Í skugga sílóa og sandryks Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 8. júní 2024 10:00 Þorlákshöfn var á síðasta ári 41. sveitarfélagið til að taka þátt í verkefni Embætti landlæknis um Heilsueflandi samfélag. Á heimasíðu Ölfuss segir að meginmarkmið sveitarfélagsins sé að skapa tækifæri fyrir íbúa til bættra lífsgæða með fjölbreyttum möguleikum til hreyfingar, útiveru, íþróttaiðkunar og annarrar afþreyingar og frístundaiðju. Það skýtur því skökku við að ætla að reisa risavaxna mölunarverksmiðju í landi Þorlákshafnar, í heilsueflandi sveitarfélagi. Auk óprýði og stærðar verksmiðjunnar er hætta á umhverfisslysum, hljóð og umhverfismengun og öðru sem slíkur iðnaður hefur í för með sér. Náttúrufræðistofnun, Umhverfisstofnun, Hafrannsóknarstofnun, Vegagerðin, Samgöngustofa og Heilbrigðiseftirlit Suðurnlands hafa réttilega látið í ljós áhyggjur af fyrirhugaðri framkvæmd. Ef fram fer sem horfir og Heidelberg fær að reisa verksmiðju á landi sem samsvarar rúmlega þremur Klambratúnum í Reykjavík (Klambratún er 10ha, svæðin sem Heidelberg hefur til umráða 26 ha/ auk 7ha á hafnarsvæði) í aðeins 2,5 km fjarlægð frá nýrri íbúabyggð yrði það fordæmalaust og sannarlega óafturkræft skref fyrir íbúa Þorlákshafnar. Þarna yrði risastór verksmiðja sem mun skarta stórum sílóum, mögulega allt að 18 talsins, 52 metra háum og auðsýnt að slík verksmiðja muni hafa margvísleg neikvæð áhrif á umhverfið. Jarðefnaverksmiðju sem þessari munu fylgja miklir þungaflutningar með tilheyrandi megnun, raski og hávaða en áætlað er viðbótarumferð þungra ökutækja, sem talið er að tvöfaldist, muni hafa neikvæð áhrif á umferðaöryggi og væntanlega fjölga umferðaslysum um 1-2 á ári að mati Vegagerðarinnar. Til að bæta gráu ofan á svart er Heidelberg einnig með áætlanir um námuvinnslu af hafsbotni sem mun hafa gríðarleg óafturkræf áhrif á lífríki sveitarfélagsins og landsins alls. Námusvæðið er innan mikilvægs hrygningarsvæðis verðmætra nytjastofna, mögulega verðmætasta hrygningarsvæði landsins og því einstakt náttúrufyribæri. Þá mun fuglalíf einnig verða fyrir skaða þar sem sandsíli sem halda sig í fjörunni og eru lykiltegund í vistkerfi Selvogsbanka eru mikilvægasta fæða flestra sjófuglategunda. Þessar hugmyndir um efnistöku við Selvogsbanka sem, eins og lesa má, er afar verðmætt svæði eru því afar varhugaverðar. Þorlákshöfn býr yfir þeirri sérstöðu að þar er brimbrettasvæði sem þykir einstakt á heimsvísu. Brimbrettafélag Íslands er ungt, stofnað 2021, og tilgangur þess að vernda brimbrettastaði á Íslandi í samstarfi við yfirvöld. Markmið félagsins er einnig að fá helstu brimbrettastaði landsins skráða sem útivistarsvæði á aðalskipulagi viðkomandi sveitarfélaga og beita sér fyrir verndun tærleika sjávar við strendur landsins. Enda bendir Brimbrettafélagið réttilega á að náttúra landsins er viðkvæm og aukinnar vitundar og verndar er þörf ef tryggja á að komandi kynslóðir fái notið hennar. Brimbrettaiðkun við Þorlákshöfn á sér fáar hliðstæður og bagalegt að sveitarfélagið sjái ekki hag sinn í að styðja við og efla samstarf við félagið. Slík nýsköpun og uppbygging ætti að vera leiðarljós í heilsueflandi samfélagi enda starfsemin í takt við umhverfi og náttúru svo ekki sé minnst á heilsusamlegt gildi hennar. Nýtilkomnar hugmyndir um landfyllingu á brimbrettasvæðinu fela ekkert í sem nema eyðileggingu og eru fullkomlega órökstuddar. Þetta umfangsmikla verkefni styður á engan hátt við bætt lífsgæði íbúa og þá barna sem munu leika sér í skugga sílóa, í sandryki og í umferðarþunga þar sem áætlað er að byggja leikskóla steinsnar frá verksmiðjunni. Hvað þá heldur náttúru- og umhverfisvernd til framtíðar. Þarna virðist sem hagsmunum íbúa verði fórnað fyrir gróða fárra. Tilraunir minnihlutans í Ölfusi um að tala gegn þungaiðnaði í byggð og með því að hafa þarfir og vilja íbúa að leiðarljósi hafi fallið í grýttan jarðveg. Það er augljóst að vilji meirihluta íbúa fer ekki saman við vilja meirihlutans í bæjarstjórn. Við búum í gjöfulu landi umkringd þeim forréttindum sem ferskt loft, heilnæmt umhverfi og falleg náttúra býður upp á og ættum þess vegna öll að vinna saman að náttúru- og umhverfisvernd. Það hlýtur að vera önnur atvinnustarfsemi sem hægt er að ráðast í ef og þegar þörf er á. Starfsemi sem styður við vaxandi og öflugt samfélag þar sem börn, heldri borgarar og öll þar á milli geta unað sér í hreinni náttúru við áhugamál, störf, útiveru og afþreyingu sem sómi er að í heilsueflandi og barnvænu samfélagi. Höfundur er leik- og grunnskólakennari, oddviti VG í Suðurkjördæmi og stjórnarkona hreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Ölfus Heilsa Umhverfismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Þorlákshöfn var á síðasta ári 41. sveitarfélagið til að taka þátt í verkefni Embætti landlæknis um Heilsueflandi samfélag. Á heimasíðu Ölfuss segir að meginmarkmið sveitarfélagsins sé að skapa tækifæri fyrir íbúa til bættra lífsgæða með fjölbreyttum möguleikum til hreyfingar, útiveru, íþróttaiðkunar og annarrar afþreyingar og frístundaiðju. Það skýtur því skökku við að ætla að reisa risavaxna mölunarverksmiðju í landi Þorlákshafnar, í heilsueflandi sveitarfélagi. Auk óprýði og stærðar verksmiðjunnar er hætta á umhverfisslysum, hljóð og umhverfismengun og öðru sem slíkur iðnaður hefur í för með sér. Náttúrufræðistofnun, Umhverfisstofnun, Hafrannsóknarstofnun, Vegagerðin, Samgöngustofa og Heilbrigðiseftirlit Suðurnlands hafa réttilega látið í ljós áhyggjur af fyrirhugaðri framkvæmd. Ef fram fer sem horfir og Heidelberg fær að reisa verksmiðju á landi sem samsvarar rúmlega þremur Klambratúnum í Reykjavík (Klambratún er 10ha, svæðin sem Heidelberg hefur til umráða 26 ha/ auk 7ha á hafnarsvæði) í aðeins 2,5 km fjarlægð frá nýrri íbúabyggð yrði það fordæmalaust og sannarlega óafturkræft skref fyrir íbúa Þorlákshafnar. Þarna yrði risastór verksmiðja sem mun skarta stórum sílóum, mögulega allt að 18 talsins, 52 metra háum og auðsýnt að slík verksmiðja muni hafa margvísleg neikvæð áhrif á umhverfið. Jarðefnaverksmiðju sem þessari munu fylgja miklir þungaflutningar með tilheyrandi megnun, raski og hávaða en áætlað er viðbótarumferð þungra ökutækja, sem talið er að tvöfaldist, muni hafa neikvæð áhrif á umferðaöryggi og væntanlega fjölga umferðaslysum um 1-2 á ári að mati Vegagerðarinnar. Til að bæta gráu ofan á svart er Heidelberg einnig með áætlanir um námuvinnslu af hafsbotni sem mun hafa gríðarleg óafturkræf áhrif á lífríki sveitarfélagsins og landsins alls. Námusvæðið er innan mikilvægs hrygningarsvæðis verðmætra nytjastofna, mögulega verðmætasta hrygningarsvæði landsins og því einstakt náttúrufyribæri. Þá mun fuglalíf einnig verða fyrir skaða þar sem sandsíli sem halda sig í fjörunni og eru lykiltegund í vistkerfi Selvogsbanka eru mikilvægasta fæða flestra sjófuglategunda. Þessar hugmyndir um efnistöku við Selvogsbanka sem, eins og lesa má, er afar verðmætt svæði eru því afar varhugaverðar. Þorlákshöfn býr yfir þeirri sérstöðu að þar er brimbrettasvæði sem þykir einstakt á heimsvísu. Brimbrettafélag Íslands er ungt, stofnað 2021, og tilgangur þess að vernda brimbrettastaði á Íslandi í samstarfi við yfirvöld. Markmið félagsins er einnig að fá helstu brimbrettastaði landsins skráða sem útivistarsvæði á aðalskipulagi viðkomandi sveitarfélaga og beita sér fyrir verndun tærleika sjávar við strendur landsins. Enda bendir Brimbrettafélagið réttilega á að náttúra landsins er viðkvæm og aukinnar vitundar og verndar er þörf ef tryggja á að komandi kynslóðir fái notið hennar. Brimbrettaiðkun við Þorlákshöfn á sér fáar hliðstæður og bagalegt að sveitarfélagið sjái ekki hag sinn í að styðja við og efla samstarf við félagið. Slík nýsköpun og uppbygging ætti að vera leiðarljós í heilsueflandi samfélagi enda starfsemin í takt við umhverfi og náttúru svo ekki sé minnst á heilsusamlegt gildi hennar. Nýtilkomnar hugmyndir um landfyllingu á brimbrettasvæðinu fela ekkert í sem nema eyðileggingu og eru fullkomlega órökstuddar. Þetta umfangsmikla verkefni styður á engan hátt við bætt lífsgæði íbúa og þá barna sem munu leika sér í skugga sílóa, í sandryki og í umferðarþunga þar sem áætlað er að byggja leikskóla steinsnar frá verksmiðjunni. Hvað þá heldur náttúru- og umhverfisvernd til framtíðar. Þarna virðist sem hagsmunum íbúa verði fórnað fyrir gróða fárra. Tilraunir minnihlutans í Ölfusi um að tala gegn þungaiðnaði í byggð og með því að hafa þarfir og vilja íbúa að leiðarljósi hafi fallið í grýttan jarðveg. Það er augljóst að vilji meirihluta íbúa fer ekki saman við vilja meirihlutans í bæjarstjórn. Við búum í gjöfulu landi umkringd þeim forréttindum sem ferskt loft, heilnæmt umhverfi og falleg náttúra býður upp á og ættum þess vegna öll að vinna saman að náttúru- og umhverfisvernd. Það hlýtur að vera önnur atvinnustarfsemi sem hægt er að ráðast í ef og þegar þörf er á. Starfsemi sem styður við vaxandi og öflugt samfélag þar sem börn, heldri borgarar og öll þar á milli geta unað sér í hreinni náttúru við áhugamál, störf, útiveru og afþreyingu sem sómi er að í heilsueflandi og barnvænu samfélagi. Höfundur er leik- og grunnskólakennari, oddviti VG í Suðurkjördæmi og stjórnarkona hreyfingarinnar.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun