Segir allan áburð um kynferðisbrot úr lausu lofti gripinn Jakob Bjarnar skrifar 11. júní 2024 15:30 Frystitogarinn Polar Nanoq við festar í Hafnarfjarðarhöfn. Grænlenska útgerðin hefur tekið áburð um meint kynferðisbrot óstinnt upp en vill ekki viðtal á þessu stigi að ráði lögmanna sinna. vísir/eyþor Frans Heilmann útgerðarstjóri Sigguk A/S, sem er undir hatti Polar Seafood, segir fréttaflutning af meintu kynferðisbroti í frystitogaranum Polar Nanoq illskiljanlegan og ömurlegan. „Þetta snýst um tilkynningu um þjófnað um borð í Polar Nanoq,“ segir Heilmann í samtali við Sermitsiaq, sem er stærsti fjölmiðill Grænlands. Málið hafi ekkert með kynferðisbrot að gera Það var Ríkisútvarpið sem greindi frá því að skipverji á Polar Nanoq hafi verið handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot. „Samkvæmt heimildum fréttastofu er maðurinn grunaður um að hafa farið með þolandann, konu, um borð í skipið í nótt og brotið á henni.“ Aðrir miðlar fengu þetta síðan staðfest frá lögreglu. Frans Heilmann segir hins vegar nákvæmlega ekkert hæft í þessu; frásagnir íslenskra miðla af því sem þarna átti sér stað sé út í hött. Þetta snúist um tilkynningu um þjófnað um borð. Þegar Vísir falaðist eftir samtali við Frans Heilmann sagðist hann að ráði lögmanna sinna ekki geta tjáð sig meðan frekari rannsókn á þeirra vegum hefur farið fram. Ástæðulaust að valda ótta heima fyrir Í Sermitsiaq er hins vegar vitnað í Heilmann sem segir ekkert styðja þessa frásögn; að handtaka hafi farið fram vegna gruns um kynferðisbrot. Frystitogarinn fór frá Íslandi í gær og eru allir í áhöfninni um borð. Engin grunur er uppi um neitt misjafnt af þeirra hálfu. Heilmann segist ekki vita hvernig sagan bjagaðist með þessum hætti en útgerðarfélagið sé nú að athuga hjá íslensku lögreglunni hvernig upplýsingagjöf var háttað. Lögreglan sé að rannsaka málið sem grun um þjófnað. Öllum í áhöfninni líði vel og það sé miður að aðstandendum þeirra hafi, með þessum hætti, verið valdið áhyggjum og jafnvel ótta, útskýrir Frans Heilmann. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónnn segist nú rétt í þessu ekki geta staðfest orð Frans Heilmann, ekki á þessu stigi máls. Málið sé í rannsókn. Lögreglumál Sjávarútvegur Grænland Tengdar fréttir Þremur skipverjum verið sleppt úr haldi Enginn er í varðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglu vegna gruns um kynferðisbrot sem sagt er tengjast skipverja á grænlenska frystitoganum Polar Nanoq. RÚV greindi frá því í gær, samkvæmt heimildum, að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi handtekið skipverja vegna gruns um kynferðisbrot og að fleiri skipverjar hafi verið yfirheyrðir. 9. júní 2024 10:56 Grunaður um að hafa brotið á konu um borð í Polar Nanoq Skipverji á grænlenska togaranum Polar Nanoq var handtekinn í morgun, grunaður um að hafa farið með konu um borð í togarann og brotið á henni kynferðislega. 8. júní 2024 18:22 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
„Þetta snýst um tilkynningu um þjófnað um borð í Polar Nanoq,“ segir Heilmann í samtali við Sermitsiaq, sem er stærsti fjölmiðill Grænlands. Málið hafi ekkert með kynferðisbrot að gera Það var Ríkisútvarpið sem greindi frá því að skipverji á Polar Nanoq hafi verið handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot. „Samkvæmt heimildum fréttastofu er maðurinn grunaður um að hafa farið með þolandann, konu, um borð í skipið í nótt og brotið á henni.“ Aðrir miðlar fengu þetta síðan staðfest frá lögreglu. Frans Heilmann segir hins vegar nákvæmlega ekkert hæft í þessu; frásagnir íslenskra miðla af því sem þarna átti sér stað sé út í hött. Þetta snúist um tilkynningu um þjófnað um borð. Þegar Vísir falaðist eftir samtali við Frans Heilmann sagðist hann að ráði lögmanna sinna ekki geta tjáð sig meðan frekari rannsókn á þeirra vegum hefur farið fram. Ástæðulaust að valda ótta heima fyrir Í Sermitsiaq er hins vegar vitnað í Heilmann sem segir ekkert styðja þessa frásögn; að handtaka hafi farið fram vegna gruns um kynferðisbrot. Frystitogarinn fór frá Íslandi í gær og eru allir í áhöfninni um borð. Engin grunur er uppi um neitt misjafnt af þeirra hálfu. Heilmann segist ekki vita hvernig sagan bjagaðist með þessum hætti en útgerðarfélagið sé nú að athuga hjá íslensku lögreglunni hvernig upplýsingagjöf var háttað. Lögreglan sé að rannsaka málið sem grun um þjófnað. Öllum í áhöfninni líði vel og það sé miður að aðstandendum þeirra hafi, með þessum hætti, verið valdið áhyggjum og jafnvel ótta, útskýrir Frans Heilmann. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónnn segist nú rétt í þessu ekki geta staðfest orð Frans Heilmann, ekki á þessu stigi máls. Málið sé í rannsókn.
Lögreglumál Sjávarútvegur Grænland Tengdar fréttir Þremur skipverjum verið sleppt úr haldi Enginn er í varðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglu vegna gruns um kynferðisbrot sem sagt er tengjast skipverja á grænlenska frystitoganum Polar Nanoq. RÚV greindi frá því í gær, samkvæmt heimildum, að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi handtekið skipverja vegna gruns um kynferðisbrot og að fleiri skipverjar hafi verið yfirheyrðir. 9. júní 2024 10:56 Grunaður um að hafa brotið á konu um borð í Polar Nanoq Skipverji á grænlenska togaranum Polar Nanoq var handtekinn í morgun, grunaður um að hafa farið með konu um borð í togarann og brotið á henni kynferðislega. 8. júní 2024 18:22 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Þremur skipverjum verið sleppt úr haldi Enginn er í varðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglu vegna gruns um kynferðisbrot sem sagt er tengjast skipverja á grænlenska frystitoganum Polar Nanoq. RÚV greindi frá því í gær, samkvæmt heimildum, að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi handtekið skipverja vegna gruns um kynferðisbrot og að fleiri skipverjar hafi verið yfirheyrðir. 9. júní 2024 10:56
Grunaður um að hafa brotið á konu um borð í Polar Nanoq Skipverji á grænlenska togaranum Polar Nanoq var handtekinn í morgun, grunaður um að hafa farið með konu um borð í togarann og brotið á henni kynferðislega. 8. júní 2024 18:22