Ótrúlegur barnaskapur forsetaframbjóðenda Ole Anton Bieltvedt skrifar 3. júní 2024 14:00 Í kappræðunum, sem fóru fram á dögunum, voru forsetaframbjóðendur spurðir um afstöðu sína til stuðnings okkar, Íslendinga, við Úkraínu í stríði, varnarstríði, þeirra við Rússa, Pútín og hans yfirgangslið. Fyrir mér var með ólíkindum, hveru fáfróðir, barnalegir, margir frambjóðendur virtust vera. Í fyrsta lagi vissi fólkið greinilega ekki, hvað það þýddi, að við værum í Atlantshafsbandalaginu, NATO. Sumir virtust nánast ekki gera sér grein fyrir, að við værum í því. Í öðru lagi skildi það greinilega ekki, hvað stríð er og hverjar forsendur fyrir sigri eða ósigri í stríði eru. Annar eins barnaskapur! Stríð vinnast aðeins með öflugustum mögulegum vopnum og skotfærum, og svo, auðvitað, dugmiklum og harðskeyttum hermönnum, sem eru reiðubúnir til að fórna lífi sínu og limum fyrir þjóð sína, frelsi hennar og velferð. En, það gildir nánast einu, hversu hugdjarfir hermenn kunna að vera, í stríðsátökum okkar tíma, ef þeir hafa ekki nóg af öflugum vopnum og skotfærum, erum þeim flestar bjargir bannaðar. Bjarni Benediktsson, forsætirráðherra, greindi frá því í vikunni, að Ísland myndi leggja Úkraínumönnum til 4 milljarða króna á ári, næstu árin, til að styðja Úkraínumenn í sinni varnarbaráttu gegn innrás Pútíns. Þetta kann að virka mikið framlag, en það er það ekki. Þessi fjárhæð nemur um 0,1% af vergri landsframleiðlsu Íslendinga. Á sama tíma verja nú flestir meðlimir NATO, hvert og eitt land, um 2% af vergri landsframleiðslu síns lands til varnarmála. Tuttugu sinnum hærri fjárhæð. Fyrir Ísland væru það 80 milljarðar á ári. Það var ótrúlegt að hlusta á bollaleggingar frambjóðenda um það, að framlagi Íslands skyldi alls ekki varið til vopnakaupa og/eða skotfærakaupa. Það skyldi ekki fara beint í stríðsreksturinn. Heldur skyldi íslenzkt fé fara eingöngu í það að hlynna að og hjúkra slösuðum og limlestum úkraínskum hermönnum, sem þá hefðu mögulega lent í þeim hömungum af því að þeir höfðu ekki vopn eða verjur til að verja hendur sínar. Önnur eins fásinna. Skilur þetta blessaða fólk ekki, hvað stríð snýst um!? Akkúrat um þessar mundir eiga Úkraínumenn einmitt mjög undir högg að sækja - Rússar sækja fram af miklum þunga - vegna þess að þá skortir vopn og skotfæri til að halda sinni vígstöðu, hvað þá sækja fram. Hvar er þetta fólk statt í heiminum með sína vitneskju eða sinn skilning? Margir töldu líka, að Ísland ætti að vera friðsamt og hlutlaust ríki. Ætti ekki að blanda sér í deilur ríkja, sem stæðu í átökum og stríði. Þannig gætum við tryggt frið og sjálfstæði hér. Fæddist þetta fólk í gær, eða er það ný lent hér á jörðinni, eftir dvöl á annarri plánetu? Það eru aðeins tvö lönd í Evrópu, sem hafa getað rekið virka friðar- og hlutleysisstefnu; Sviss og Svíþjóð. Þetta tókst þeim í krafti feikiöflugra eigin varna, magnaðs eigin hers, sem bjó yfir svo miklum krafti, að yfirgangsöfl treystu sér ekki til að reyna að hertaka þau; það hefði kostað of miklar fórnir fyrir þá sjálfa, of mikið mannfall eigin hermanna og tjón eigin hergagna. Ísland hefur mikla landfræðilega og hernaðarlega þýðingu í mögulegu stríði. Frá Íslandi má stjórna/ráða fyrir bæði loftrými og hafsvæðum á Norður Atlantshafi. Enginn flotastyrkur, flugvélamóðurskip, kafbátar eða annar búnaður, getur komið í stað fastalandsins Íslands í þessum skilningi. Allir, sem vilja tryggja sér mest möguleg yfirráð láðs og lagar í okkar heimshluta, sjá auðvitað og skilja þessa mikilvægu stöðu Íslands. Það var einmitt af þessari ástæði, sem vitrir og framsýnir forfeður okkar, leiddir af þáverandi utanríkisráðherra landsins, Bjarna Benediktssyni, eldri, beittu sér fyrir inngöngu Íslands í NATO strax 1949. Þar erum við þátttakendur í öflugustu varnarkeðju heims, með 31 öðru ríki, þar með talin öll hin Norðurlöndin. Öll þessi ríki leggja fram feikimikla fjármuni og líf og limi sona sinna og dætra til að tryggja sjálfstæði, fullveldi og velferð aðildarríkjanna. Eins og ég nefndi fyrr, um 2% af vergri landsframleiðslu ríkjanna. Lengi vel komst Ísland upp með það eitt, að leggja til land fyrir herstöð. Nú kemur til nokkurt fjárframlag, sem er töluvert á okkar mælikvarða, en þó ekki nema brot af því sem aðrar bandalagsþjóðir leggja fram. Auðvitað á þetta framlag að fara í það, sem mestu máli skiptir fyrir afl og öryggi bandalagsríkjanna, og samherja þeirra á hverjum tíma, nú í vopn og skotfæri fyrir Úkraínuher. Ef Ísland gengi úr NATO og lýsti yfir hluleysi, þyrfti ekki að senda nema eina flugvél með vel vopnum búnum hermönnum, það gætu verið arabar, Rússar, Kínverjar, eða aðrir, til að hertaka landið, svipta okkur sjálfstæði og frelsi; innleiða hér einræði og harðstjórn. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í kappræðunum, sem fóru fram á dögunum, voru forsetaframbjóðendur spurðir um afstöðu sína til stuðnings okkar, Íslendinga, við Úkraínu í stríði, varnarstríði, þeirra við Rússa, Pútín og hans yfirgangslið. Fyrir mér var með ólíkindum, hveru fáfróðir, barnalegir, margir frambjóðendur virtust vera. Í fyrsta lagi vissi fólkið greinilega ekki, hvað það þýddi, að við værum í Atlantshafsbandalaginu, NATO. Sumir virtust nánast ekki gera sér grein fyrir, að við værum í því. Í öðru lagi skildi það greinilega ekki, hvað stríð er og hverjar forsendur fyrir sigri eða ósigri í stríði eru. Annar eins barnaskapur! Stríð vinnast aðeins með öflugustum mögulegum vopnum og skotfærum, og svo, auðvitað, dugmiklum og harðskeyttum hermönnum, sem eru reiðubúnir til að fórna lífi sínu og limum fyrir þjóð sína, frelsi hennar og velferð. En, það gildir nánast einu, hversu hugdjarfir hermenn kunna að vera, í stríðsátökum okkar tíma, ef þeir hafa ekki nóg af öflugum vopnum og skotfærum, erum þeim flestar bjargir bannaðar. Bjarni Benediktsson, forsætirráðherra, greindi frá því í vikunni, að Ísland myndi leggja Úkraínumönnum til 4 milljarða króna á ári, næstu árin, til að styðja Úkraínumenn í sinni varnarbaráttu gegn innrás Pútíns. Þetta kann að virka mikið framlag, en það er það ekki. Þessi fjárhæð nemur um 0,1% af vergri landsframleiðlsu Íslendinga. Á sama tíma verja nú flestir meðlimir NATO, hvert og eitt land, um 2% af vergri landsframleiðslu síns lands til varnarmála. Tuttugu sinnum hærri fjárhæð. Fyrir Ísland væru það 80 milljarðar á ári. Það var ótrúlegt að hlusta á bollaleggingar frambjóðenda um það, að framlagi Íslands skyldi alls ekki varið til vopnakaupa og/eða skotfærakaupa. Það skyldi ekki fara beint í stríðsreksturinn. Heldur skyldi íslenzkt fé fara eingöngu í það að hlynna að og hjúkra slösuðum og limlestum úkraínskum hermönnum, sem þá hefðu mögulega lent í þeim hömungum af því að þeir höfðu ekki vopn eða verjur til að verja hendur sínar. Önnur eins fásinna. Skilur þetta blessaða fólk ekki, hvað stríð snýst um!? Akkúrat um þessar mundir eiga Úkraínumenn einmitt mjög undir högg að sækja - Rússar sækja fram af miklum þunga - vegna þess að þá skortir vopn og skotfæri til að halda sinni vígstöðu, hvað þá sækja fram. Hvar er þetta fólk statt í heiminum með sína vitneskju eða sinn skilning? Margir töldu líka, að Ísland ætti að vera friðsamt og hlutlaust ríki. Ætti ekki að blanda sér í deilur ríkja, sem stæðu í átökum og stríði. Þannig gætum við tryggt frið og sjálfstæði hér. Fæddist þetta fólk í gær, eða er það ný lent hér á jörðinni, eftir dvöl á annarri plánetu? Það eru aðeins tvö lönd í Evrópu, sem hafa getað rekið virka friðar- og hlutleysisstefnu; Sviss og Svíþjóð. Þetta tókst þeim í krafti feikiöflugra eigin varna, magnaðs eigin hers, sem bjó yfir svo miklum krafti, að yfirgangsöfl treystu sér ekki til að reyna að hertaka þau; það hefði kostað of miklar fórnir fyrir þá sjálfa, of mikið mannfall eigin hermanna og tjón eigin hergagna. Ísland hefur mikla landfræðilega og hernaðarlega þýðingu í mögulegu stríði. Frá Íslandi má stjórna/ráða fyrir bæði loftrými og hafsvæðum á Norður Atlantshafi. Enginn flotastyrkur, flugvélamóðurskip, kafbátar eða annar búnaður, getur komið í stað fastalandsins Íslands í þessum skilningi. Allir, sem vilja tryggja sér mest möguleg yfirráð láðs og lagar í okkar heimshluta, sjá auðvitað og skilja þessa mikilvægu stöðu Íslands. Það var einmitt af þessari ástæði, sem vitrir og framsýnir forfeður okkar, leiddir af þáverandi utanríkisráðherra landsins, Bjarna Benediktssyni, eldri, beittu sér fyrir inngöngu Íslands í NATO strax 1949. Þar erum við þátttakendur í öflugustu varnarkeðju heims, með 31 öðru ríki, þar með talin öll hin Norðurlöndin. Öll þessi ríki leggja fram feikimikla fjármuni og líf og limi sona sinna og dætra til að tryggja sjálfstæði, fullveldi og velferð aðildarríkjanna. Eins og ég nefndi fyrr, um 2% af vergri landsframleiðslu ríkjanna. Lengi vel komst Ísland upp með það eitt, að leggja til land fyrir herstöð. Nú kemur til nokkurt fjárframlag, sem er töluvert á okkar mælikvarða, en þó ekki nema brot af því sem aðrar bandalagsþjóðir leggja fram. Auðvitað á þetta framlag að fara í það, sem mestu máli skiptir fyrir afl og öryggi bandalagsríkjanna, og samherja þeirra á hverjum tíma, nú í vopn og skotfæri fyrir Úkraínuher. Ef Ísland gengi úr NATO og lýsti yfir hluleysi, þyrfti ekki að senda nema eina flugvél með vel vopnum búnum hermönnum, það gætu verið arabar, Rússar, Kínverjar, eða aðrir, til að hertaka landið, svipta okkur sjálfstæði og frelsi; innleiða hér einræði og harðstjórn. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar