Keypti gallaðan kveikjara og fær 50 þúsund krónur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. júní 2024 16:41 Fram kemur í úrskurðinum að kveikjarinn sé úr gulli. Myndin er úr safni. Getty Sölumaður sem seldi konu kveikjara á fimmtíu þúsund krónur ber að endurgreiða henni upphæð kveikjarans á þeim grundvelli að kveikjarinn reyndist gallaður eftir að hann hafði verið seldur. Í úrskurði kærunefndar vöru- og þjónustukaupa segir að konan hafi fest kaup á notuðum kveikjara úr gulli í verslun seljandans og greitt 50 þúsund krónur fyrir. Skömmu síðar hafi hún uppgötvað að hjólið á kveikjaranum væri mjög stíft en seljandinn ráðlagt henni að láta smyrja kveikjarann, sem hún og gerði, en kveikjarinn verið alveg jafn stífur í kjölfarið. Konan hafi því farið í verslunina á nýjan leik og beðið um að fá annað hvort endurgreitt fyrir hann eða nýjan kveikjara. Seljandinn, sem rekur umboðssölu með notuðum merkjavörum, hafi hins vegar sagt kveikjarann í góðu ástandi við kaupin. Hins vegar hafi kaupandinn skilað kveikjaranum í ólagi eftir að hafa sjálf tekið ákvörðun um að láta framkvæma viðgerð á honum. Þá bendir sölumaðurinn á að verslunin selji notaðar merkjavörur og að kaupandi geti ekki ábyrgst að seldar vörur séu eins og nýjar. Í skilmálum verslunarinnar, sem og á skilti í versluninni, komi skýrt fram að vörum í umboðssölu verði hvorki skilað né skipt. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að óumdeilt sé að kveikjarinn hafi verið stífur og ónothæfur þegar konan skilaði honum í verslunina og telur kærunefndin sýnt fram á að kveikjarinn sé haldinn galla. Seljandinn vildi meina að gallinn hefði komið upp eftir að hann var afhentur kaupanda en hún benti á að ekki hafi verið hægt að prófa hann fyrir kaupin þar sem vantað hefði gas á hann. Kaupanda og seljanda greindi á um hvort kaupandinn hafi farið með kveikjarann í viðgerð af eigin frumkvæði eða samkvæmt ráðleggingum seljandans. Konan sem keypti kveikjarann hafði að mati kærunefndarinnar ekki sýnt fram á að galli á kveikjaranum hafi komið upp eftir afhendingu hans. Því verði að líta svo á að galli hafi verið til staðar við afhendingu kveikjarans þegar kaupin fóru fram. Eins og mál þetta er vaxið telur kærunefndin að galli kveikjarans sé ekki óverulegur, enda nýtist hann kaupanda ekki og er því fallist á kröfu hennar um riftum kaupanna. Að því sögðu er seljandanum gert að endurgreiða kaupandanum þær 50 þúsund krónur sem kveikjarinn kostaði. Þá ber honum að greiða gjald vegna kostnaðar nefndarinnar af meðferð málsins að fjárhæð 35 þúsund krónur. Neytendur Verslun Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Í úrskurði kærunefndar vöru- og þjónustukaupa segir að konan hafi fest kaup á notuðum kveikjara úr gulli í verslun seljandans og greitt 50 þúsund krónur fyrir. Skömmu síðar hafi hún uppgötvað að hjólið á kveikjaranum væri mjög stíft en seljandinn ráðlagt henni að láta smyrja kveikjarann, sem hún og gerði, en kveikjarinn verið alveg jafn stífur í kjölfarið. Konan hafi því farið í verslunina á nýjan leik og beðið um að fá annað hvort endurgreitt fyrir hann eða nýjan kveikjara. Seljandinn, sem rekur umboðssölu með notuðum merkjavörum, hafi hins vegar sagt kveikjarann í góðu ástandi við kaupin. Hins vegar hafi kaupandinn skilað kveikjaranum í ólagi eftir að hafa sjálf tekið ákvörðun um að láta framkvæma viðgerð á honum. Þá bendir sölumaðurinn á að verslunin selji notaðar merkjavörur og að kaupandi geti ekki ábyrgst að seldar vörur séu eins og nýjar. Í skilmálum verslunarinnar, sem og á skilti í versluninni, komi skýrt fram að vörum í umboðssölu verði hvorki skilað né skipt. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að óumdeilt sé að kveikjarinn hafi verið stífur og ónothæfur þegar konan skilaði honum í verslunina og telur kærunefndin sýnt fram á að kveikjarinn sé haldinn galla. Seljandinn vildi meina að gallinn hefði komið upp eftir að hann var afhentur kaupanda en hún benti á að ekki hafi verið hægt að prófa hann fyrir kaupin þar sem vantað hefði gas á hann. Kaupanda og seljanda greindi á um hvort kaupandinn hafi farið með kveikjarann í viðgerð af eigin frumkvæði eða samkvæmt ráðleggingum seljandans. Konan sem keypti kveikjarann hafði að mati kærunefndarinnar ekki sýnt fram á að galli á kveikjaranum hafi komið upp eftir afhendingu hans. Því verði að líta svo á að galli hafi verið til staðar við afhendingu kveikjarans þegar kaupin fóru fram. Eins og mál þetta er vaxið telur kærunefndin að galli kveikjarans sé ekki óverulegur, enda nýtist hann kaupanda ekki og er því fallist á kröfu hennar um riftum kaupanna. Að því sögðu er seljandanum gert að endurgreiða kaupandanum þær 50 þúsund krónur sem kveikjarinn kostaði. Þá ber honum að greiða gjald vegna kostnaðar nefndarinnar af meðferð málsins að fjárhæð 35 þúsund krónur.
Neytendur Verslun Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira