Stefnubreyting í fjármögnun borgarinnar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. júní 2024 21:09 Hildur Björnsdóttir segir að lántaka borgarinnar upp á 100 milljónir evra sé til marks um fjármögnunarvanda borgarinnar Ívar Fannar Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir lántöku borgarinnar upp á 100 milljónir evra frá Þróunarbanka Evrópuráðsins, CEB, marka stefnubreytingu í fjármögnun borgarinnar. Borginni hafi gengið illa að fjármagna sig á skuldabréfaútboðum og hafi ekki átt annarra kosta völ en að leita á náðir þróunarbankans. Síðdegis í dag kom borgarstjórn saman á aukafundi þar sem lántaka upp á 100 milljónir evra, sem gera um 15 milljarða króna, var samþykkt. Láninu er ætlað að fjármagna viðhaldsátak í húsnæði grunnskóla, leikskóla og frístundar. Borgin í basli með fjármögnun Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks Fólksins sagði að lántakan væri örþrifaráð sem borgin væri að grípa til vegna slakrar fjármálastöðu. „Sérstakt þykir að þróunarbankinn, sem hefur það að markmiði að styrkja samfélög sem eiga undir högg að sækja, hyggist nú veita lán til borgar sem hefur trassað að halda við skólabyggingum í áraraðir þrátt fyrir að geta talist velmegunarborg,“ segir í bókun Flokks Fólksins. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að borgin sé í basli með fjármögnun. „Við höfum gert athugasemdir um árabil við þessa miklu skuldsetningu borgarinnar. Við hefðum ekki samþykkt frekari lántökur á meðan ekki er verið að taka til í rekstri borgarinnar,“ segir Hildur. Skuldabréfaútboð hafi gengið illa vegna þess að markaðurinn hefur misst alla tiltrú á rekstri borgarinnar. Um sé að ræða stefnubreytingu í fjármögnun borgarinnar, sem hefur almennt verið að fjármagna sig innanlands með íslenskum krónum. Hún segir að ekki sé hægt að gulltryggja að það verði engin gengisáhætta í þessu máli. Áhersla á gæluverkefni meðan grunnrekstur borgarinnar mætir afgangi Hildur segir að viðhaldsátakið sem á að ráðast í sé afleiðing af margra ára sinnuleysi í grunnrekstri og almennu viðhaldi skólanna. Þetta sé margra ára uppsafnaður viðhaldsvandi, sem verið er að bæta úr. „Ég held það skorti bara mjög skýran fókus á grunnrekstur borgarinnar, og ég held að það sé nákvæmlega það sem þarf í reksturinn, það þarf skýran fókus á að forgangsraða í þágu grunnþjónustu.“ Mikil áhersla hafi verið á það sem kallað er gæluverkefni, verkefni sem ekki eiga að vera í forgangi, á meðan annað hefur setið á hakanum. Borgarstjórn Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Síðdegis í dag kom borgarstjórn saman á aukafundi þar sem lántaka upp á 100 milljónir evra, sem gera um 15 milljarða króna, var samþykkt. Láninu er ætlað að fjármagna viðhaldsátak í húsnæði grunnskóla, leikskóla og frístundar. Borgin í basli með fjármögnun Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks Fólksins sagði að lántakan væri örþrifaráð sem borgin væri að grípa til vegna slakrar fjármálastöðu. „Sérstakt þykir að þróunarbankinn, sem hefur það að markmiði að styrkja samfélög sem eiga undir högg að sækja, hyggist nú veita lán til borgar sem hefur trassað að halda við skólabyggingum í áraraðir þrátt fyrir að geta talist velmegunarborg,“ segir í bókun Flokks Fólksins. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að borgin sé í basli með fjármögnun. „Við höfum gert athugasemdir um árabil við þessa miklu skuldsetningu borgarinnar. Við hefðum ekki samþykkt frekari lántökur á meðan ekki er verið að taka til í rekstri borgarinnar,“ segir Hildur. Skuldabréfaútboð hafi gengið illa vegna þess að markaðurinn hefur misst alla tiltrú á rekstri borgarinnar. Um sé að ræða stefnubreytingu í fjármögnun borgarinnar, sem hefur almennt verið að fjármagna sig innanlands með íslenskum krónum. Hún segir að ekki sé hægt að gulltryggja að það verði engin gengisáhætta í þessu máli. Áhersla á gæluverkefni meðan grunnrekstur borgarinnar mætir afgangi Hildur segir að viðhaldsátakið sem á að ráðast í sé afleiðing af margra ára sinnuleysi í grunnrekstri og almennu viðhaldi skólanna. Þetta sé margra ára uppsafnaður viðhaldsvandi, sem verið er að bæta úr. „Ég held það skorti bara mjög skýran fókus á grunnrekstur borgarinnar, og ég held að það sé nákvæmlega það sem þarf í reksturinn, það þarf skýran fókus á að forgangsraða í þágu grunnþjónustu.“ Mikil áhersla hafi verið á það sem kallað er gæluverkefni, verkefni sem ekki eiga að vera í forgangi, á meðan annað hefur setið á hakanum.
Borgarstjórn Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira