Eldsumbrotum á Reykjanesskaga ljúki líklega í sumar Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 30. maí 2024 12:55 Þorvaldur Þórðarsson eldfjallafræðingur spáir í spilin varðandi framhaldið á Reykjanesi. Vísir/Vilhelm Prófessor í eldfjallafræði telur líklegt að eldsumbrotum á Reykjanesskaga ljúki í sumar. Sennilegast muni gosið sem nú stendur yfir lognast út af á næstu dögum, en þó sé mögulegt að það malli áfram jafnvel í einhverjar vikur líkt og síðasta gos. Þorvaldur Þórðarsson eldfjallafræðingur ræddi eldgosið sem hófst í gær í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagðist hann frekar reikna með að gosið fjaraði út á morgun eða hinn. Hann segir gosið sömu uppskriftar og fyrri gos á svæðinu. Það væri einungis öðruvísi að því leiti að það sé talsvert aflmeira, sérstaklega í byrjun. „Það skýrist einfaldlega af því að það hafði safnast upp meiri kvika en gerði fyrir flest fyrri gos og þá byggist upp meiri yfirþrýstingur.“ Aðspurður hvort enn sé hætta á að nýjar sprungur opnist, til dæmis inni í Grindavík, segir Þorvaldur það virkilega ólíklegt. Flæðið sé nokkuð stöðugt en dragi úr því jafnt og þétt. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur greindu frá því um daginn að þeir teldu líklegt að öll virkni undir Sundhnúksgígaröðinni muni stöðvast í lok júlí á þessu ári. „Fyrir jól hefur flæðið verið um 8,9 rúmmetrar á sekúndu en núna er það 3,4 rúmmetrar á sekúndu. Ef það heldur áfram með þessu sniði held ég að spá Haraldar rætist, að þessu ljúki yfir sumartímann,“ segir Þorvaldur. „Hvort það verður um mitt sumar eða í ágúst er möguleiki að þessir atburðir stöðvist í sumar. Það væri ágætt ef það gerðist.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Þorvaldur Þórðarsson eldfjallafræðingur ræddi eldgosið sem hófst í gær í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagðist hann frekar reikna með að gosið fjaraði út á morgun eða hinn. Hann segir gosið sömu uppskriftar og fyrri gos á svæðinu. Það væri einungis öðruvísi að því leiti að það sé talsvert aflmeira, sérstaklega í byrjun. „Það skýrist einfaldlega af því að það hafði safnast upp meiri kvika en gerði fyrir flest fyrri gos og þá byggist upp meiri yfirþrýstingur.“ Aðspurður hvort enn sé hætta á að nýjar sprungur opnist, til dæmis inni í Grindavík, segir Þorvaldur það virkilega ólíklegt. Flæðið sé nokkuð stöðugt en dragi úr því jafnt og þétt. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur greindu frá því um daginn að þeir teldu líklegt að öll virkni undir Sundhnúksgígaröðinni muni stöðvast í lok júlí á þessu ári. „Fyrir jól hefur flæðið verið um 8,9 rúmmetrar á sekúndu en núna er það 3,4 rúmmetrar á sekúndu. Ef það heldur áfram með þessu sniði held ég að spá Haraldar rætist, að þessu ljúki yfir sumartímann,“ segir Þorvaldur. „Hvort það verður um mitt sumar eða í ágúst er möguleiki að þessir atburðir stöðvist í sumar. Það væri ágætt ef það gerðist.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira