heims. Barcelona hefur farið í úrslit undnafarin fjögur ár og orðið meistari þrívegis. Á sama tíma hefur liðið verið óstöðvandi heima fyrir sem og leikmenn þess hafa unnið síðustu þrjá Gullbolta (Ballon d´Or Féminin). Það er ef til vill lýsandi að Aitana Bonmatí - besta knattspyrnukona heims árið 2023 - hafi skorað fyrra mark Barcelona í úrslitunum, og Alexia Putellas – besta knattspyrnukona heims 2021 og 2022 – hafi komið af bekknum og skorað síðara markið. Þrátt fyrir þessa miklu yfirburði þá vann Lyon 3-1 sigur á Börsungum þegar liðin mættust í úrslitum vorið 2022 líkt. Sama var upp á teningnum þegar þau mættust vorið 2019. Raunar hafði Lyon aldrei tapað fyrir Barcelona, það er fyrr en á laugardaginn. Þá þurfti að fara áratug aftur í tímann til að finna síðasta tap liðsins í úrslitum Meistaradeildarinnar. Þrátt fyrir að bæði Lyon og Barcelona hafa séð betri daga fjárhagslega þá virðist hafa hallað undir fæti hjá kvennaliði Lyon á meðan kvennalið Barcelona er svo gott sem ósigrandi. Hin bandaríska Lindsey Horan sagði í viðtali að hún hefði engar áhyggjur af Lyon og vitnaði í Tortímandann þegar hún sagði „við munum snúa aftur“ (e. We will be back). Barcelona won their third #UWCL in four years & beat Lyon for the first time ever. But with new investment, the French side insist they'll come back stronger.@charlotteharpur on a shifting of power & how the women's game needs more than one huge rivalryhttps://t.co/4JOziIJ778— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) May 26, 2024 Það verður áhugavert að sjá hvað gerist á næstu árum hjá þessum risa kvennaboltans en Jonatan Giráldez Costas, þjálfari Barcelona, mun færa sig til Washington Spirit í Bandaríkjunum í sumar. Þá er Sonia Bompastor, þjálfari Lyon, á leið til Chelsea og hver veit – mögulega mun hún gera Chelsea að því Evrópuafli sem liðinu dreymir um eftir að einoka enska meistaratitilinn til fjölda ára.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Barcelona Evrópumeistari Barcelona er Evrópumeistari kvenna í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Lyon í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Mörkin má sjá í fréttinni. 25. maí 2024 18:15 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sjá meira
Barcelona Evrópumeistari Barcelona er Evrópumeistari kvenna í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Lyon í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Mörkin má sjá í fréttinni. 25. maí 2024 18:15