Hin 32 ára gamla Sabrina tók við karlaliðið Ingolstadt í maí á þessu ári og fór liðið fimm leiki án ósigurs undir hennar stjórn. Nú hefur „bráðabirgða“ forskeytið verið tekið af og hefur Sabrina verið ráðin aðalþjálfari liðsins.
Sabrina #Wittmann is our new head coach! 👊⚫️🔴 pic.twitter.com/vyngP94fde
— FC Ingolstadt 04_EN (@Schanzer_EN) June 5, 2024
Ivo Grlic, yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu, sagði jákvæð viðbrögð leikmanna hópsins og árangur liðsins undir hennar stjórn hafa sýnt að hún væri rétti aðilinn í starfið.
„Ég er mjög stolt af því sem ég hef áorkað og stefni á að halda vegferðinni áfram. Þá þakka ég Ivo og Didi Biersdorfer (framkvæmdastjóra félagsins) fyrir traustið sem þeir hafa sýnt mér,“ sagði Sabrina í viðtali eftir að ráðningin var opinberuð.
Sabrina er til þessa eina konan sem hefur verið aðalþjálfari atvinnumanna liðs karla megin en Marie-Louise Eta er aðstoðarþjálfari Union Berlín í efstu deild. Hún stýrði liðinu tímabundið þegar liðið var í leit að nýjum aðalþjálfara á síðustu leiktíð.