Ríkisstjórnarsamstarfi lokið nái frumvarpið ekki í gegn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. júní 2024 11:56 Bryndis Haraldsdóttir formaður allsherjar-og menntamálanefndar en fundi nefndarinnar var skyndilega frestað í morgun þar sem útlendingafrumvarpið var á dagskrá. Bergþór Ólason telur líf ríkisstjórnarinnar í húfi að frumvarpið fari fyrir Alþingi í vikunni. Vísir Fundi í Allsherjar-og menntamálanefnd var frestað skyndilega í morgun þar sem útlendingafrumvarpið átti að vera fyrst á dagskrá. Þingmaður Miðflokksins í nefndinni telur þetta merki um ágreining milli stjórnarflokkanna. Ríkisstjórnarsamstarfinu sé lokið verði frumvarpið ekki afgreitt úr nefndinni í vikunni. Alþingi kemur saman að nýju klukkan þrjú í dag eftir tveggja vikna hlé vegna forsetakosninganna. Það eru aðeins sjö virkir dagar til að ljúka þinginu fyrir sumarleyfi og því mörg mál sem þarf að afgreiða. Meðal þeirra er útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra en þingflokksformaður VG setti fyrirvara við það á dögunum. Flokkur fólksins og Miðflokkurinn hafa hins vegar lýst yfir stuðningi við frumvarpið. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir að fundi Allsherjar-og menntamálanefndar hafi skyndilega verið frestað í morgun en þar átti útlendingafrumvarpið að vera fyrst á dagskrá. „Það hafa ekki borist neinar skýringar á því í ljósi þess hversu mikil áhersla hefur verið lögð á að klára málið til þriðju umræðu í þinginu. Ætli líklegasta niðurstaðan sé ekki að stjórnarflokkarnir séu ekki búnir að ná niðurstöðu sín á milli,“ segir Bergþór. Málið hefur verið nokkuð umdeilt og meðal annars hefur Umboðsmaður barna sagt að ákvæði í frumvarpinu um fjölskyldusameiningar stangist á við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í samtali við Morgunblaðið í morgun sagði Bryndís Haraldsdóttir formaður nefndarinnar búast við að frumvarpið yrði afgreitt úr nefndinni og sett á dagskrá Alþingis í vikunni. Ekki náðist í hana eða nefndarmann VG fyrir hádegisfréttir. Bergþór telur líf ríkisstjórnarinnar í húfi að frumvarpið fari fyrir Alþingi í vikunni. „Það er óhugsandi í raun að málið komist ekki í afgreiðslu nú í þingstubbnum. Það væri fullkomin niðurlæging fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ef málið fer ekki úr nefnd fyrir þinglok þá er þetta ríkisstjórnarsamstarf búið. Ég held að Sjálfstæðisflokkurinn geti ekki kyngt því að þessi mál klárist ekki. Í því er einhver pólitískur ómögleiki,“ segir Bergþór. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Hagsmunir barna ekki „tromp spil“ og niðurstaða umboðsmanns ótæk Dómsmálaráðuneytið segir umboðsmann barna komast að „ótækri“ niðurstöðu í umsögnum sínum um útlendingafrumvarpið svokallaða. Hagsmunir barna séu ekki „tromp spil“ í útlendingamálum. 3. júní 2024 11:31 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Sjá meira
Alþingi kemur saman að nýju klukkan þrjú í dag eftir tveggja vikna hlé vegna forsetakosninganna. Það eru aðeins sjö virkir dagar til að ljúka þinginu fyrir sumarleyfi og því mörg mál sem þarf að afgreiða. Meðal þeirra er útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra en þingflokksformaður VG setti fyrirvara við það á dögunum. Flokkur fólksins og Miðflokkurinn hafa hins vegar lýst yfir stuðningi við frumvarpið. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir að fundi Allsherjar-og menntamálanefndar hafi skyndilega verið frestað í morgun en þar átti útlendingafrumvarpið að vera fyrst á dagskrá. „Það hafa ekki borist neinar skýringar á því í ljósi þess hversu mikil áhersla hefur verið lögð á að klára málið til þriðju umræðu í þinginu. Ætli líklegasta niðurstaðan sé ekki að stjórnarflokkarnir séu ekki búnir að ná niðurstöðu sín á milli,“ segir Bergþór. Málið hefur verið nokkuð umdeilt og meðal annars hefur Umboðsmaður barna sagt að ákvæði í frumvarpinu um fjölskyldusameiningar stangist á við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í samtali við Morgunblaðið í morgun sagði Bryndís Haraldsdóttir formaður nefndarinnar búast við að frumvarpið yrði afgreitt úr nefndinni og sett á dagskrá Alþingis í vikunni. Ekki náðist í hana eða nefndarmann VG fyrir hádegisfréttir. Bergþór telur líf ríkisstjórnarinnar í húfi að frumvarpið fari fyrir Alþingi í vikunni. „Það er óhugsandi í raun að málið komist ekki í afgreiðslu nú í þingstubbnum. Það væri fullkomin niðurlæging fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ef málið fer ekki úr nefnd fyrir þinglok þá er þetta ríkisstjórnarsamstarf búið. Ég held að Sjálfstæðisflokkurinn geti ekki kyngt því að þessi mál klárist ekki. Í því er einhver pólitískur ómögleiki,“ segir Bergþór.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Hagsmunir barna ekki „tromp spil“ og niðurstaða umboðsmanns ótæk Dómsmálaráðuneytið segir umboðsmann barna komast að „ótækri“ niðurstöðu í umsögnum sínum um útlendingafrumvarpið svokallaða. Hagsmunir barna séu ekki „tromp spil“ í útlendingamálum. 3. júní 2024 11:31 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Sjá meira
Hagsmunir barna ekki „tromp spil“ og niðurstaða umboðsmanns ótæk Dómsmálaráðuneytið segir umboðsmann barna komast að „ótækri“ niðurstöðu í umsögnum sínum um útlendingafrumvarpið svokallaða. Hagsmunir barna séu ekki „tromp spil“ í útlendingamálum. 3. júní 2024 11:31