Láttu ekki plata þig! Helga Sigrún Harðardóttir skrifar 5. júní 2024 12:00 Kannast lesendur við að hafa pantað sér eitthvað á netinu á svaka góðu verði en uppgötva svo að díllinn var kannski frekar súr af því varan virkar ekki eins og búið var að lofa eða er af öðrum gæðum en búast mátti við? Eftirlitsstofnanir um alla Evrópu vara nú við nýjum netverslunarrisa sem auglýsir ógrynnin öll þessa dagana. Þessi netverslun er þekkt fyrir að selja ekki bara eftirlíkingar af þekktum vörum (eins og flækjupúðanum hennar Ragnheiðar Aspar) heldur vörur sem geta beinlínis verið skaðlegar, hættulegar og virka mögulega ekki eins og þær eiga að virka. Í Evrópu má ekki markaðssetja vöru nema hún sé örugg. Til að tryggja öryggið hafa staðlar verið skrifaðir af bestu sérfræðingum og Evrópusambandið vísar síðan til þeirra í sínu regluverki. Ef framleiðandi uppfyllir kröfur staðlanna um framleiðslu, prófanir, efnisnotkun, virkni, öryggi og umhverfisvernd má markaðssetja hana því þá hún er búin að fara í gegnum nálaraugað sem við höfum sett okkur um örugga vöru. Þegar varan hefur svo verið markaðssett tekur við opinber markaðsgæsla þar sem eftirlitsstofnanir hafa það hlutverk að ganga úr skugga um að allt sé með felldu og varan er innkölluð ef svo er ekki. Þannig hafa staðlar orðið órjúfanlegur þáttur gæðainnviða og neytendaverndar. Það getur hins vegar verið erfitt og flókið fyrir neytendur að finna út úr þessu fyrir fram. Það þarf þó ekki alltaf að kunna geimverkfræði til að gera smá athugun sem getur forðað okkur frá veseni. ESB gerir kröfur um að mjög margar vörur þurfi að CE merkja. Merkið er yfirlýsing framleiðanda um að varan uppfylli lágmarkskröfur sem gerðar eru í Evrópu, okkur til varnar. Til að hver sem er geti ekki selt okkur lélegt og hættulegt drasl. Það á við um leikföng, vélar, byggingarvörur, persónuhlífar, raftæki, lækningatæki og reyndar mjög margt fleira. Þannig tryggja þúsundir staðla öryggi okkar, heilsu og neytendavernd á hverjum degi. Framleiðendur utan Evrópu geta auðvitað vel framleitt vöru og CE merkt hana til að markaðssetja í Evrópu. Þeir gera það bara ekki alltaf og með alþjóðlegum netverslunum og öllu því magni af vörum sem keyptar eru í gegnum þær er ógerningur fyrir eftirlitsstofnanir að fylgjast með því öllu. Neytendur þurfa því sjálfir að sýna skynsemi til að kaupa ekki köttinn í sekknum eða það sem verra er, að kaupa vöru sem getur haft alvarleg áhrif á heilsu þeirra og öryggi. Það að kíkja eftir CE merkinu og að eiga viðskipti með vörumerki sem við getum treyst er góð byrjun á farsælum viðskiptum. Þá á vel við hið fornkveðna að ef vara er mikið ódýrari en sambærileg vara þá er hún líklega ekki af sömu gæðum og getur verið hættuleg eða framleidd af börnum sem hneppt hafa verið í þrældóm. Stöðluð þægindi af netverslun einfalda líf okkar mikið en góðir dílar geta verið snöggir að súrna. Höfundur er framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Sigrún Harðardóttir Verslun Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kannast lesendur við að hafa pantað sér eitthvað á netinu á svaka góðu verði en uppgötva svo að díllinn var kannski frekar súr af því varan virkar ekki eins og búið var að lofa eða er af öðrum gæðum en búast mátti við? Eftirlitsstofnanir um alla Evrópu vara nú við nýjum netverslunarrisa sem auglýsir ógrynnin öll þessa dagana. Þessi netverslun er þekkt fyrir að selja ekki bara eftirlíkingar af þekktum vörum (eins og flækjupúðanum hennar Ragnheiðar Aspar) heldur vörur sem geta beinlínis verið skaðlegar, hættulegar og virka mögulega ekki eins og þær eiga að virka. Í Evrópu má ekki markaðssetja vöru nema hún sé örugg. Til að tryggja öryggið hafa staðlar verið skrifaðir af bestu sérfræðingum og Evrópusambandið vísar síðan til þeirra í sínu regluverki. Ef framleiðandi uppfyllir kröfur staðlanna um framleiðslu, prófanir, efnisnotkun, virkni, öryggi og umhverfisvernd má markaðssetja hana því þá hún er búin að fara í gegnum nálaraugað sem við höfum sett okkur um örugga vöru. Þegar varan hefur svo verið markaðssett tekur við opinber markaðsgæsla þar sem eftirlitsstofnanir hafa það hlutverk að ganga úr skugga um að allt sé með felldu og varan er innkölluð ef svo er ekki. Þannig hafa staðlar orðið órjúfanlegur þáttur gæðainnviða og neytendaverndar. Það getur hins vegar verið erfitt og flókið fyrir neytendur að finna út úr þessu fyrir fram. Það þarf þó ekki alltaf að kunna geimverkfræði til að gera smá athugun sem getur forðað okkur frá veseni. ESB gerir kröfur um að mjög margar vörur þurfi að CE merkja. Merkið er yfirlýsing framleiðanda um að varan uppfylli lágmarkskröfur sem gerðar eru í Evrópu, okkur til varnar. Til að hver sem er geti ekki selt okkur lélegt og hættulegt drasl. Það á við um leikföng, vélar, byggingarvörur, persónuhlífar, raftæki, lækningatæki og reyndar mjög margt fleira. Þannig tryggja þúsundir staðla öryggi okkar, heilsu og neytendavernd á hverjum degi. Framleiðendur utan Evrópu geta auðvitað vel framleitt vöru og CE merkt hana til að markaðssetja í Evrópu. Þeir gera það bara ekki alltaf og með alþjóðlegum netverslunum og öllu því magni af vörum sem keyptar eru í gegnum þær er ógerningur fyrir eftirlitsstofnanir að fylgjast með því öllu. Neytendur þurfa því sjálfir að sýna skynsemi til að kaupa ekki köttinn í sekknum eða það sem verra er, að kaupa vöru sem getur haft alvarleg áhrif á heilsu þeirra og öryggi. Það að kíkja eftir CE merkinu og að eiga viðskipti með vörumerki sem við getum treyst er góð byrjun á farsælum viðskiptum. Þá á vel við hið fornkveðna að ef vara er mikið ódýrari en sambærileg vara þá er hún líklega ekki af sömu gæðum og getur verið hættuleg eða framleidd af börnum sem hneppt hafa verið í þrældóm. Stöðluð þægindi af netverslun einfalda líf okkar mikið en góðir dílar geta verið snöggir að súrna. Höfundur er framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun