Bíða eftir pizzu og potti eftir milljón króna göngu Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 27. maí 2024 21:25 Strákarnir ferðbúnir í morgunsárið. Aðsend Sex drengir eru í þann mund að klára 111 kílómetra göngu. Um er að ræða lokaverkefni þeirra í tíunda bekk Réttarholtsskóla, en tilgangurinn með göngunni er að styrkja börn á Gaza. Þeir hafa safnað um milljón króna til styrktar málefninu. Benjamín, Erik, Felix, Markús, Stefán og Óðinn byrjuðu að ganga á laugardag, en þá fóru þeir 41 kílómeter frá Réttarholtsskóla, yfir Hellisheiði, til Hveragerðis. Á sunnudaginn gengu þeir 29 kílómetra frá Hveragerði til Hagavíkur við Þingvallavatn. Og í dag fóru þeir 41 kílómetra frá Hagavík um Nesjavallaleið aftur í Réttarholtsskóla. Þegar fréttastofa náði tali af þeim í Kvöldfréttum Stöðvar 2 sögðust þeir ekki vera orðnir neitt sérstaklega þreyttir. „Augljóslega er okkur smá illt í fótunum, en við erum ekkert rosa þreyttir,“ sagði einn drengjanna. „Þetta hefur gengið frekar vel, en fyrsta daginn var frekar slæmt veður, rigning og eitthvað, en síðan hefur veðrið verið miklu betra.“ Hvernig hafið þið til dæmis verið að borða? „Við höfum verið að borða aðallega Snickers og Oatking, en síðan náttúrulega hádegismat. Pabbi hans Stefáns er búinn að vera duglegur að elda fyrir okkur. Við fengum kvöldmat í bústað og í einhverju húsi. Það er búið að ganga mjög vel með mat.“ Þeim segist hafa gengið vel að sofa, en verið þreyttir þegar þeir lögðu af stað. „Annars hefur okkur gengið mjög vel að vera hressir.“ Þið eruð alltaf jafn góðir vinir? „Já, auðvitað. Því meiri tíma sem við verjum saman því sterkara verður samband okkar.“ Þeir segjast spenntir að klára gönguna og komast aftur heim. „Við erum með heitan pott og pizzu að bíða eftir okkur.“ Grunnskólar Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ganga 111 kílómetra til styrktar börnum í Gasa Sex drengir, þeir Benjamín, Erik, Felix, Markús, Stefán og Óðinn lögðu af stað snemma í morgun í 111 kílómetra gönguferð til styrktar börnum á stríðshrjáðu Gasasvæðinu. Gangan mun taka þrjá daga. 25. maí 2024 11:51 Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira
Benjamín, Erik, Felix, Markús, Stefán og Óðinn byrjuðu að ganga á laugardag, en þá fóru þeir 41 kílómeter frá Réttarholtsskóla, yfir Hellisheiði, til Hveragerðis. Á sunnudaginn gengu þeir 29 kílómetra frá Hveragerði til Hagavíkur við Þingvallavatn. Og í dag fóru þeir 41 kílómetra frá Hagavík um Nesjavallaleið aftur í Réttarholtsskóla. Þegar fréttastofa náði tali af þeim í Kvöldfréttum Stöðvar 2 sögðust þeir ekki vera orðnir neitt sérstaklega þreyttir. „Augljóslega er okkur smá illt í fótunum, en við erum ekkert rosa þreyttir,“ sagði einn drengjanna. „Þetta hefur gengið frekar vel, en fyrsta daginn var frekar slæmt veður, rigning og eitthvað, en síðan hefur veðrið verið miklu betra.“ Hvernig hafið þið til dæmis verið að borða? „Við höfum verið að borða aðallega Snickers og Oatking, en síðan náttúrulega hádegismat. Pabbi hans Stefáns er búinn að vera duglegur að elda fyrir okkur. Við fengum kvöldmat í bústað og í einhverju húsi. Það er búið að ganga mjög vel með mat.“ Þeim segist hafa gengið vel að sofa, en verið þreyttir þegar þeir lögðu af stað. „Annars hefur okkur gengið mjög vel að vera hressir.“ Þið eruð alltaf jafn góðir vinir? „Já, auðvitað. Því meiri tíma sem við verjum saman því sterkara verður samband okkar.“ Þeir segjast spenntir að klára gönguna og komast aftur heim. „Við erum með heitan pott og pizzu að bíða eftir okkur.“
Grunnskólar Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ganga 111 kílómetra til styrktar börnum í Gasa Sex drengir, þeir Benjamín, Erik, Felix, Markús, Stefán og Óðinn lögðu af stað snemma í morgun í 111 kílómetra gönguferð til styrktar börnum á stríðshrjáðu Gasasvæðinu. Gangan mun taka þrjá daga. 25. maí 2024 11:51 Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira
Ganga 111 kílómetra til styrktar börnum í Gasa Sex drengir, þeir Benjamín, Erik, Felix, Markús, Stefán og Óðinn lögðu af stað snemma í morgun í 111 kílómetra gönguferð til styrktar börnum á stríðshrjáðu Gasasvæðinu. Gangan mun taka þrjá daga. 25. maí 2024 11:51