„Vonum að þetta skili jafn góðum árangri á Íslandi“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. júní 2024 15:28 Evrópski fjárfestingasjóðurinn undirritaði í dag samning um bakábyrgðir við Byggðastofnun vegna lána til lítilla og meðalstórra fyrirtækja í dreifðum byggðum landsins. Undirritunin átti að fara fram á Sauðárkróki sem ekki gekk eftir vegna veðurs, og var samningurinn því undirritaður í fjármálaráðuneytinu í morgun. Vísir/Elín Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aðgengi að ríflega þriggja milljarða króna fjármögnun í gegnum fjárfestingaáætlun Evrópusambandsins. Forstjóri Byggðastofnunar segir nýtt samkomulag við Fjárfestingabanka Evrópu meðal annars nýtast til kynslóðaskipta í landbúnaði og atvinnureksturs kvenna. Í dag var undirritaður samningur milli Byggðastofnunar og Evrópska fjárfestingasjóðsins um bankaábyrðir vegna lána til lítilla og meðalstórra fyrirtækja á landsbyggðinni. Verkefnið er stutt af InvestEU áætlun Evrópusambandsins. Arnar Már Elíasson, forstjóri Byggðastofnunar, segir samninginn taka við af öðrum samningi sem rann út um áramótin. „Það samkomulag gerði það af verkum að við gátum stofnað nýja lánaflokka í landsbyggðunum. Sér í lagi lán til kynslóðaskipta í landbúnaði sem hafa reynst mjög eftirsótt hjá okkur. Úr þeim lánaflokki höfum við veitt þrjátíu ungum bændum lán til þess að hefja búrekstur,“ segir Arnar Már. Arnar Már Elíasson, forstjóri Byggðastofnunar.Vísir/Bjarni Þar að auki hafi verið veitt lán til stuðnings atvinnurekstrar kvenna, umhverfisvænna verkefna og til fiskvinnslu og útgerða í viðkvæmum sjávarbyggðum. „Núna meðþessu nýja samkomulagi við Evrópubankann og með InvestEU samkomulaginu og þá getum við farið að bjóða þessa flokka aftur í landsbyggðunum enda er töluverð eftirspurn,“ segir Arnar Már, en í heildina er um að ræða aðgengi að 3,2 milljarða króna fjármögnun. Gert er ráð fyrir að styðja við að minnsta kosti 50 lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi. „Þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðisins eru á markaðssvæði Byggðastofnunar og geta þar af leiðandi sótt um í lánaflokkana okkar og við höfum ekki lent í því ennþá að hafa fengið meiri eftirspurn heldur en við höfum getað sinnt, þannig að það hafa allar lánsumsóknir verið metnar,“ segir Arnar. Fyrra samkomulag hafi til að mynda stuðlað að sköpun hundrað starfa í landsbyggðunum. Thomas Östros, varaforseti EIB Group.Vísir/Bjarni Thomas Östros, varaforseti EIB Group, segir sambærileg verkefni hafa borið mikinn árangur annars staðar í Evrópu. „Við vonum að þetta skili jafn góðum árangri hér á Íslandi,“ segir Östros í samtali við fréttastofu. „Þetta er sérstakt verkefni þar sem það beinist að dreifbýli svo ég hlakka til innleiðingar þessa verkefnis, að sjá kynslóðaskipti verða í sveitum eða sjá frumkvöðlastarfsemi kvenna þrífast örlítið betur vegna þessarar samvinnu. Því við erum að veita yfir tuttugu milljónum evra inn til lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi,“ segir Östros. Lucie Samcová-Hall Allen, sendiherra ESB á Íslandi.Vísir/Bjarni Sendiherra ESB á Íslandi fagnar einnig samkomulaginu, sem hún telur munu styrkja enn frekar samstarf Íslands og Evrópusambandsins. „Við höfum átt náið samband í yfir þrjátíu ár í gegnum EES samninginn. En ekki aðeins það, sambandið er einstaklega sterkt og við sjáum það ekki aðeins í efnahagslegu sambandi og í samskiptum manna á milli, heldur einnig íþví hvernig við getum unnið saman til að fást við sameiginlegar áskoranir. Við vinnum saman gegn loftslagsmálum, og áskorunum í utanríkismálum til dæmis á Norðurslóðum,“ segir Lucie Samcová-Hall Allen, sendiherra. Byggðamál Evrópusambandið Landbúnaður Nýsköpun Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Í dag var undirritaður samningur milli Byggðastofnunar og Evrópska fjárfestingasjóðsins um bankaábyrðir vegna lána til lítilla og meðalstórra fyrirtækja á landsbyggðinni. Verkefnið er stutt af InvestEU áætlun Evrópusambandsins. Arnar Már Elíasson, forstjóri Byggðastofnunar, segir samninginn taka við af öðrum samningi sem rann út um áramótin. „Það samkomulag gerði það af verkum að við gátum stofnað nýja lánaflokka í landsbyggðunum. Sér í lagi lán til kynslóðaskipta í landbúnaði sem hafa reynst mjög eftirsótt hjá okkur. Úr þeim lánaflokki höfum við veitt þrjátíu ungum bændum lán til þess að hefja búrekstur,“ segir Arnar Már. Arnar Már Elíasson, forstjóri Byggðastofnunar.Vísir/Bjarni Þar að auki hafi verið veitt lán til stuðnings atvinnurekstrar kvenna, umhverfisvænna verkefna og til fiskvinnslu og útgerða í viðkvæmum sjávarbyggðum. „Núna meðþessu nýja samkomulagi við Evrópubankann og með InvestEU samkomulaginu og þá getum við farið að bjóða þessa flokka aftur í landsbyggðunum enda er töluverð eftirspurn,“ segir Arnar Már, en í heildina er um að ræða aðgengi að 3,2 milljarða króna fjármögnun. Gert er ráð fyrir að styðja við að minnsta kosti 50 lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi. „Þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðisins eru á markaðssvæði Byggðastofnunar og geta þar af leiðandi sótt um í lánaflokkana okkar og við höfum ekki lent í því ennþá að hafa fengið meiri eftirspurn heldur en við höfum getað sinnt, þannig að það hafa allar lánsumsóknir verið metnar,“ segir Arnar. Fyrra samkomulag hafi til að mynda stuðlað að sköpun hundrað starfa í landsbyggðunum. Thomas Östros, varaforseti EIB Group.Vísir/Bjarni Thomas Östros, varaforseti EIB Group, segir sambærileg verkefni hafa borið mikinn árangur annars staðar í Evrópu. „Við vonum að þetta skili jafn góðum árangri hér á Íslandi,“ segir Östros í samtali við fréttastofu. „Þetta er sérstakt verkefni þar sem það beinist að dreifbýli svo ég hlakka til innleiðingar þessa verkefnis, að sjá kynslóðaskipti verða í sveitum eða sjá frumkvöðlastarfsemi kvenna þrífast örlítið betur vegna þessarar samvinnu. Því við erum að veita yfir tuttugu milljónum evra inn til lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi,“ segir Östros. Lucie Samcová-Hall Allen, sendiherra ESB á Íslandi.Vísir/Bjarni Sendiherra ESB á Íslandi fagnar einnig samkomulaginu, sem hún telur munu styrkja enn frekar samstarf Íslands og Evrópusambandsins. „Við höfum átt náið samband í yfir þrjátíu ár í gegnum EES samninginn. En ekki aðeins það, sambandið er einstaklega sterkt og við sjáum það ekki aðeins í efnahagslegu sambandi og í samskiptum manna á milli, heldur einnig íþví hvernig við getum unnið saman til að fást við sameiginlegar áskoranir. Við vinnum saman gegn loftslagsmálum, og áskorunum í utanríkismálum til dæmis á Norðurslóðum,“ segir Lucie Samcová-Hall Allen, sendiherra.
Byggðamál Evrópusambandið Landbúnaður Nýsköpun Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira