Yfirtaka orðræðunnar (e. hijacking) Sóley Tómasdóttir skrifar 31. maí 2024 13:01 Undanfarin ár hef ég unnið við að stúdera, þróa og aðstoða fólk við að velja leiðir til að stuðla að jafnrétti og inngildingu. Ég byggi störf mín að miklu leyti á rannsóknum fræðikvenna sem hafa greint kerfislægar hindranir samfélagsins, sýnt fram á hvernig þeim er beitt, hvaða áhrif þær hafa og hvernig hægt er að sporna gegn þeim. Þetta eru konurnar sem hafa kennt okkur hugtök á borð við hrútskýringar, gaslýsingu og pick-me-girls, konurnar sem gera okkur kleift að benda á og mótmæla útilokandi framkomu og hegðun. Misbeiting Mörg þessara hugtaka eru orðin ágætlega þekkt, en mig langar að fjalla um hugtakið „hijacking“, þegar hugtök eða orðræða eru yfirtekin af valdafólki sem notar þau til að styrkja stöðu sína. Hér má lesa um hvernig Donald Trump og Victor Orbán hafa yfirtekið fórnarlambshugtakið og gera þar með lítið úr þjáningum raunverulegra fórnarlamba gegnum tíðina. Sjálf hef ég skrifað um tilraunir Vinstri grænna til að skilgreina gagnrýni á sig sem hatursorðræðu. Hvort tveggja fellur undir fyrrnefnda yfirtöku orðræðunnar. Auk misbeitingarinnar á hugtakinu sjálfu, felst jafnframt í þessu misbeiting á skilgreiningarvaldi og lítilsvirðing gagnvart raunverulegum hindrunum, upplifunum og þjáningum jaðarhópa. Down girl Í gær birtist grein eftir Jón Ólafsson á Vísi þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu að kvenhatur, skv. kenningum Kate Manne, sé ástæða slaks gengis Katrínar Jakosdóttur í framboði til forseta. Það er hárrétt hjá Jóni, að samfélagsleg kvenfyrirlitning er risastórt vandamál á Íslandi. Hún snýst ekki um einbeittan brotavilja einstaklinga, heldur kerfislægt fyrirbæri sem hefur mótandi áhrif á okkur öll og hamlandi áhrif á jaðarsett fólk. Það er líka hárrétt hjá Jóni að hún gerir konum sem fara út fyrir ákveðið hegðunarmynstur erfitt fyrir að ná árangri og njóta sannmælis. En að þetta sé ástæða dræmra undirtekta við framboði Katrínar Jakobsdóttur er ekkert annað en yfirtaka. Samfélagsleg kvenfyrirlitning er nefnilega ein af ástæðunum fyrir farsælum stjórnmálaferli Katrínar Jakobsdóttur. Hennar staða verður miklu frekar greind út frá rannsóknum á konum sem hafa náð langt með því að spila eftir leikreglum valdakerfisins og fara sjaldan eða aldrei út fyrir ásættanlegt hegðunarmynstur. Konunum sem aðlagast valdinu og gangast jafnvel upp í karllægri hegðun til að öðlast samþykki innan kerfis. Jón ætti að kíkja á þær. Málefnaleg gagnrýni Ég vil ekki Katrínu Jakobsdóttur sem forseta. Ekki af því að hún er kona, heldur af því að hún hefur brugðist konum. Aðrir frambjóðendur eru kannski engir englar, en þau hafa ekki leitt ríkisstjórn með spilltu sérhagsmunafólki í stað þess að vinna að þeim hugsjónum og stefnumálum sem þau voru kosin til að sinna. Höfundur er kynja- og fjölbreytileikafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hef ég unnið við að stúdera, þróa og aðstoða fólk við að velja leiðir til að stuðla að jafnrétti og inngildingu. Ég byggi störf mín að miklu leyti á rannsóknum fræðikvenna sem hafa greint kerfislægar hindranir samfélagsins, sýnt fram á hvernig þeim er beitt, hvaða áhrif þær hafa og hvernig hægt er að sporna gegn þeim. Þetta eru konurnar sem hafa kennt okkur hugtök á borð við hrútskýringar, gaslýsingu og pick-me-girls, konurnar sem gera okkur kleift að benda á og mótmæla útilokandi framkomu og hegðun. Misbeiting Mörg þessara hugtaka eru orðin ágætlega þekkt, en mig langar að fjalla um hugtakið „hijacking“, þegar hugtök eða orðræða eru yfirtekin af valdafólki sem notar þau til að styrkja stöðu sína. Hér má lesa um hvernig Donald Trump og Victor Orbán hafa yfirtekið fórnarlambshugtakið og gera þar með lítið úr þjáningum raunverulegra fórnarlamba gegnum tíðina. Sjálf hef ég skrifað um tilraunir Vinstri grænna til að skilgreina gagnrýni á sig sem hatursorðræðu. Hvort tveggja fellur undir fyrrnefnda yfirtöku orðræðunnar. Auk misbeitingarinnar á hugtakinu sjálfu, felst jafnframt í þessu misbeiting á skilgreiningarvaldi og lítilsvirðing gagnvart raunverulegum hindrunum, upplifunum og þjáningum jaðarhópa. Down girl Í gær birtist grein eftir Jón Ólafsson á Vísi þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu að kvenhatur, skv. kenningum Kate Manne, sé ástæða slaks gengis Katrínar Jakosdóttur í framboði til forseta. Það er hárrétt hjá Jóni, að samfélagsleg kvenfyrirlitning er risastórt vandamál á Íslandi. Hún snýst ekki um einbeittan brotavilja einstaklinga, heldur kerfislægt fyrirbæri sem hefur mótandi áhrif á okkur öll og hamlandi áhrif á jaðarsett fólk. Það er líka hárrétt hjá Jóni að hún gerir konum sem fara út fyrir ákveðið hegðunarmynstur erfitt fyrir að ná árangri og njóta sannmælis. En að þetta sé ástæða dræmra undirtekta við framboði Katrínar Jakobsdóttur er ekkert annað en yfirtaka. Samfélagsleg kvenfyrirlitning er nefnilega ein af ástæðunum fyrir farsælum stjórnmálaferli Katrínar Jakobsdóttur. Hennar staða verður miklu frekar greind út frá rannsóknum á konum sem hafa náð langt með því að spila eftir leikreglum valdakerfisins og fara sjaldan eða aldrei út fyrir ásættanlegt hegðunarmynstur. Konunum sem aðlagast valdinu og gangast jafnvel upp í karllægri hegðun til að öðlast samþykki innan kerfis. Jón ætti að kíkja á þær. Málefnaleg gagnrýni Ég vil ekki Katrínu Jakobsdóttur sem forseta. Ekki af því að hún er kona, heldur af því að hún hefur brugðist konum. Aðrir frambjóðendur eru kannski engir englar, en þau hafa ekki leitt ríkisstjórn með spilltu sérhagsmunafólki í stað þess að vinna að þeim hugsjónum og stefnumálum sem þau voru kosin til að sinna. Höfundur er kynja- og fjölbreytileikafræðingur.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun