Gefa Úkraínumönnum eftirlitsflugvélar Samúel Karl Ólason skrifar 29. maí 2024 09:36 Varnarmálaráðherra Svíþjóðar birti þessa mynd af eftirlitsflugvél en Svíar eru að gefa Úkraínumönnum tvær slíkar. Ríkisstjórn Svíþjóðar hefur ákveðið að senda umfangsmikinn hergagnapakka til til Úkraínu. Í honum eru fjölmargir bryndrekar, skriðdrekar, Starlink-kerfi, skotfæri fyrir stórskotalið og loftvarnarkerfi og tvær eftirlitsflugvélar, sem veita eiga Úkraínumönnum mun betri getu til að fylgjast með háloftunum yfir víglínunni, svo eitthvað sé nefnt. Þá ætla Svíar að aðstoða Úkraínumenn við að betrumbæta þeirra eigin hergagnaþróun. Þetta er stærsta hergagnasending Svíþjóðar til Úkraínu hingað til. Verðmæti hennar er, samkvæmt varnarmálaráðuneyti Svíþjóðar, um 13,3 milljarðar sænskra króna, sem samsvarar rúmum 170 milljörðum króna. ASC 890 will provide 🇺🇦 with a new capability against both airborne and maritime targets. 🇺🇦 capability to identify targets at long range will be strengthened. They will act as a force multiplier with the introduction of F-16. AMRAAMs will also be donated. (2/6)— Pål Jonson (@PlJonson) May 29, 2024 Ráðamenn í Svíþjóð hafa einnig ítrekað að ekki stendur til að senda Úkraínumönnum JAS 39 Gripen herþotur, að svo stöddu. Úkraínumenn hafa lengi beðið Svía um slíkar þotur en þær eru hannaðar og framleiddar í Svíþjóð og alfarið með átök við Rússa í huga. Jonson sagði að enn kæmi til greina að senda Úkraínumönnum þotur seinna meir en nú væri einblínt á F-16 þoturnar. Gripen herþotu flogið í Svíþjóð.AP/Anders Wiklund Eftirlitsflugvélarnar sem Svíar ætla að senda til Úkraínu kallast ASC 890 og eru þær einnig framleiddar í Svíþjóð. Þær eru búnar ratsjám og öðrum eftirlitsbúnaði og er þeim ætlað að styrkja loftvarnir Úkraínumanna til muna. Hægt er að nota þær í samfloti með F-16 orrustuþotum en yfirvöld í Belgíu tilkynntu í gær að þaðan yrðu þrjátíu F-16 orrustuþotur sendar til Úkraínu og eiga þær fyrstu að berast þangað á þessu ári. Danir og Hollendingar hafa einnig heitið því að senda Úkraínumönnum slíkar herþotur sem gætu borist í sumar. Einnig var tilkynnt í morgun að Svíar ætluðu að senda alla sína bryndreka af gerðinni Pbv 302 til Úkraínu. Það er eldri bryndrekar sem fyrst voru teknir í notkun í Svíþjóð árið 1966. Þessa bryndreka á að senda til nýrra herdeilda sem Úkraínumenn eru að mynda. Bryndrekar eru gífurlega mikilvægir í Úkraínu vegna mikillar notkunar stórskotaliðsvopna á víglínunni. Þeir eru meðal annars nauðsynlegir við að flytja menn í og úr orrustu og sækja særða hermenn. Svíþjóð Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Pólverjar víggirða landamærin í austri Ráðamenn í Póllandi tilkynntu í gær ætlanir um umfangsmikla varnarvirkjagerð á landamærum Póllands við Rússland og Belarús. Einnig stendur til að auka fjárfestingar í stafrænum vörnum, drónaeftirliti og annarskonar varnarmálum. 28. maí 2024 10:44 Segja Frakka ætla að senda hermenn til Úkraínu Ráðamenn í Frakklandi ætla að senda hermenn til Úkraínu. Þetta sagði yfirmaður herafla Úkraínu í dag og eiga frönsku hermennirnir að aðstoða við að þjálfa úkraínska hermenn. Líklega verða þeir staðsettir í vesturhluta landsins, fjarri víglínunni. 27. maí 2024 16:08 Tólf látin og tugir særð eftir árás á byggingavöruverslun Í það minnsta tólf eru látin eftir loftárás Rússa á byggingavöruverslun í Karkív í gær. Tugir eru auk þess særðir. Saksóknari í Úkraínu sagði í morgun að fjöldi látinna myndi líklega hækka en tvær árásir voru gerðar á borgina í gær. 26. maí 2024 07:50 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Þá ætla Svíar að aðstoða Úkraínumenn við að betrumbæta þeirra eigin hergagnaþróun. Þetta er stærsta hergagnasending Svíþjóðar til Úkraínu hingað til. Verðmæti hennar er, samkvæmt varnarmálaráðuneyti Svíþjóðar, um 13,3 milljarðar sænskra króna, sem samsvarar rúmum 170 milljörðum króna. ASC 890 will provide 🇺🇦 with a new capability against both airborne and maritime targets. 🇺🇦 capability to identify targets at long range will be strengthened. They will act as a force multiplier with the introduction of F-16. AMRAAMs will also be donated. (2/6)— Pål Jonson (@PlJonson) May 29, 2024 Ráðamenn í Svíþjóð hafa einnig ítrekað að ekki stendur til að senda Úkraínumönnum JAS 39 Gripen herþotur, að svo stöddu. Úkraínumenn hafa lengi beðið Svía um slíkar þotur en þær eru hannaðar og framleiddar í Svíþjóð og alfarið með átök við Rússa í huga. Jonson sagði að enn kæmi til greina að senda Úkraínumönnum þotur seinna meir en nú væri einblínt á F-16 þoturnar. Gripen herþotu flogið í Svíþjóð.AP/Anders Wiklund Eftirlitsflugvélarnar sem Svíar ætla að senda til Úkraínu kallast ASC 890 og eru þær einnig framleiddar í Svíþjóð. Þær eru búnar ratsjám og öðrum eftirlitsbúnaði og er þeim ætlað að styrkja loftvarnir Úkraínumanna til muna. Hægt er að nota þær í samfloti með F-16 orrustuþotum en yfirvöld í Belgíu tilkynntu í gær að þaðan yrðu þrjátíu F-16 orrustuþotur sendar til Úkraínu og eiga þær fyrstu að berast þangað á þessu ári. Danir og Hollendingar hafa einnig heitið því að senda Úkraínumönnum slíkar herþotur sem gætu borist í sumar. Einnig var tilkynnt í morgun að Svíar ætluðu að senda alla sína bryndreka af gerðinni Pbv 302 til Úkraínu. Það er eldri bryndrekar sem fyrst voru teknir í notkun í Svíþjóð árið 1966. Þessa bryndreka á að senda til nýrra herdeilda sem Úkraínumenn eru að mynda. Bryndrekar eru gífurlega mikilvægir í Úkraínu vegna mikillar notkunar stórskotaliðsvopna á víglínunni. Þeir eru meðal annars nauðsynlegir við að flytja menn í og úr orrustu og sækja særða hermenn.
Svíþjóð Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Pólverjar víggirða landamærin í austri Ráðamenn í Póllandi tilkynntu í gær ætlanir um umfangsmikla varnarvirkjagerð á landamærum Póllands við Rússland og Belarús. Einnig stendur til að auka fjárfestingar í stafrænum vörnum, drónaeftirliti og annarskonar varnarmálum. 28. maí 2024 10:44 Segja Frakka ætla að senda hermenn til Úkraínu Ráðamenn í Frakklandi ætla að senda hermenn til Úkraínu. Þetta sagði yfirmaður herafla Úkraínu í dag og eiga frönsku hermennirnir að aðstoða við að þjálfa úkraínska hermenn. Líklega verða þeir staðsettir í vesturhluta landsins, fjarri víglínunni. 27. maí 2024 16:08 Tólf látin og tugir særð eftir árás á byggingavöruverslun Í það minnsta tólf eru látin eftir loftárás Rússa á byggingavöruverslun í Karkív í gær. Tugir eru auk þess særðir. Saksóknari í Úkraínu sagði í morgun að fjöldi látinna myndi líklega hækka en tvær árásir voru gerðar á borgina í gær. 26. maí 2024 07:50 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Pólverjar víggirða landamærin í austri Ráðamenn í Póllandi tilkynntu í gær ætlanir um umfangsmikla varnarvirkjagerð á landamærum Póllands við Rússland og Belarús. Einnig stendur til að auka fjárfestingar í stafrænum vörnum, drónaeftirliti og annarskonar varnarmálum. 28. maí 2024 10:44
Segja Frakka ætla að senda hermenn til Úkraínu Ráðamenn í Frakklandi ætla að senda hermenn til Úkraínu. Þetta sagði yfirmaður herafla Úkraínu í dag og eiga frönsku hermennirnir að aðstoða við að þjálfa úkraínska hermenn. Líklega verða þeir staðsettir í vesturhluta landsins, fjarri víglínunni. 27. maí 2024 16:08
Tólf látin og tugir særð eftir árás á byggingavöruverslun Í það minnsta tólf eru látin eftir loftárás Rússa á byggingavöruverslun í Karkív í gær. Tugir eru auk þess særðir. Saksóknari í Úkraínu sagði í morgun að fjöldi látinna myndi líklega hækka en tvær árásir voru gerðar á borgina í gær. 26. maí 2024 07:50