Segir allan áburð um kynferðisbrot úr lausu lofti gripinn Jakob Bjarnar skrifar 11. júní 2024 15:30 Frystitogarinn Polar Nanoq við festar í Hafnarfjarðarhöfn. Grænlenska útgerðin hefur tekið áburð um meint kynferðisbrot óstinnt upp en vill ekki viðtal á þessu stigi að ráði lögmanna sinna. vísir/eyþor Frans Heilmann útgerðarstjóri Sigguk A/S, sem er undir hatti Polar Seafood, segir fréttaflutning af meintu kynferðisbroti í frystitogaranum Polar Nanoq illskiljanlegan og ömurlegan. „Þetta snýst um tilkynningu um þjófnað um borð í Polar Nanoq,“ segir Heilmann í samtali við Sermitsiaq, sem er stærsti fjölmiðill Grænlands. Málið hafi ekkert með kynferðisbrot að gera Það var Ríkisútvarpið sem greindi frá því að skipverji á Polar Nanoq hafi verið handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot. „Samkvæmt heimildum fréttastofu er maðurinn grunaður um að hafa farið með þolandann, konu, um borð í skipið í nótt og brotið á henni.“ Aðrir miðlar fengu þetta síðan staðfest frá lögreglu. Frans Heilmann segir hins vegar nákvæmlega ekkert hæft í þessu; frásagnir íslenskra miðla af því sem þarna átti sér stað sé út í hött. Þetta snúist um tilkynningu um þjófnað um borð. Þegar Vísir falaðist eftir samtali við Frans Heilmann sagðist hann að ráði lögmanna sinna ekki geta tjáð sig meðan frekari rannsókn á þeirra vegum hefur farið fram. Ástæðulaust að valda ótta heima fyrir Í Sermitsiaq er hins vegar vitnað í Heilmann sem segir ekkert styðja þessa frásögn; að handtaka hafi farið fram vegna gruns um kynferðisbrot. Frystitogarinn fór frá Íslandi í gær og eru allir í áhöfninni um borð. Engin grunur er uppi um neitt misjafnt af þeirra hálfu. Heilmann segist ekki vita hvernig sagan bjagaðist með þessum hætti en útgerðarfélagið sé nú að athuga hjá íslensku lögreglunni hvernig upplýsingagjöf var háttað. Lögreglan sé að rannsaka málið sem grun um þjófnað. Öllum í áhöfninni líði vel og það sé miður að aðstandendum þeirra hafi, með þessum hætti, verið valdið áhyggjum og jafnvel ótta, útskýrir Frans Heilmann. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónnn segist nú rétt í þessu ekki geta staðfest orð Frans Heilmann, ekki á þessu stigi máls. Málið sé í rannsókn. Lögreglumál Sjávarútvegur Grænland Tengdar fréttir Þremur skipverjum verið sleppt úr haldi Enginn er í varðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglu vegna gruns um kynferðisbrot sem sagt er tengjast skipverja á grænlenska frystitoganum Polar Nanoq. RÚV greindi frá því í gær, samkvæmt heimildum, að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi handtekið skipverja vegna gruns um kynferðisbrot og að fleiri skipverjar hafi verið yfirheyrðir. 9. júní 2024 10:56 Grunaður um að hafa brotið á konu um borð í Polar Nanoq Skipverji á grænlenska togaranum Polar Nanoq var handtekinn í morgun, grunaður um að hafa farið með konu um borð í togarann og brotið á henni kynferðislega. 8. júní 2024 18:22 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
„Þetta snýst um tilkynningu um þjófnað um borð í Polar Nanoq,“ segir Heilmann í samtali við Sermitsiaq, sem er stærsti fjölmiðill Grænlands. Málið hafi ekkert með kynferðisbrot að gera Það var Ríkisútvarpið sem greindi frá því að skipverji á Polar Nanoq hafi verið handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot. „Samkvæmt heimildum fréttastofu er maðurinn grunaður um að hafa farið með þolandann, konu, um borð í skipið í nótt og brotið á henni.“ Aðrir miðlar fengu þetta síðan staðfest frá lögreglu. Frans Heilmann segir hins vegar nákvæmlega ekkert hæft í þessu; frásagnir íslenskra miðla af því sem þarna átti sér stað sé út í hött. Þetta snúist um tilkynningu um þjófnað um borð. Þegar Vísir falaðist eftir samtali við Frans Heilmann sagðist hann að ráði lögmanna sinna ekki geta tjáð sig meðan frekari rannsókn á þeirra vegum hefur farið fram. Ástæðulaust að valda ótta heima fyrir Í Sermitsiaq er hins vegar vitnað í Heilmann sem segir ekkert styðja þessa frásögn; að handtaka hafi farið fram vegna gruns um kynferðisbrot. Frystitogarinn fór frá Íslandi í gær og eru allir í áhöfninni um borð. Engin grunur er uppi um neitt misjafnt af þeirra hálfu. Heilmann segist ekki vita hvernig sagan bjagaðist með þessum hætti en útgerðarfélagið sé nú að athuga hjá íslensku lögreglunni hvernig upplýsingagjöf var háttað. Lögreglan sé að rannsaka málið sem grun um þjófnað. Öllum í áhöfninni líði vel og það sé miður að aðstandendum þeirra hafi, með þessum hætti, verið valdið áhyggjum og jafnvel ótta, útskýrir Frans Heilmann. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónnn segist nú rétt í þessu ekki geta staðfest orð Frans Heilmann, ekki á þessu stigi máls. Málið sé í rannsókn.
Lögreglumál Sjávarútvegur Grænland Tengdar fréttir Þremur skipverjum verið sleppt úr haldi Enginn er í varðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglu vegna gruns um kynferðisbrot sem sagt er tengjast skipverja á grænlenska frystitoganum Polar Nanoq. RÚV greindi frá því í gær, samkvæmt heimildum, að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi handtekið skipverja vegna gruns um kynferðisbrot og að fleiri skipverjar hafi verið yfirheyrðir. 9. júní 2024 10:56 Grunaður um að hafa brotið á konu um borð í Polar Nanoq Skipverji á grænlenska togaranum Polar Nanoq var handtekinn í morgun, grunaður um að hafa farið með konu um borð í togarann og brotið á henni kynferðislega. 8. júní 2024 18:22 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Þremur skipverjum verið sleppt úr haldi Enginn er í varðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglu vegna gruns um kynferðisbrot sem sagt er tengjast skipverja á grænlenska frystitoganum Polar Nanoq. RÚV greindi frá því í gær, samkvæmt heimildum, að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi handtekið skipverja vegna gruns um kynferðisbrot og að fleiri skipverjar hafi verið yfirheyrðir. 9. júní 2024 10:56
Grunaður um að hafa brotið á konu um borð í Polar Nanoq Skipverji á grænlenska togaranum Polar Nanoq var handtekinn í morgun, grunaður um að hafa farið með konu um borð í togarann og brotið á henni kynferðislega. 8. júní 2024 18:22