„Þetta hefur ekkert að gera með mína pólitísku hugsjón“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. maí 2024 21:01 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra. Vísir/Einar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra segist ekki vera viljandi að bíða fram yfir kosningar með að taka ákvörðun um leyfisveitingu til hvalveiða. Ákvörðun kunni að liggja fyrir í lok næstu viku, og muni ekki byggja á hennar pólitísku hugsjónum. Kallað var eftir umsögnum fjölda hagaðila og stofnanna fyrst í gær. Bjarkey segir að annir og ör ráðherraskipti í matvælaráðuneytinu séu meðal þess sem skýri það hve langan tíma það hefur tekið að taka afstöðu um framhald hvalveiða. 22. janúar tók Katrín Jakobsdóttir við ráðuneytinu þegar Svandís Svavarsdóttir fór í veikindaleyfi. 30. janúar sækir Hvalur hf. um leyfi, og í byrjun apríl sneri Svandís aftur úr leyfi. Örfáum dögum síðar tók Bjarkey við ráðuneytinu, þann 10. apríl. Það var svo fyrst í gær sem ráðuneytið kallaði eftir umsögnum þriggja stofnanna og þrettán hagaðila, sem hafa frest til þriðjudags, 4. júní, til að skila umsögn. Samkvæmt svörum frá matvælaráðuneytinu hefur mat á umsókn Hvals hf. farið fram í ráðuneytinu síðan hún barst. Á þeim tíma hafi ráðuneytið meðal annars kallað eftir frekari gögnum og upplýsingum frá Hval hf. auk þess sem samhliða vinnslu umsóknarinnar hafi staðið yfir undirbúningur að endurskoðun og setningu nauðsynlegra reglugerða. „Það er búið að vera ansi mikið að gera í ráðuneytinu eftir að ég tók við eins og hefur ekki farið fram hjá neinum. En síðan er það bara þannig að þetta er flókinn lagagrundvöllur, hvað sem að mörgum finnst um það, ekki síst í sambandi við alþjóðlegar skuldbindingar og ýmislegt fleira sem að við þurfum að skoða,“ segir Bjarkey Olsen í samtali við fréttastofu. Sem kunnugt er er Katrín Jakobsdóttir í framboði til forseta Íslands. Bjarkey segist aðspurð ekki vera að tefja málið fram yfir forsetakosningar. „Það hefur ekkert með það að gera. Ég lít fyrst og fremst á þann málaflokk sem ég er að sinna í matvælaráðuneytinu, það er bara stjórnsýsla og annað sem ég er að fást við. Hvað forsetakosningarnar varðar að þá vona ég bara að henni og öðrum gangi bara ágætlega í því, en það hefur ekkert með afgreiðslu þessara mála að gera,“ svarar Bjarkey. Hún segir ákvörðun sína munu byggja meðal annars á þeim gögnum sem berast á næstu dögum. „Þetta hefur í rauninni ekkert að gera með mína pólitísku hugsjón. Ég verð auðvitað bara að fara eftir lögum og reglum í landinu þannig ég mun bara byggja mitt álit á þeim niðurstöðum sem ég hef þegar ég er búin að safna öllu saman sem að ég þarf til þess að gera þetta og ég geri nú bara ráð fyrir því að niðurstaða liggi fyrir fljótlega, í lok næstu viku eða fljótlega eftir það,“ segir Bjarkey. Stofnanirnar sem kallað var eftir umsögnum frá eru Hafrannsóknastofnun, Fiskistofa og Matvælastofnun, og þá var beiðni einnig send til Samtaka ferðaþjónustunnar, Hvalaskoðunarsamtaka Íslands, Dýraverndunarsambands Íslands, Samtaka um dýravelferð á Íslandi, Náttúruverndarsamtaka Íslands, Landverndar, Félags kvikmyndagerðarmanna, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Verkalýðsfélags Akraness, Félags skipstjórnarmanna, Félags vélstjóra og málmtæknimanna, og þá einnig til Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu höfðu umsagnir frá SFS og Hafrannsóknarstofnun þegar borist síðdegis í dag. Hvalveiðar Hvalir Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Bjarkey segir að annir og ör ráðherraskipti í matvælaráðuneytinu séu meðal þess sem skýri það hve langan tíma það hefur tekið að taka afstöðu um framhald hvalveiða. 22. janúar tók Katrín Jakobsdóttir við ráðuneytinu þegar Svandís Svavarsdóttir fór í veikindaleyfi. 30. janúar sækir Hvalur hf. um leyfi, og í byrjun apríl sneri Svandís aftur úr leyfi. Örfáum dögum síðar tók Bjarkey við ráðuneytinu, þann 10. apríl. Það var svo fyrst í gær sem ráðuneytið kallaði eftir umsögnum þriggja stofnanna og þrettán hagaðila, sem hafa frest til þriðjudags, 4. júní, til að skila umsögn. Samkvæmt svörum frá matvælaráðuneytinu hefur mat á umsókn Hvals hf. farið fram í ráðuneytinu síðan hún barst. Á þeim tíma hafi ráðuneytið meðal annars kallað eftir frekari gögnum og upplýsingum frá Hval hf. auk þess sem samhliða vinnslu umsóknarinnar hafi staðið yfir undirbúningur að endurskoðun og setningu nauðsynlegra reglugerða. „Það er búið að vera ansi mikið að gera í ráðuneytinu eftir að ég tók við eins og hefur ekki farið fram hjá neinum. En síðan er það bara þannig að þetta er flókinn lagagrundvöllur, hvað sem að mörgum finnst um það, ekki síst í sambandi við alþjóðlegar skuldbindingar og ýmislegt fleira sem að við þurfum að skoða,“ segir Bjarkey Olsen í samtali við fréttastofu. Sem kunnugt er er Katrín Jakobsdóttir í framboði til forseta Íslands. Bjarkey segist aðspurð ekki vera að tefja málið fram yfir forsetakosningar. „Það hefur ekkert með það að gera. Ég lít fyrst og fremst á þann málaflokk sem ég er að sinna í matvælaráðuneytinu, það er bara stjórnsýsla og annað sem ég er að fást við. Hvað forsetakosningarnar varðar að þá vona ég bara að henni og öðrum gangi bara ágætlega í því, en það hefur ekkert með afgreiðslu þessara mála að gera,“ svarar Bjarkey. Hún segir ákvörðun sína munu byggja meðal annars á þeim gögnum sem berast á næstu dögum. „Þetta hefur í rauninni ekkert að gera með mína pólitísku hugsjón. Ég verð auðvitað bara að fara eftir lögum og reglum í landinu þannig ég mun bara byggja mitt álit á þeim niðurstöðum sem ég hef þegar ég er búin að safna öllu saman sem að ég þarf til þess að gera þetta og ég geri nú bara ráð fyrir því að niðurstaða liggi fyrir fljótlega, í lok næstu viku eða fljótlega eftir það,“ segir Bjarkey. Stofnanirnar sem kallað var eftir umsögnum frá eru Hafrannsóknastofnun, Fiskistofa og Matvælastofnun, og þá var beiðni einnig send til Samtaka ferðaþjónustunnar, Hvalaskoðunarsamtaka Íslands, Dýraverndunarsambands Íslands, Samtaka um dýravelferð á Íslandi, Náttúruverndarsamtaka Íslands, Landverndar, Félags kvikmyndagerðarmanna, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Verkalýðsfélags Akraness, Félags skipstjórnarmanna, Félags vélstjóra og málmtæknimanna, og þá einnig til Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu höfðu umsagnir frá SFS og Hafrannsóknarstofnun þegar borist síðdegis í dag.
Hvalveiðar Hvalir Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira