VG geti ekki gefið meiri afslátt Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. júní 2024 13:13 Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri Grænna og fulltrúi flokksins í allsherjar- og menntamálanefnd. Vísir/Vilhelm VG-liðar hafa gengið of langt í málamiðlunum í ríkisstjórnarsamstarfinu að mati þingmanns flokksins og hreyfingin getur ekki gefið meiri afslátt. Hún setur fyrirvara við frumvarp um afbrotavarnir sem enn á eftir að afgreiða úr nefnd. Umdeilt útlendingafrumvarp var í gær afgreitt úr allsherjar- og menntamálanefnd. Umboðsmaður barna hafði gert miklar athugasemdir við það og sagt þrengri skilyrði til fjölskyldusameiningar ekki samræmast barnasáttmálanum. Nefndin virðist ekki fallast á túlkun umboðsmanns samkvæmt meirihlutaáliti og var frumvarpið afgreitt óbreytt en Jódís Skúladóttir, fulltrúi Vinstri Grænna í nefndinni, segir málið hafa fengið mikla og góða umræðu. Það sé nú komið í þann farveg sem vænta mátti. Frumvarp um breytingar á lögreglulögum, sem fjallar um afbrotavarnir eða forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu, og er ekki síður umdeilt er aftur á móti enn í nefnd og Jódís segir mikilvægt að þar stigið verði mjög varlega til jarðar, líkt og hún kom inn á í ræðu sinni á þinginu í gær. „Það veldur mér ugg að sjá framgöngu lögreglu hér í ýmsum málum, hvort heldur sem það sé í almennum mótmælum eða við handtöku einstaklinga. Ég held að við þurfum að fara ákaflega varlega í auknar heimildir til lögreglu og að um það þurfi að vera mjög skýr lagaumgjörð,“ segir Jódís. Hún þori ekki að segja til um hvort málið verði afgreitt fyrir þinglok. Unnið sé að því að klára mörg stór mál. „Þetta er auðvitað bara inni í því eins og allt hitt en ég get ekki á þessari stundu tjáð mig um það hvaða mál verða kláruð og hvað ekki.“ Kostnaðarsamar málamiðlanir Vinstri Græn mælast með um þriggja prósenta fylgi samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup og Jódís segir hreyfinguna þurfa að líta alvarlega í eigin barm og leita í ræturnar. „Það hefur í ýmsum málum þurft að gera málamiðlanir sem ég held að hafa kostað okkur of mikið. En að sama skapi höfum við svo náð fram ýmsu sem samstarfsflokkar telja að hafi kostað þau talsvert.“ Vinstri Græn hafa gert of miklar málamiðlanir sem skila sér í fylgistapi að mati þingmanns flokksins.vísir/Vilhelm Hreyfingin þurfi að beita sér fyrir róttækari vinstristefnu, sem Jódís segir að verði að rúmast innan ríkisstjórnarsamstarfsins. „Ég held að við getum gert enn betur í að standa vörð um vinstri mál og standa vörð um okkar stefnu. Það reyni ég að gera alla daga og reyni að brýna mig í því,“ segir Jódís. Er þessi ríkisstjórn þá að fara lifa út kjörtímabilið? „Það er stefnt að því og ég sé því ekkert til fyrirstöðu ef samstarfið gengur upp. Það er auðvitað bara hver dagur fyrir sig, þar sem við erum að takast á frá ólíkum sjónarhornum. En við getum ekkert gefið meiri afslátt. Það er bara þannig og okkar fylgistölur styðja við það.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Vinstri græn Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Umdeilt útlendingafrumvarp var í gær afgreitt úr allsherjar- og menntamálanefnd. Umboðsmaður barna hafði gert miklar athugasemdir við það og sagt þrengri skilyrði til fjölskyldusameiningar ekki samræmast barnasáttmálanum. Nefndin virðist ekki fallast á túlkun umboðsmanns samkvæmt meirihlutaáliti og var frumvarpið afgreitt óbreytt en Jódís Skúladóttir, fulltrúi Vinstri Grænna í nefndinni, segir málið hafa fengið mikla og góða umræðu. Það sé nú komið í þann farveg sem vænta mátti. Frumvarp um breytingar á lögreglulögum, sem fjallar um afbrotavarnir eða forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu, og er ekki síður umdeilt er aftur á móti enn í nefnd og Jódís segir mikilvægt að þar stigið verði mjög varlega til jarðar, líkt og hún kom inn á í ræðu sinni á þinginu í gær. „Það veldur mér ugg að sjá framgöngu lögreglu hér í ýmsum málum, hvort heldur sem það sé í almennum mótmælum eða við handtöku einstaklinga. Ég held að við þurfum að fara ákaflega varlega í auknar heimildir til lögreglu og að um það þurfi að vera mjög skýr lagaumgjörð,“ segir Jódís. Hún þori ekki að segja til um hvort málið verði afgreitt fyrir þinglok. Unnið sé að því að klára mörg stór mál. „Þetta er auðvitað bara inni í því eins og allt hitt en ég get ekki á þessari stundu tjáð mig um það hvaða mál verða kláruð og hvað ekki.“ Kostnaðarsamar málamiðlanir Vinstri Græn mælast með um þriggja prósenta fylgi samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup og Jódís segir hreyfinguna þurfa að líta alvarlega í eigin barm og leita í ræturnar. „Það hefur í ýmsum málum þurft að gera málamiðlanir sem ég held að hafa kostað okkur of mikið. En að sama skapi höfum við svo náð fram ýmsu sem samstarfsflokkar telja að hafi kostað þau talsvert.“ Vinstri Græn hafa gert of miklar málamiðlanir sem skila sér í fylgistapi að mati þingmanns flokksins.vísir/Vilhelm Hreyfingin þurfi að beita sér fyrir róttækari vinstristefnu, sem Jódís segir að verði að rúmast innan ríkisstjórnarsamstarfsins. „Ég held að við getum gert enn betur í að standa vörð um vinstri mál og standa vörð um okkar stefnu. Það reyni ég að gera alla daga og reyni að brýna mig í því,“ segir Jódís. Er þessi ríkisstjórn þá að fara lifa út kjörtímabilið? „Það er stefnt að því og ég sé því ekkert til fyrirstöðu ef samstarfið gengur upp. Það er auðvitað bara hver dagur fyrir sig, þar sem við erum að takast á frá ólíkum sjónarhornum. En við getum ekkert gefið meiri afslátt. Það er bara þannig og okkar fylgistölur styðja við það.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Vinstri græn Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira