Ríkisstjórnin hafi sjálf skilyrt stuðning við Úkraínu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. júní 2024 11:50 Þorbjörg Sigríður sakar utanríkisráðherra og ríkisstjórn um hræsni. vísir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina sjálfa hafa fallið á því prófi að styðja Úkraínu. Hún hafi raunar skilyrt stuðning sinn „við það sem henni liði vel með“. Þorbjörg vísar þar til afnám tollfrelsis á úkraínskum landbúnaðarvörum sem hafi strandað á sérhagsmunaaðilum. Í dag birti Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir grein á Vísi þar sem hún gagnrýnir harðlega þá utanríkisstefnu sem Halla Tómasdóttir bryddaði upp á í kappræðum í aðdraganda forsetakosninga. Inntakið er ekki væri sjálfsagt að Ísland kaupi vopn fyrir Úkraínu án samtals. Ísland gæti stutt Úkraínu með öðrum leiðum. Þórdís Kolbrún segir þetta hrokafulla afstöðu „að Úkraínumenn kaupi ekki það sem þá vantar helst heldur það sem okkur sjálfum líður best með“. Stuðningur Íslands við varnir Úkraínu gegn Rússum sé ekki andstaða við frið, heldur séu varnir til þess að verja friðinn. Þorbjörg Sigríður er sammála Þórdísi Kolbrúnu um þessa stefnu Íslands, þó það sé holur hljómur í því að kvarta undan skoðunum forseta í þessum efnum, sem hafi ekkert með málið að gera. Ríkisstjórnin hafi hins vegar sjálf fallið á þessu prófi, það er stuðningi við Úkraínu. „Einhver gæti sagt þá afstöðu hrokafulla“ „Það gerði hún þegar hún gat ekki hugsað sér að verða við beinni beiðni frá Úkraínu um fjárhagslegan stuðning með tollfrelsi á landbúnaðarvörum. Ástæðan var sú að ríkisstjórninni leið ekki vel með gagnrýni frá sérhagsmunaaðilum í matvælaframleiðslu. Hópi sem alltaf á greiðan aðgang að þessari ríkisstjórn,“ segir Þorbjörg Sigríður í pistli á Facebook. Og ennfremur: „Um leið og hagsmunaaðilar í matvælaframleiðslu mótmæltu neitaði ríkisstjórnin að framlengja þennan efnahagslega stuðning – sem Úkraína hafði berum orðum óskað eftir. Þar með var fjárhagslegur stuðningur ríkisstjórnarinnar skilyrtur við það sem ríkisstjórninni leið vel með og ekkert umfram það. Bréf frá Úkraínu þar sem sérstaklega var beðið um þennan stuðning taldi ekkert.“ Heitar umræður sköpuðust á þingi þegar lítill minnihluti stóð í vegi fyrir því að tollfrelsið yrði framlengt. Þorbjörg Sigríður rekur það hvernig Úkraínumenn hafi kallað eftir þessum stuðningi frá EFTA-ríkjum og fellt niður tolla á allar vörur inn á sitt yfirráðasvæði. „Ísland samþykkti þessa aðgerð til að byrja með og fetaði þar í fótspor Evrópusambandsins og Bretlands. En þetta gátu íslensk stjórnvöld bara hugsað sér að gera í eitt ár. Þegar kom að því að framlengja þennan stuðning strandaði málið á afstöðu ríkisstjórnarinnar vegna þess að sérhagsmunaaðilar mótmæltu. Þannig var nú utanríkisstefna ríkisstjórnarinnar í reynd. Einhver gæti sagt þá afstöðu hrokafulla,“ segir Þorbjörg Sigríður að lokum. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skattar og tollar Utanríkismál Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Í dag birti Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir grein á Vísi þar sem hún gagnrýnir harðlega þá utanríkisstefnu sem Halla Tómasdóttir bryddaði upp á í kappræðum í aðdraganda forsetakosninga. Inntakið er ekki væri sjálfsagt að Ísland kaupi vopn fyrir Úkraínu án samtals. Ísland gæti stutt Úkraínu með öðrum leiðum. Þórdís Kolbrún segir þetta hrokafulla afstöðu „að Úkraínumenn kaupi ekki það sem þá vantar helst heldur það sem okkur sjálfum líður best með“. Stuðningur Íslands við varnir Úkraínu gegn Rússum sé ekki andstaða við frið, heldur séu varnir til þess að verja friðinn. Þorbjörg Sigríður er sammála Þórdísi Kolbrúnu um þessa stefnu Íslands, þó það sé holur hljómur í því að kvarta undan skoðunum forseta í þessum efnum, sem hafi ekkert með málið að gera. Ríkisstjórnin hafi hins vegar sjálf fallið á þessu prófi, það er stuðningi við Úkraínu. „Einhver gæti sagt þá afstöðu hrokafulla“ „Það gerði hún þegar hún gat ekki hugsað sér að verða við beinni beiðni frá Úkraínu um fjárhagslegan stuðning með tollfrelsi á landbúnaðarvörum. Ástæðan var sú að ríkisstjórninni leið ekki vel með gagnrýni frá sérhagsmunaaðilum í matvælaframleiðslu. Hópi sem alltaf á greiðan aðgang að þessari ríkisstjórn,“ segir Þorbjörg Sigríður í pistli á Facebook. Og ennfremur: „Um leið og hagsmunaaðilar í matvælaframleiðslu mótmæltu neitaði ríkisstjórnin að framlengja þennan efnahagslega stuðning – sem Úkraína hafði berum orðum óskað eftir. Þar með var fjárhagslegur stuðningur ríkisstjórnarinnar skilyrtur við það sem ríkisstjórninni leið vel með og ekkert umfram það. Bréf frá Úkraínu þar sem sérstaklega var beðið um þennan stuðning taldi ekkert.“ Heitar umræður sköpuðust á þingi þegar lítill minnihluti stóð í vegi fyrir því að tollfrelsið yrði framlengt. Þorbjörg Sigríður rekur það hvernig Úkraínumenn hafi kallað eftir þessum stuðningi frá EFTA-ríkjum og fellt niður tolla á allar vörur inn á sitt yfirráðasvæði. „Ísland samþykkti þessa aðgerð til að byrja með og fetaði þar í fótspor Evrópusambandsins og Bretlands. En þetta gátu íslensk stjórnvöld bara hugsað sér að gera í eitt ár. Þegar kom að því að framlengja þennan stuðning strandaði málið á afstöðu ríkisstjórnarinnar vegna þess að sérhagsmunaaðilar mótmæltu. Þannig var nú utanríkisstefna ríkisstjórnarinnar í reynd. Einhver gæti sagt þá afstöðu hrokafulla,“ segir Þorbjörg Sigríður að lokum.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skattar og tollar Utanríkismál Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira