Röng ákvörðun ráðherra Henry Alexander Henrysson skrifar 11. júní 2024 12:01 Ákvarðanir eiga helst að byggja á rökstuðningi fyrir upplýstri skoðun. Oft höfum við trú á ákvörðunum þar sem rökstuðningurinn byggir á tryggum forsendum. Sem dæmi má nefna að miðað við eina forsendu sem Bjarkey Gunnarsdóttir gaf fyrir ákvörðun sinni um að gefa út leyfi til hvalveiða virðist ákvörðunin skynsamleg. Forsendan var sú að það „eina sem væri ljóst í hennar huga“ væri að „við ætlum að klára þetta ríkisstjórnarsamstarf“. En þótt slík forsenda geti virkað sem góð röksemd fyrir ákvörðun, getur ákvörðunin samt sem áður verið óréttmæt. Og það kemur í ljós þegar aðrar forsendur Bjarkeyjar eru skoðaðar. Ef frá er skilin sú ágæta forsenda að halda í ráðherrastól stendur ekki steinn yfir steini í ákvörðun hennar. Tilraunir hennar til að takmarka leyfið (og gera það „varfærið“) gera ekkert annað en að draga fram fáránleikann í framkvæmdinni. Mér sýnist að mistökin kristallist í þeirri forsendu sem virðist liggja öllu málinu til grundvallar í ráðuneytinu. Í gegnum allt málið virðist fólk telja að hvalir séu auðlind og spurningin hvort gefa eigi út leyfi til hvalveiða sé spurning um stjórn náttúruauðlinda. En þessi forsenda er eins röng og vera má. Villt spendýr geta ekki talist náttúruauðlind. Og ég held að fáar þjóðir horfi þannig á villt spendýr. Þau geta vissulega gefið tekjumöguleika – og í undantekningartilfellum á afskekktum svæðum verið lífsbjörg – en villt spendýr eru einfaldlega svo lítill hluti af lífmassa spendýra heimsins að við megum teljast heppin að einhver eru eftir. Raunar er „heppni“ mögulega ekki rétta orðið. Enn eru til villt spendýr á jörðinni vegna hetjulegrar baráttu einstaklinga og samtaka fyrir verndun þeirra. Tegundum fækkar þó hratt. Nú geri ég mér grein fyrir að einhverjir lesendur munu hrópa upp fyrir sig og segja að auðvitað séu villt spendýr auðlind þar sem allar þjóðir leyfi veiði á þeim. En hér komum við einmitt að kjarna málsins. Veiðar á villtum spendýrum eru vissulega leyfðar, en sem undantekning frá meginreglu um að láta þau áfram vera náttúruprýði. Hingað er siðferði okkar komið (og raunar er stór hluti fólks sem hafnar öllum veiðum). Skilyrðin fyrir veiðum eru einföld. Við leyfum veiðar ef kjötið er mikilvæg og nauðsynleg fæða fólks. Þá geta veiðar einnig verið réttlætanlegar ef nauðsynlegt er að grisja stofna, til dæmis vegna skorts á rándýrum til að halda þeim í skefjum eða þar sem stofnar og hópar hafa lokast inni á afmörkuðum svæðum vegna mannvirkja. Að lokum leyfum við veiðar á dýrum sem sannarlega flokkast sem meindýr og ógna tilveru okkar og lífsskilyrðum. Veiðar eru sem sagt ekki leyfðar vegna þess að villt spendýr eru einhvers konar auðlind, heldur vegna þess að góð ástæða er til að leyfa veiðarnar og fólk hefur áhuga á að fá að taka þær að sér (stundum með því að fjárfesta í dýrum veiðileyfum sem meðal annars útskýrir hvers vegna þau geta verið tekjulind). Veiðar á langreyðum falla augljóslega ekki undir nein þessara skilyrða. Þær hafa ekkert að gera með fæðuöryggi okkar, það þarf ekki að grisja stofninn og ekki nokkur maður flokkar þessa ferðalanga hafsins og gesti í landhelginni sem meindýr. Í raun og veru ætti umræðan ekki að komast svo langt að tveir ráðherrar – og heilt ráðuneyti – ígrundi umsókn um veiðar á langreyðum mánuðum saman. Ef Íslendingar ætla að telja sig til siðaðra þjóða hefði mátt svara erindinu samdægurs. Þar fyrir utan eru tvö hliðarskilyrði sem veiðar á villtum spendýrum þurfa að mæta. Mögulega mæta veiðar á langreyðum því skilyrði að þær séu sjálfbærar. En þetta er einungis nauðsynlegt skilyrði en ekki nægjanlegt eins og sumir ráðamenn virðast halda. Okkur ber ekki skylda til að veiða öll spendýr sem ekki eru í útrýmingarhættu. Skilyrðin sem nefnd voru að ofan þurfa einnig að vera uppfyllt. Seinna hliðarskilyrðið er svo mikilvægast af þeim öllum. Hér á ég við það skilyrði að veiðarnar (allar veiðar – einnig á meindýrum) verða að vera mannúðlegar. Og hér stendur hnífurinn í kúnni – eða hvalnum. Langreyður er nærst stærsta dýrategund jarðar. Hennar óheppni er að vera örlítið minni heldur en steypireyður sem engum dettur í hug að veiða enda táknmynd umhverfisverndar í heiminum. Ekki hvarflar að Norðmönnum að veiða langreyðar í samtímanum þótt þar fari mikil hvalveiðiþjóð. Veiðar á þessum risavöxnu skepnum eru erfiðar og ekki nokkur leið að tryggja mannúðlega aflífun þeirra í aðstæðum þar sem bæði veiðimaður og bráð eru á hreyfingu. Þetta virðast allar þjóðir vita en af ástæðum sem ég hef aldrei skilið telja Íslendingar sig þurfa að vita betur. Höfundur er heimspekingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalir Hvalveiðar Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Ákvarðanir eiga helst að byggja á rökstuðningi fyrir upplýstri skoðun. Oft höfum við trú á ákvörðunum þar sem rökstuðningurinn byggir á tryggum forsendum. Sem dæmi má nefna að miðað við eina forsendu sem Bjarkey Gunnarsdóttir gaf fyrir ákvörðun sinni um að gefa út leyfi til hvalveiða virðist ákvörðunin skynsamleg. Forsendan var sú að það „eina sem væri ljóst í hennar huga“ væri að „við ætlum að klára þetta ríkisstjórnarsamstarf“. En þótt slík forsenda geti virkað sem góð röksemd fyrir ákvörðun, getur ákvörðunin samt sem áður verið óréttmæt. Og það kemur í ljós þegar aðrar forsendur Bjarkeyjar eru skoðaðar. Ef frá er skilin sú ágæta forsenda að halda í ráðherrastól stendur ekki steinn yfir steini í ákvörðun hennar. Tilraunir hennar til að takmarka leyfið (og gera það „varfærið“) gera ekkert annað en að draga fram fáránleikann í framkvæmdinni. Mér sýnist að mistökin kristallist í þeirri forsendu sem virðist liggja öllu málinu til grundvallar í ráðuneytinu. Í gegnum allt málið virðist fólk telja að hvalir séu auðlind og spurningin hvort gefa eigi út leyfi til hvalveiða sé spurning um stjórn náttúruauðlinda. En þessi forsenda er eins röng og vera má. Villt spendýr geta ekki talist náttúruauðlind. Og ég held að fáar þjóðir horfi þannig á villt spendýr. Þau geta vissulega gefið tekjumöguleika – og í undantekningartilfellum á afskekktum svæðum verið lífsbjörg – en villt spendýr eru einfaldlega svo lítill hluti af lífmassa spendýra heimsins að við megum teljast heppin að einhver eru eftir. Raunar er „heppni“ mögulega ekki rétta orðið. Enn eru til villt spendýr á jörðinni vegna hetjulegrar baráttu einstaklinga og samtaka fyrir verndun þeirra. Tegundum fækkar þó hratt. Nú geri ég mér grein fyrir að einhverjir lesendur munu hrópa upp fyrir sig og segja að auðvitað séu villt spendýr auðlind þar sem allar þjóðir leyfi veiði á þeim. En hér komum við einmitt að kjarna málsins. Veiðar á villtum spendýrum eru vissulega leyfðar, en sem undantekning frá meginreglu um að láta þau áfram vera náttúruprýði. Hingað er siðferði okkar komið (og raunar er stór hluti fólks sem hafnar öllum veiðum). Skilyrðin fyrir veiðum eru einföld. Við leyfum veiðar ef kjötið er mikilvæg og nauðsynleg fæða fólks. Þá geta veiðar einnig verið réttlætanlegar ef nauðsynlegt er að grisja stofna, til dæmis vegna skorts á rándýrum til að halda þeim í skefjum eða þar sem stofnar og hópar hafa lokast inni á afmörkuðum svæðum vegna mannvirkja. Að lokum leyfum við veiðar á dýrum sem sannarlega flokkast sem meindýr og ógna tilveru okkar og lífsskilyrðum. Veiðar eru sem sagt ekki leyfðar vegna þess að villt spendýr eru einhvers konar auðlind, heldur vegna þess að góð ástæða er til að leyfa veiðarnar og fólk hefur áhuga á að fá að taka þær að sér (stundum með því að fjárfesta í dýrum veiðileyfum sem meðal annars útskýrir hvers vegna þau geta verið tekjulind). Veiðar á langreyðum falla augljóslega ekki undir nein þessara skilyrða. Þær hafa ekkert að gera með fæðuöryggi okkar, það þarf ekki að grisja stofninn og ekki nokkur maður flokkar þessa ferðalanga hafsins og gesti í landhelginni sem meindýr. Í raun og veru ætti umræðan ekki að komast svo langt að tveir ráðherrar – og heilt ráðuneyti – ígrundi umsókn um veiðar á langreyðum mánuðum saman. Ef Íslendingar ætla að telja sig til siðaðra þjóða hefði mátt svara erindinu samdægurs. Þar fyrir utan eru tvö hliðarskilyrði sem veiðar á villtum spendýrum þurfa að mæta. Mögulega mæta veiðar á langreyðum því skilyrði að þær séu sjálfbærar. En þetta er einungis nauðsynlegt skilyrði en ekki nægjanlegt eins og sumir ráðamenn virðast halda. Okkur ber ekki skylda til að veiða öll spendýr sem ekki eru í útrýmingarhættu. Skilyrðin sem nefnd voru að ofan þurfa einnig að vera uppfyllt. Seinna hliðarskilyrðið er svo mikilvægast af þeim öllum. Hér á ég við það skilyrði að veiðarnar (allar veiðar – einnig á meindýrum) verða að vera mannúðlegar. Og hér stendur hnífurinn í kúnni – eða hvalnum. Langreyður er nærst stærsta dýrategund jarðar. Hennar óheppni er að vera örlítið minni heldur en steypireyður sem engum dettur í hug að veiða enda táknmynd umhverfisverndar í heiminum. Ekki hvarflar að Norðmönnum að veiða langreyðar í samtímanum þótt þar fari mikil hvalveiðiþjóð. Veiðar á þessum risavöxnu skepnum eru erfiðar og ekki nokkur leið að tryggja mannúðlega aflífun þeirra í aðstæðum þar sem bæði veiðimaður og bráð eru á hreyfingu. Þetta virðast allar þjóðir vita en af ástæðum sem ég hef aldrei skilið telja Íslendingar sig þurfa að vita betur. Höfundur er heimspekingur
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun