„Eins og þetta hafi gerst í gær á þessum stöðum“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. júní 2024 10:54 Þórhallur Heimisson ræddi áttatíu ára afmæli innrásarinnar í Normandí. Minningarathöfn var haldin á Gold ströndinni í Normandí í morgun. vísir/getty Áttatíu ár eru liðin frá árásinni í Normandí, þar sem herlið Bandamanna réðst inn í Frakkland til að frelsa Evrópu undan oki nasismans. Séra Þórhallur Heimisson stendur fyrir ferð á þessar sögulegu slóðir. Þórhallur ræddi tímamótin og ferðina í Bítinu. Hann heldur til Normandí síðar á árinu í tilefni þessara tímamóta. „Það er ótrúlegt að koma þarna vegna þess að það er eins og þetta hafi gerst í gær á þessum stöðum,“ segir Þórhallur sem kveðst vera „ólæknandi söguáhugamaður“. Hann fór síðast í formlega ferð til Normandí fyrir tuttugu árum, á sextíu ára afmæli innrásarinnar. „Ég var að gefa út bók þarna, sem heitir Ragnarök, og fjallaði um tíu stærstu orrustur sögunnar. Úrslitaorrustur sem háðar hafa verið og breytt veraldarsögunni. Ein af þessum orrustum var Normandí og einhverjir höfðu samband til að spyrja hvort við skyldum ekki fara til Normandí og úr varð 50 manna ferð á þessar slóðir.“ Minningarathafnir fara nú fram í Normandí í Frakklandi og á Bretlandseyjum til þess að minnast innrásarinnar. Þórhallur tekur undir að meira mætti gera úr þessum atburði. Íslendingar gleymi hversu nálægt þeir standi þessari árás. „Margir kanadískir og breskum hermönnum, sem voru á Íslandi, sem voru sendir á innrásardaginn til Normandí og féllu þar. Í ferð okkar fyrir tuttugu árum var kona sem átti föður sem var Kanadamaður og var sendur frá Íslandi og féll þarna. Hún hafði ekki komið þarna en þetta var ógleymanlegt.“ Því var haldið í kanadíska herkirkjugarðinn í Normandí. Tilfinningaþrungin stund, segir Þórhallur. Um var að ræða stærstu innrás í sögunni. „Það sem meira er að þegar innrásaráætlunin var á enda komin og menn búnir að taka Normandí, þá voru tvær milljónir hermanna búnir að stíga á land og 350 þúsund Þjóðverjar fallnir eða særðir. Þannig þetta var gríðarleg hernaðaraðgerð.“ Ferð Þórhalls og félaga hefst á Englandi, í hergagnasafni í Portsmoutj, áður en haldið er siglingarleiðina til Normandí. Löngu uppselt er í ferðina, segir Þórhallur. Seinni heimsstyrjöldin Ferðalög Bítið Frakkland Bretland Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Þau sótt um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Sjá meira
Þórhallur ræddi tímamótin og ferðina í Bítinu. Hann heldur til Normandí síðar á árinu í tilefni þessara tímamóta. „Það er ótrúlegt að koma þarna vegna þess að það er eins og þetta hafi gerst í gær á þessum stöðum,“ segir Þórhallur sem kveðst vera „ólæknandi söguáhugamaður“. Hann fór síðast í formlega ferð til Normandí fyrir tuttugu árum, á sextíu ára afmæli innrásarinnar. „Ég var að gefa út bók þarna, sem heitir Ragnarök, og fjallaði um tíu stærstu orrustur sögunnar. Úrslitaorrustur sem háðar hafa verið og breytt veraldarsögunni. Ein af þessum orrustum var Normandí og einhverjir höfðu samband til að spyrja hvort við skyldum ekki fara til Normandí og úr varð 50 manna ferð á þessar slóðir.“ Minningarathafnir fara nú fram í Normandí í Frakklandi og á Bretlandseyjum til þess að minnast innrásarinnar. Þórhallur tekur undir að meira mætti gera úr þessum atburði. Íslendingar gleymi hversu nálægt þeir standi þessari árás. „Margir kanadískir og breskum hermönnum, sem voru á Íslandi, sem voru sendir á innrásardaginn til Normandí og féllu þar. Í ferð okkar fyrir tuttugu árum var kona sem átti föður sem var Kanadamaður og var sendur frá Íslandi og féll þarna. Hún hafði ekki komið þarna en þetta var ógleymanlegt.“ Því var haldið í kanadíska herkirkjugarðinn í Normandí. Tilfinningaþrungin stund, segir Þórhallur. Um var að ræða stærstu innrás í sögunni. „Það sem meira er að þegar innrásaráætlunin var á enda komin og menn búnir að taka Normandí, þá voru tvær milljónir hermanna búnir að stíga á land og 350 þúsund Þjóðverjar fallnir eða særðir. Þannig þetta var gríðarleg hernaðaraðgerð.“ Ferð Þórhalls og félaga hefst á Englandi, í hergagnasafni í Portsmoutj, áður en haldið er siglingarleiðina til Normandí. Löngu uppselt er í ferðina, segir Þórhallur.
Seinni heimsstyrjöldin Ferðalög Bítið Frakkland Bretland Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Þau sótt um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Sjá meira