Úlfarnir foruðust sópinn og Kyrie mistókst í fyrsta sinn að klára Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2024 07:21 Anthony Edwards skorar eina af körfum sínum með tilþrifum en leikmenn Dallas Mavericks ná ekki að stoppa hann þrátt fyrir góða tilraun. AP/Julio Cortez Minnesota Timberwolves er á lífi í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta eftir sigur á Dallas Mavericks í úrslitum Vesturdeildarinnar í nótt. Dallas menn voru með sópinn á lofti gátu tryggt sér sæti í lokaúrslitunum á móti Boston Celtics. Nú þurfa þeir að fara aftur til Minnesota fyrir leik fimm á fimmtudaginn. Minnesota vann leikinn 105-100 og munaði þar miklu um mun betri leik hjá Karl-Anthony Towns en í fyrri leikjum einvígisins. Ant and KAT lead the way on the road to force a Game 5 back in Minnesota! 🐺🐺Edwards: 29 PTS, 10 REB, 9 ASTTowns: 25 PTS (9-13 FGM), 5 REB, 4 3PM Game 5 tips Thursday at 8:30pm/et on TNT 🍿 pic.twitter.com/1Akarqib5l— NBA (@NBA) May 29, 2024 Towns skoraði 20 af 25 stigum sínum í seinni hálfleik. Hann hitti aðeins úr tuttugu prósent skota sinna í fyrstu þremur leikjunum en nýtti 9 af 13 skotum sínum í nótt þar af 4 af 4 fyrir utan þriggja stiga línuna. „Ég hugsaði bara um að mæta agressífur til leiks. Þetta var ekki tími til að efast um sjálfan sig. Leikur fjögur, 3-0 undir. Burtu með allar efasemdir,“ sagði Towns. Anthony Edwards var líka mjög góður og aðeins einni stoðsendingu frá þrennunni með 29 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar. Luka Doncic var vissulega með þrennu, 28 stig, 15 fráköst og 10 stoðsendingar en hvorki hann né Kyrie Irving hittu vel. Saman settu þeir aðeins 13 af 39 skotum sínum í körfuna. Irving klúðraði líka fullkomnu sigurhlutfalli sínu við þessar aðstæður. Hann hafði fyrir leikinn unnið alla fjórtán leikina þar sem hann gat tryggt sér sigur í einvígi. Nú er hann 14-1. „Þessi leikur skrifast á mig. Ég kom ekki með nógu mikla orku. Þeir náðu að vinna einn leik. Nú þurfum við bara að einbeita okkur að þeim næsta,“ sagði Doncic sem hitti aðeins úr 7 af 21 skoti í leiknum en náði sinni sjöttu þrennu í þessari úrslitakeppni. "He played exceptionally well... he came through big time, he's the reason we won tonight"Ant with high praise for KAT, who dropped 25 and hit big shots in the 4th 🙌 pic.twitter.com/WFekojw7FB— NBA (@NBA) May 29, 2024 NBA Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri Sjá meira
Dallas menn voru með sópinn á lofti gátu tryggt sér sæti í lokaúrslitunum á móti Boston Celtics. Nú þurfa þeir að fara aftur til Minnesota fyrir leik fimm á fimmtudaginn. Minnesota vann leikinn 105-100 og munaði þar miklu um mun betri leik hjá Karl-Anthony Towns en í fyrri leikjum einvígisins. Ant and KAT lead the way on the road to force a Game 5 back in Minnesota! 🐺🐺Edwards: 29 PTS, 10 REB, 9 ASTTowns: 25 PTS (9-13 FGM), 5 REB, 4 3PM Game 5 tips Thursday at 8:30pm/et on TNT 🍿 pic.twitter.com/1Akarqib5l— NBA (@NBA) May 29, 2024 Towns skoraði 20 af 25 stigum sínum í seinni hálfleik. Hann hitti aðeins úr tuttugu prósent skota sinna í fyrstu þremur leikjunum en nýtti 9 af 13 skotum sínum í nótt þar af 4 af 4 fyrir utan þriggja stiga línuna. „Ég hugsaði bara um að mæta agressífur til leiks. Þetta var ekki tími til að efast um sjálfan sig. Leikur fjögur, 3-0 undir. Burtu með allar efasemdir,“ sagði Towns. Anthony Edwards var líka mjög góður og aðeins einni stoðsendingu frá þrennunni með 29 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar. Luka Doncic var vissulega með þrennu, 28 stig, 15 fráköst og 10 stoðsendingar en hvorki hann né Kyrie Irving hittu vel. Saman settu þeir aðeins 13 af 39 skotum sínum í körfuna. Irving klúðraði líka fullkomnu sigurhlutfalli sínu við þessar aðstæður. Hann hafði fyrir leikinn unnið alla fjórtán leikina þar sem hann gat tryggt sér sigur í einvígi. Nú er hann 14-1. „Þessi leikur skrifast á mig. Ég kom ekki með nógu mikla orku. Þeir náðu að vinna einn leik. Nú þurfum við bara að einbeita okkur að þeim næsta,“ sagði Doncic sem hitti aðeins úr 7 af 21 skoti í leiknum en náði sinni sjöttu þrennu í þessari úrslitakeppni. "He played exceptionally well... he came through big time, he's the reason we won tonight"Ant with high praise for KAT, who dropped 25 and hit big shots in the 4th 🙌 pic.twitter.com/WFekojw7FB— NBA (@NBA) May 29, 2024
NBA Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri Sjá meira