Frambjóðendum gekk misvel í hraðaspurningum Jakob Bjarnar skrifar 31. maí 2024 15:22 Arnar Þór var með svörin á reiðum höndum en Höllu Tómasdóttur gekk verr. vísir/vilhelm Kappræður Stöðvar 2, sem fram fóru í gær, voru brotnar upp með ýmsu móti. Meðal annars fengu frambjóðendur hraðaspurningar og gekk þeim afar misjafnlega. Heimir Már Pétursson fréttamaður stýrði umræðum af mikilli röggsemi en innslög Elísabetar Ingu Sigurðardóttur vöktu ekki síður athygli. Eitt innslag hennar var einfalt, frambjóðendurnir sex voru fengnir til að svara hraðaspurningum og gekk þeim misjafnlega að eiga við þær. En spurningarnar voru þess eðlis að þær varða alþekkar staðreyndir úr íslenskri menningu, bókmenntum og sögu. Arnar Þór Jónsson var svo gott sem með fullt hús. Hann vissi að það var hann Bjartur í Sumarhúsum sem er aðalsöguhetjan í Sjálfstæðu fólki, að það var Drangey sem Grettir Ásmundarson synti út í, að Gunnar Hámundarson bjó á Hlíðarenda, að það var Jón Arason sem var hálshöggvinn í Skálholti árið 1550, að þeir Gunnlaugur Ormstunga og Hrafn Sæmundarson börðust um ástir Helgu fögru, að Seltjarnarnes er ekki hluti Reykjavíkur, að það eru egg í Gunnars-mæjónesi en hann vissi ekki að hann heitir Páll sem var aðalsöguhetjan í Englum alheimsins. Gamli spyrillinn úr Gettu betur, Katrín Jakobsdóttir, fylgdi fast á eftir Arnari Þór og var með helftina af svörunum rétt, Halla Hrund Logadóttir, Baldur Þórhallsson og Jón Gnarr komu þar á eftir. En restina rak Halla Tómasdóttir. Heimi Má tókst síðan að hrista rækilega upp í áhorfendum með því að fullyrða að mæjónes væri bragðbætt með súrum gúrkum, nokkuð sem til að mynda Læknirinn í eldhúsinu kannast ekkert við. Horfa má á kappræðurnar í heild sinni hér fyrir neðan: Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Leitar enn að fallegasta stað í heimi Lífið Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Fleiri fréttir Leitar enn að fallegasta stað í heimi Fanney og Teitur eiga von á barni Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Sjá meira
Heimir Már Pétursson fréttamaður stýrði umræðum af mikilli röggsemi en innslög Elísabetar Ingu Sigurðardóttur vöktu ekki síður athygli. Eitt innslag hennar var einfalt, frambjóðendurnir sex voru fengnir til að svara hraðaspurningum og gekk þeim misjafnlega að eiga við þær. En spurningarnar voru þess eðlis að þær varða alþekkar staðreyndir úr íslenskri menningu, bókmenntum og sögu. Arnar Þór Jónsson var svo gott sem með fullt hús. Hann vissi að það var hann Bjartur í Sumarhúsum sem er aðalsöguhetjan í Sjálfstæðu fólki, að það var Drangey sem Grettir Ásmundarson synti út í, að Gunnar Hámundarson bjó á Hlíðarenda, að það var Jón Arason sem var hálshöggvinn í Skálholti árið 1550, að þeir Gunnlaugur Ormstunga og Hrafn Sæmundarson börðust um ástir Helgu fögru, að Seltjarnarnes er ekki hluti Reykjavíkur, að það eru egg í Gunnars-mæjónesi en hann vissi ekki að hann heitir Páll sem var aðalsöguhetjan í Englum alheimsins. Gamli spyrillinn úr Gettu betur, Katrín Jakobsdóttir, fylgdi fast á eftir Arnari Þór og var með helftina af svörunum rétt, Halla Hrund Logadóttir, Baldur Þórhallsson og Jón Gnarr komu þar á eftir. En restina rak Halla Tómasdóttir. Heimi Má tókst síðan að hrista rækilega upp í áhorfendum með því að fullyrða að mæjónes væri bragðbætt með súrum gúrkum, nokkuð sem til að mynda Læknirinn í eldhúsinu kannast ekkert við. Horfa má á kappræðurnar í heild sinni hér fyrir neðan:
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Leitar enn að fallegasta stað í heimi Lífið Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Fleiri fréttir Leitar enn að fallegasta stað í heimi Fanney og Teitur eiga von á barni Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Sjá meira