Viðreisn býðst til að bjarga lögreglufrumvarpi dómsmálaráðherra Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. júní 2024 16:51 Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir flokkinn reiðubúinn að rjúfa „pattstöðuna“ um mikilvæg mál. Vísir/Arnar Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum miðar meðal annars að því að efla svokallaðar „afbrotavarnir“ eða „forvirkar rannsóknarheimildir“ lögreglu. Það er enn fast í nefnd og óljóst hvort takist að koma málinu í gegn áður en þingi verður slitið. Svo virðist sem Vinstri græn setji ýmsa fyrirvara við málið en í gær sagði Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, til dæmis að lögreglan ráði varla við þær valdheimildir sem hún hafi núna og spurði í ljósi þess hvort lögreglan hafi við auknar valdheimildir að gera. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði hún þá jafnframt að fara þyrfti „ákaflega varlega í auknar heimildir til lögreglu.“ Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar sagði í ræðu sinni á Alþingi í dag að það væri augljóst að VG tæki sér stöðu gegn frumvarpi dómsmálaráðherra um lögreglulögin. Hann sagði að það væri ekki sjálfbært fyrir þjóðina að hafa ríkisstjórn sem gengi út á gagnkvæmt neitunarvald flokkanna og að það megi ekki alltaf enda þannig að stjórnarflokkarnir stöðvi mál hvers annars óháð því hvort þingmeirihluti væri fyrir málum eða ekki. Sigmar sagði að líklega væri meirihluti fyrir breytingunum á lögreglulögum í þinginu og að Viðreisn, flokkur Sigmars, vildi leggja sitt af mörkum til að ná því máli í gegn. „Það er ekki ólíklegt að það sé meirihluti fyrir því hér í þinginu að fjölga hér lögreglumönnum, efla löggæslu og grípa til aðgerða gegn skipulagðri brotastarfsemi og hryðjuverkaógn þótt einn stjórnarflokkanna sé mögulega á móti því. Viðreisn vill leggja sitt af mörkum til að ná því máli í gegn bæði til að efla löggæslu í landinu og efla öryggi borgarinnar en ekki síður til að tryggja eftirlit með þeim valdheimildum sem beitt er.“ Sigmar benti á að þingmeirihluti væri fyrir breytingum í orkumálum og að Viðreisn sé til í samtal við alla flokka, óháð víglínu stjórnar- og stjórnarandstöðu um þau mál sem flokkurinn telji brýnt að ljúka áður en þingi sé slitið. „Sú pattstaða sem hér er uppi vegna ósættis innan stjórnarliðsins vinnur gegn hagsmunum almennings, ein leið út úr því er ofur einfaldlega að láta reyna á hver vilji þingsins er, óháð því hvað einstaka stjórnarflokkum kann að finnast.“ Viðreisn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögreglan Alþingi Tengdar fréttir VG geti ekki gefið meiri afslátt VG-liðar hafa gengið of langt í málamiðlunum í ríkisstjórnarsamstarfinu að mati þingmanns flokksins og hreyfingin getur ekki gefið meiri afslátt. Hún setur fyrirvara við frumvarp um afbrotavarnir sem enn á eftir að afgreiða úr nefnd. 5. júní 2024 13:13 Segir lögregluna varla ráða við núverandi valdheimildir Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í dag að það vekti með henni ugg að lesa „nær daglega“ fréttir af lögreglu sem fara offari í aðgerðum sínum og beiti almenna borgara valdi og hörku. 4. júní 2024 16:50 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Svo virðist sem Vinstri græn setji ýmsa fyrirvara við málið en í gær sagði Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, til dæmis að lögreglan ráði varla við þær valdheimildir sem hún hafi núna og spurði í ljósi þess hvort lögreglan hafi við auknar valdheimildir að gera. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði hún þá jafnframt að fara þyrfti „ákaflega varlega í auknar heimildir til lögreglu.“ Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar sagði í ræðu sinni á Alþingi í dag að það væri augljóst að VG tæki sér stöðu gegn frumvarpi dómsmálaráðherra um lögreglulögin. Hann sagði að það væri ekki sjálfbært fyrir þjóðina að hafa ríkisstjórn sem gengi út á gagnkvæmt neitunarvald flokkanna og að það megi ekki alltaf enda þannig að stjórnarflokkarnir stöðvi mál hvers annars óháð því hvort þingmeirihluti væri fyrir málum eða ekki. Sigmar sagði að líklega væri meirihluti fyrir breytingunum á lögreglulögum í þinginu og að Viðreisn, flokkur Sigmars, vildi leggja sitt af mörkum til að ná því máli í gegn. „Það er ekki ólíklegt að það sé meirihluti fyrir því hér í þinginu að fjölga hér lögreglumönnum, efla löggæslu og grípa til aðgerða gegn skipulagðri brotastarfsemi og hryðjuverkaógn þótt einn stjórnarflokkanna sé mögulega á móti því. Viðreisn vill leggja sitt af mörkum til að ná því máli í gegn bæði til að efla löggæslu í landinu og efla öryggi borgarinnar en ekki síður til að tryggja eftirlit með þeim valdheimildum sem beitt er.“ Sigmar benti á að þingmeirihluti væri fyrir breytingum í orkumálum og að Viðreisn sé til í samtal við alla flokka, óháð víglínu stjórnar- og stjórnarandstöðu um þau mál sem flokkurinn telji brýnt að ljúka áður en þingi sé slitið. „Sú pattstaða sem hér er uppi vegna ósættis innan stjórnarliðsins vinnur gegn hagsmunum almennings, ein leið út úr því er ofur einfaldlega að láta reyna á hver vilji þingsins er, óháð því hvað einstaka stjórnarflokkum kann að finnast.“
Viðreisn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögreglan Alþingi Tengdar fréttir VG geti ekki gefið meiri afslátt VG-liðar hafa gengið of langt í málamiðlunum í ríkisstjórnarsamstarfinu að mati þingmanns flokksins og hreyfingin getur ekki gefið meiri afslátt. Hún setur fyrirvara við frumvarp um afbrotavarnir sem enn á eftir að afgreiða úr nefnd. 5. júní 2024 13:13 Segir lögregluna varla ráða við núverandi valdheimildir Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í dag að það vekti með henni ugg að lesa „nær daglega“ fréttir af lögreglu sem fara offari í aðgerðum sínum og beiti almenna borgara valdi og hörku. 4. júní 2024 16:50 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
VG geti ekki gefið meiri afslátt VG-liðar hafa gengið of langt í málamiðlunum í ríkisstjórnarsamstarfinu að mati þingmanns flokksins og hreyfingin getur ekki gefið meiri afslátt. Hún setur fyrirvara við frumvarp um afbrotavarnir sem enn á eftir að afgreiða úr nefnd. 5. júní 2024 13:13
Segir lögregluna varla ráða við núverandi valdheimildir Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í dag að það vekti með henni ugg að lesa „nær daglega“ fréttir af lögreglu sem fara offari í aðgerðum sínum og beiti almenna borgara valdi og hörku. 4. júní 2024 16:50