Þvertekur fyrir að hafa unnið gegn Óskari Aron Guðmundsson skrifar 31. maí 2024 10:52 Óskar Hrafn sagði upp störfum hjá Haugesund fyrr í mánuðinum og aðstoðarþjálfarinn Sancheev Manoharan tók við aðalþjálfarastarfinu. Óskar segir Manoharan hafa unnið gegn sér Vísir/Samsett mynd Sancheev Manoharan, fyrrverandi aðstoðarþjálfari Óskars Hrafns Þorvaldssonar hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Haugesund og núverandi aðalþjálfari liðsins, þvertekur fyrir fullyrðingar Óskars þess efnis að hann hafi verið að vinna gegn honum. Óskar Hrafn tjáði sig í fyrsta sinn um viðskilnaðinn við Haugseund í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gær í kringum leik Breiðabliks og Víkings Reykjavíkur í Bestu deild karla þar sem að hann var mættur sem sérfræðingur. Óskar tók við þjálfun Haugesund í október í fyrra og vakti það því mikla athygli þegar að hann hætti óvænt störfum hjá félaginu fyrr í þessum mánuði. Ríkharð Óskar Guðnason spurði Óskar út í viðskilnaðinn í beinni útsendingu í gær: „Stutta svarið er það að mér fannst ekki allir ganga í takt hjá félaginu. Mér fannst ég feta annan veg heldur en margir aðrir þarna. Á endanum komst ég að þeirri niðurstöðu að það væri best fyrir mig að fara,“ sagði Óskar Hrafn. Óskar hafði það á tilfinningunni að Sancheev Manoharan, þáverandi aðstoðarþjálfari Haugesund sem hefur nú verið ráðinn aðalþjálfari liðsins, hafi verið að vinna gegn sér. „Jájá, það var mín tilfinning. Ef þú myndir spyrja hann myndi hann segja eitthvað annað. Þetta er tilfinning á móti tilfinningu,“ sagði Óskar Hrafn. Segist ekki hafa unnið gegn Óskari Og téður Manoharan hefur nú svarað þessum ummælum Óskars Hrafns í norskum fjölmiðlum. „Ég get ekkert lagt mat á tilfinningar Óskar, það er hans eigin skilningur á aðstæðunum. En það sem að ég get sagt með hundrað prósent vissu er að að hvorki ég, né aðrir í starfsteyminu, vorum að vinna gegn Óskari. Þvert á móti.“ Innri skoðun hafi tekið við hjá Haugesund eftir brotthvarf Óskars. „Hvorki ég né restin af starfsteyminu hefðum fengið að taka við þjálfun liðsins að fullu til frambúðar hefði það komið í ljós að við hefðum verið að vinna gegn Óskari.“ Martin Fauskanger, stjórnandi hjá Haugesund tekur undir orð Manoharan. „Við höfum farið náið í saumana á tímabilinu frá því að Óskar var ráðinn og þangað til að hann sagði upp störfum. Við sem félag sjáum ekkert sem bendir til þess að það hafi verið unnið gegn honum. Hvorki hvað varðar Manoharan eða restina af þjálfarateymi liðsins. Manoharan studdi hugmyndafræði Óskars.“ Norski boltinn Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Óskar Hrafn tjáði sig í fyrsta sinn um viðskilnaðinn við Haugseund í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gær í kringum leik Breiðabliks og Víkings Reykjavíkur í Bestu deild karla þar sem að hann var mættur sem sérfræðingur. Óskar tók við þjálfun Haugesund í október í fyrra og vakti það því mikla athygli þegar að hann hætti óvænt störfum hjá félaginu fyrr í þessum mánuði. Ríkharð Óskar Guðnason spurði Óskar út í viðskilnaðinn í beinni útsendingu í gær: „Stutta svarið er það að mér fannst ekki allir ganga í takt hjá félaginu. Mér fannst ég feta annan veg heldur en margir aðrir þarna. Á endanum komst ég að þeirri niðurstöðu að það væri best fyrir mig að fara,“ sagði Óskar Hrafn. Óskar hafði það á tilfinningunni að Sancheev Manoharan, þáverandi aðstoðarþjálfari Haugesund sem hefur nú verið ráðinn aðalþjálfari liðsins, hafi verið að vinna gegn sér. „Jájá, það var mín tilfinning. Ef þú myndir spyrja hann myndi hann segja eitthvað annað. Þetta er tilfinning á móti tilfinningu,“ sagði Óskar Hrafn. Segist ekki hafa unnið gegn Óskari Og téður Manoharan hefur nú svarað þessum ummælum Óskars Hrafns í norskum fjölmiðlum. „Ég get ekkert lagt mat á tilfinningar Óskar, það er hans eigin skilningur á aðstæðunum. En það sem að ég get sagt með hundrað prósent vissu er að að hvorki ég, né aðrir í starfsteyminu, vorum að vinna gegn Óskari. Þvert á móti.“ Innri skoðun hafi tekið við hjá Haugesund eftir brotthvarf Óskars. „Hvorki ég né restin af starfsteyminu hefðum fengið að taka við þjálfun liðsins að fullu til frambúðar hefði það komið í ljós að við hefðum verið að vinna gegn Óskari.“ Martin Fauskanger, stjórnandi hjá Haugesund tekur undir orð Manoharan. „Við höfum farið náið í saumana á tímabilinu frá því að Óskar var ráðinn og þangað til að hann sagði upp störfum. Við sem félag sjáum ekkert sem bendir til þess að það hafi verið unnið gegn honum. Hvorki hvað varðar Manoharan eða restina af þjálfarateymi liðsins. Manoharan studdi hugmyndafræði Óskars.“
Norski boltinn Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira