Fljótum við enn sofandi að feigðarósi? Erla Björnsdóttir skrifar 6. júní 2024 17:30 Nýlega svaraði heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson fyrirspurn Evu Sjafnar Helgadóttur þingmanns Pírata, um notkun Íslendinga á ADHD lyfjum og svefnlyfjum. Í svari hans kom fram að 26.654 Íslendingar fá uppáskrifuð svefnlyf sem samsvarar um 9% fullorðinna Íslendinga. Konur nota svefnlyf í miklum mæli en notkun þeirra er um 40% umfram það sem við sjáum meðal karla sem er í samræmi við aukið svefnleysi meðal kvenna. Undanfarinn áratug hefur átt sér stað vitundarvakning um mikilvægi svefns og almenningur virðist vera meðvitaðari um að svefn skiptir máli fyrir heilsu, afköst og vellíðan. Þrátt fyrir þessa auknu meðvitund um svefninn erum við ekki endilega að sjá bættar venjur og betri svefn meðal landsmanna sem endurspeglast vel í þessum tölum um óhóflega notkun svefnlyfja, sem er langt umfram það sem gengur og gerist í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Rannsóknir síðustu áratugi hafa sýnt fram á ýmsar neikvæðar afleiðingar sem fylgja langtímanotkun svefnlyfja, þar á meðal vitræna skerðingu, aukna hættu á byltum og beinbrotum, ávanabindingu og hugsanleg tengsl við aukna dánartíðni. Svefnlyf geta verið gagnleg í skamman tíma til að meðhöndla brátt og skammvinnt svefnleysi en langtímanotkun er ekki æskileg og samkvæmt klínískum leiðbeingum á ekki að nota svefnlyf lengur en 4 vikur samfellt. Samkvæmt alþjóðlegum klínískum leiðbeiningum á hugræn atferlismeðferð (HAM) alltaf að vera fyrsta úrræði langvarandi svefnleysis og rannsóknir sýna að þessi meðferð skilar bestum bestum árangri til lengri tíma. Aðgengi að HAM meðferð við svefnleysi hefur aukist mikið hér á landi undanfarin ár, Betri svefn hefur átt samstarf við heilsugæsluna um að auka aðgengi almennings að netmeðferð við svefnleysi ásamt því að bæði heilsugæslan og Betri svefn bjóða uppá hópmeðferðir við svefnvanda. Nýlega kom út smáforritið SheSleep sem er fyrsta smáforrit í heiminum sem er eingöngu fyrir konur er glíma við svefnvanda en þar geta konur nálgast hugræna atferlismeðferð við svefnvanda á ódýran og aðgengilegan máta. Það er því ljóst að margt horfir til betri vegar þegar kemur að almennri meðvitund um mikilvægi svefns og aðgengi að gagnreyndum úrræðum en betur má ef duga skal. Við hér á Íslandi höfum öll tækifæri til þess að snúa við þessari þróun varðandi óhóflega notkun svefnlyfja og starfa samkvæmt klínískum leiðbeiningum. Svefnlyf geta plástrað vandann og dregið úr einkennum tímabundið en eru ekki lausn til langtíma. Ég á mér þann draum að Ísland verði með lægstu notkun svefnlyfja eftir 5 ár og ég skora á stjórnvöld og heilbrigðisstarfsmenn um allt land að sameina krafta sína með mér og gera þennan draum að veruleika. Höfundur er sálfræðingur, doktor í Líf- og læknavísindum og framkvæmdastjóri Betri svefns Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svefn Heilbrigðismál Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Nýlega svaraði heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson fyrirspurn Evu Sjafnar Helgadóttur þingmanns Pírata, um notkun Íslendinga á ADHD lyfjum og svefnlyfjum. Í svari hans kom fram að 26.654 Íslendingar fá uppáskrifuð svefnlyf sem samsvarar um 9% fullorðinna Íslendinga. Konur nota svefnlyf í miklum mæli en notkun þeirra er um 40% umfram það sem við sjáum meðal karla sem er í samræmi við aukið svefnleysi meðal kvenna. Undanfarinn áratug hefur átt sér stað vitundarvakning um mikilvægi svefns og almenningur virðist vera meðvitaðari um að svefn skiptir máli fyrir heilsu, afköst og vellíðan. Þrátt fyrir þessa auknu meðvitund um svefninn erum við ekki endilega að sjá bættar venjur og betri svefn meðal landsmanna sem endurspeglast vel í þessum tölum um óhóflega notkun svefnlyfja, sem er langt umfram það sem gengur og gerist í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Rannsóknir síðustu áratugi hafa sýnt fram á ýmsar neikvæðar afleiðingar sem fylgja langtímanotkun svefnlyfja, þar á meðal vitræna skerðingu, aukna hættu á byltum og beinbrotum, ávanabindingu og hugsanleg tengsl við aukna dánartíðni. Svefnlyf geta verið gagnleg í skamman tíma til að meðhöndla brátt og skammvinnt svefnleysi en langtímanotkun er ekki æskileg og samkvæmt klínískum leiðbeingum á ekki að nota svefnlyf lengur en 4 vikur samfellt. Samkvæmt alþjóðlegum klínískum leiðbeiningum á hugræn atferlismeðferð (HAM) alltaf að vera fyrsta úrræði langvarandi svefnleysis og rannsóknir sýna að þessi meðferð skilar bestum bestum árangri til lengri tíma. Aðgengi að HAM meðferð við svefnleysi hefur aukist mikið hér á landi undanfarin ár, Betri svefn hefur átt samstarf við heilsugæsluna um að auka aðgengi almennings að netmeðferð við svefnleysi ásamt því að bæði heilsugæslan og Betri svefn bjóða uppá hópmeðferðir við svefnvanda. Nýlega kom út smáforritið SheSleep sem er fyrsta smáforrit í heiminum sem er eingöngu fyrir konur er glíma við svefnvanda en þar geta konur nálgast hugræna atferlismeðferð við svefnvanda á ódýran og aðgengilegan máta. Það er því ljóst að margt horfir til betri vegar þegar kemur að almennri meðvitund um mikilvægi svefns og aðgengi að gagnreyndum úrræðum en betur má ef duga skal. Við hér á Íslandi höfum öll tækifæri til þess að snúa við þessari þróun varðandi óhóflega notkun svefnlyfja og starfa samkvæmt klínískum leiðbeiningum. Svefnlyf geta plástrað vandann og dregið úr einkennum tímabundið en eru ekki lausn til langtíma. Ég á mér þann draum að Ísland verði með lægstu notkun svefnlyfja eftir 5 ár og ég skora á stjórnvöld og heilbrigðisstarfsmenn um allt land að sameina krafta sína með mér og gera þennan draum að veruleika. Höfundur er sálfræðingur, doktor í Líf- og læknavísindum og framkvæmdastjóri Betri svefns
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun