Gefa Úkraínumönnum eftirlitsflugvélar Samúel Karl Ólason skrifar 29. maí 2024 09:36 Varnarmálaráðherra Svíþjóðar birti þessa mynd af eftirlitsflugvél en Svíar eru að gefa Úkraínumönnum tvær slíkar. Ríkisstjórn Svíþjóðar hefur ákveðið að senda umfangsmikinn hergagnapakka til til Úkraínu. Í honum eru fjölmargir bryndrekar, skriðdrekar, Starlink-kerfi, skotfæri fyrir stórskotalið og loftvarnarkerfi og tvær eftirlitsflugvélar, sem veita eiga Úkraínumönnum mun betri getu til að fylgjast með háloftunum yfir víglínunni, svo eitthvað sé nefnt. Þá ætla Svíar að aðstoða Úkraínumenn við að betrumbæta þeirra eigin hergagnaþróun. Þetta er stærsta hergagnasending Svíþjóðar til Úkraínu hingað til. Verðmæti hennar er, samkvæmt varnarmálaráðuneyti Svíþjóðar, um 13,3 milljarðar sænskra króna, sem samsvarar rúmum 170 milljörðum króna. ASC 890 will provide 🇺🇦 with a new capability against both airborne and maritime targets. 🇺🇦 capability to identify targets at long range will be strengthened. They will act as a force multiplier with the introduction of F-16. AMRAAMs will also be donated. (2/6)— Pål Jonson (@PlJonson) May 29, 2024 Ráðamenn í Svíþjóð hafa einnig ítrekað að ekki stendur til að senda Úkraínumönnum JAS 39 Gripen herþotur, að svo stöddu. Úkraínumenn hafa lengi beðið Svía um slíkar þotur en þær eru hannaðar og framleiddar í Svíþjóð og alfarið með átök við Rússa í huga. Jonson sagði að enn kæmi til greina að senda Úkraínumönnum þotur seinna meir en nú væri einblínt á F-16 þoturnar. Gripen herþotu flogið í Svíþjóð.AP/Anders Wiklund Eftirlitsflugvélarnar sem Svíar ætla að senda til Úkraínu kallast ASC 890 og eru þær einnig framleiddar í Svíþjóð. Þær eru búnar ratsjám og öðrum eftirlitsbúnaði og er þeim ætlað að styrkja loftvarnir Úkraínumanna til muna. Hægt er að nota þær í samfloti með F-16 orrustuþotum en yfirvöld í Belgíu tilkynntu í gær að þaðan yrðu þrjátíu F-16 orrustuþotur sendar til Úkraínu og eiga þær fyrstu að berast þangað á þessu ári. Danir og Hollendingar hafa einnig heitið því að senda Úkraínumönnum slíkar herþotur sem gætu borist í sumar. Einnig var tilkynnt í morgun að Svíar ætluðu að senda alla sína bryndreka af gerðinni Pbv 302 til Úkraínu. Það er eldri bryndrekar sem fyrst voru teknir í notkun í Svíþjóð árið 1966. Þessa bryndreka á að senda til nýrra herdeilda sem Úkraínumenn eru að mynda. Bryndrekar eru gífurlega mikilvægir í Úkraínu vegna mikillar notkunar stórskotaliðsvopna á víglínunni. Þeir eru meðal annars nauðsynlegir við að flytja menn í og úr orrustu og sækja særða hermenn. Svíþjóð Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Pólverjar víggirða landamærin í austri Ráðamenn í Póllandi tilkynntu í gær ætlanir um umfangsmikla varnarvirkjagerð á landamærum Póllands við Rússland og Belarús. Einnig stendur til að auka fjárfestingar í stafrænum vörnum, drónaeftirliti og annarskonar varnarmálum. 28. maí 2024 10:44 Segja Frakka ætla að senda hermenn til Úkraínu Ráðamenn í Frakklandi ætla að senda hermenn til Úkraínu. Þetta sagði yfirmaður herafla Úkraínu í dag og eiga frönsku hermennirnir að aðstoða við að þjálfa úkraínska hermenn. Líklega verða þeir staðsettir í vesturhluta landsins, fjarri víglínunni. 27. maí 2024 16:08 Tólf látin og tugir særð eftir árás á byggingavöruverslun Í það minnsta tólf eru látin eftir loftárás Rússa á byggingavöruverslun í Karkív í gær. Tugir eru auk þess særðir. Saksóknari í Úkraínu sagði í morgun að fjöldi látinna myndi líklega hækka en tvær árásir voru gerðar á borgina í gær. 26. maí 2024 07:50 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Þá ætla Svíar að aðstoða Úkraínumenn við að betrumbæta þeirra eigin hergagnaþróun. Þetta er stærsta hergagnasending Svíþjóðar til Úkraínu hingað til. Verðmæti hennar er, samkvæmt varnarmálaráðuneyti Svíþjóðar, um 13,3 milljarðar sænskra króna, sem samsvarar rúmum 170 milljörðum króna. ASC 890 will provide 🇺🇦 with a new capability against both airborne and maritime targets. 🇺🇦 capability to identify targets at long range will be strengthened. They will act as a force multiplier with the introduction of F-16. AMRAAMs will also be donated. (2/6)— Pål Jonson (@PlJonson) May 29, 2024 Ráðamenn í Svíþjóð hafa einnig ítrekað að ekki stendur til að senda Úkraínumönnum JAS 39 Gripen herþotur, að svo stöddu. Úkraínumenn hafa lengi beðið Svía um slíkar þotur en þær eru hannaðar og framleiddar í Svíþjóð og alfarið með átök við Rússa í huga. Jonson sagði að enn kæmi til greina að senda Úkraínumönnum þotur seinna meir en nú væri einblínt á F-16 þoturnar. Gripen herþotu flogið í Svíþjóð.AP/Anders Wiklund Eftirlitsflugvélarnar sem Svíar ætla að senda til Úkraínu kallast ASC 890 og eru þær einnig framleiddar í Svíþjóð. Þær eru búnar ratsjám og öðrum eftirlitsbúnaði og er þeim ætlað að styrkja loftvarnir Úkraínumanna til muna. Hægt er að nota þær í samfloti með F-16 orrustuþotum en yfirvöld í Belgíu tilkynntu í gær að þaðan yrðu þrjátíu F-16 orrustuþotur sendar til Úkraínu og eiga þær fyrstu að berast þangað á þessu ári. Danir og Hollendingar hafa einnig heitið því að senda Úkraínumönnum slíkar herþotur sem gætu borist í sumar. Einnig var tilkynnt í morgun að Svíar ætluðu að senda alla sína bryndreka af gerðinni Pbv 302 til Úkraínu. Það er eldri bryndrekar sem fyrst voru teknir í notkun í Svíþjóð árið 1966. Þessa bryndreka á að senda til nýrra herdeilda sem Úkraínumenn eru að mynda. Bryndrekar eru gífurlega mikilvægir í Úkraínu vegna mikillar notkunar stórskotaliðsvopna á víglínunni. Þeir eru meðal annars nauðsynlegir við að flytja menn í og úr orrustu og sækja særða hermenn.
Svíþjóð Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Pólverjar víggirða landamærin í austri Ráðamenn í Póllandi tilkynntu í gær ætlanir um umfangsmikla varnarvirkjagerð á landamærum Póllands við Rússland og Belarús. Einnig stendur til að auka fjárfestingar í stafrænum vörnum, drónaeftirliti og annarskonar varnarmálum. 28. maí 2024 10:44 Segja Frakka ætla að senda hermenn til Úkraínu Ráðamenn í Frakklandi ætla að senda hermenn til Úkraínu. Þetta sagði yfirmaður herafla Úkraínu í dag og eiga frönsku hermennirnir að aðstoða við að þjálfa úkraínska hermenn. Líklega verða þeir staðsettir í vesturhluta landsins, fjarri víglínunni. 27. maí 2024 16:08 Tólf látin og tugir særð eftir árás á byggingavöruverslun Í það minnsta tólf eru látin eftir loftárás Rússa á byggingavöruverslun í Karkív í gær. Tugir eru auk þess særðir. Saksóknari í Úkraínu sagði í morgun að fjöldi látinna myndi líklega hækka en tvær árásir voru gerðar á borgina í gær. 26. maí 2024 07:50 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Pólverjar víggirða landamærin í austri Ráðamenn í Póllandi tilkynntu í gær ætlanir um umfangsmikla varnarvirkjagerð á landamærum Póllands við Rússland og Belarús. Einnig stendur til að auka fjárfestingar í stafrænum vörnum, drónaeftirliti og annarskonar varnarmálum. 28. maí 2024 10:44
Segja Frakka ætla að senda hermenn til Úkraínu Ráðamenn í Frakklandi ætla að senda hermenn til Úkraínu. Þetta sagði yfirmaður herafla Úkraínu í dag og eiga frönsku hermennirnir að aðstoða við að þjálfa úkraínska hermenn. Líklega verða þeir staðsettir í vesturhluta landsins, fjarri víglínunni. 27. maí 2024 16:08
Tólf látin og tugir særð eftir árás á byggingavöruverslun Í það minnsta tólf eru látin eftir loftárás Rússa á byggingavöruverslun í Karkív í gær. Tugir eru auk þess særðir. Saksóknari í Úkraínu sagði í morgun að fjöldi látinna myndi líklega hækka en tvær árásir voru gerðar á borgina í gær. 26. maí 2024 07:50