Vonast til þess að ráðgátan um Lögréttutjöldin leysist Bjarki Sigurðsson skrifar 11. júní 2024 19:10 Lögréttutjöldin verða til sýnis á Þjóðminjasafninu frá og með föstudeginum 14. júní. Vísir/Einar Lögréttutjöldin eru komin aftur til Íslands eftir að hafa verið í Skotlandi í 166 ár. Verkefnastjóri sýningarinnar segir margt um sögu tjaldanna vera mikla ráðgátu og vonast til þess að læra meira um þau á meðan þau eru til sýnis. Lögréttutjöldin eru tvö tjöld úr ull og líni, skreytt útsaumi og áletrunum. Þau eru saumuð saman og á öðru þeirra eru spakmæli um lukku og á hinu brot úr Passíusálmum Hallgríms Péturssonar. Tjöldin eru kennd við Lögréttuhúsið sem stóð á þingvöllum og var fyrsta dómshús Íslendinga. Hver sem tjaldið eignast á, á aldrei lukku sleppa frá segir á öðru tjaldinu. „Þessi tjöld eru talin hafa verið í húsi á Þingvöllum á bilinu 1700-1800. Síðan þegar Lögrétta var lögð af á Þingvöllum 1798, þá fara tjöldin eitthvert á flakk, við vitum ekki hvert. Við vitum soldið lítið um söguna. Kannski að þessi sýning verði til þess að við fáum að vita meira,“ segir Anna Leif Auðar Elídóttir, safnkennari og verkefnastjóri Lögréttutjaldanna, en sýning tjaldanna hefst á föstudag. Vildu ekki rétta undir berum himni Tjöldin eru kennd við Lögréttuhúsið sem var fyrsta reista dómshúsið á Íslandi. Í hundruð ára var réttað undir berum himni á Þingvöllum og það í tvo daga á ári. Sá tími fór að lengjast og kvörtuðu menn yfir því að rétta úti. Þá voru reist tjöld en það var ekki nóg þar sem sumar á Íslandi er ekki ávísun á gott veður. „Þannig þá var ákveðið að byggja hús en það hús stóð ekki lengi því því var ekki nógu vel viðhaldið. Árið 1798 var það Magnús Stephensen sem ákvað að leggja Alþingi niður og færa það heim til sín á Leirá. Síðan var það flutt hingað til Reykjavíkur,“ segir Anna. Anna Leif Auðar Elídóttir er safnkennari og verkefnastjóri Lögréttutjaldanna.Vísir/Einar Eftir að tjöldin voru tekin niður enduðu þau í fórum Íslendings, Hallgríms Scheving, sem þá bjó á Bessastöðum. Árið 1858 selur hann þau eða gefur til Skotans Robert Mackey Smith. Sá hafði mikinn áhuga á Íslandi og sögu Íslendinga. „Hann fer með þau til Skotlands og selur þau inn til Þjóðminjasafns Skota, rétt eftir að það var stofnað. Þetta er eitt af fyrstu árunum sem það starfaði, rétt áður en Þjóðminjasafn Íslands var stofnað. Það var stofnað 1863. Þetta var bara rétt fyrir þann tíma,“ segir Anna. Tjöldin eru í láni frá Þjóðminjasafni Skotlands.Vísir/Einar Hún segist glöð yfir því að fleiri Íslendingar sinni íslensku menningarefni og varðveiti íslenska þjóðararfinn. Það er þó mikið gleðiefni að fá tjöldin lánuð frá Skoska þjóðminjasafninu og geta sýnt þau hér á landi næsta árið. Hver gerði þau? Hver borgaði? Hver átti þau? Lítið er vitað um gerð tjaldanna tveggja. Hver gerði þau, hver greiddi fyrir sauminn, hver átti þau upphaflega eru allt spurningar sem ekki eru til svör við. Líklega hafa þau þó verið saumuð af konum og nokkrir komið að gerðinni. Í tjöldin eru saumuð ýmis mynstur.Vísir/Einar „Efra tjaldið er aðeins lengra og þau eru saumuð saman á langhliðinni. Þau koma sennilega úr sitthvorri áttinni án þess að við vitum það því þau eru ekki með sama bakgrunninn. Það er texti á báðum tjöldunum sem er úr sitthvorri áttinni líka. Það er alveg líklegt að þau komi frá sitthvorum staðnum,“ segir Anna. Allra síðast þá á eg hér andláti mínu að gegna, sé þá, minn Guð, fyr sjónum þér sonar þíns pínan megna þegar hann lagður lágt á tré leit til þín augum grátande. Vægðu mér því hans vegna. segir á hinu tjaldinu. Passíusálmurinn er reyndar ekki allur á tjaldinu þar sem ekki var pláss fyrir síðustu línuna. „Kannski skipti síðasta línan ekki máli fyrir viðkomandi. Síðan er neðra klæðið, þá er þessi lukkuþula eða álög eða hvað við viljum kalla það. Annað hvort hefur klæðið ekki verið lengra og það vantar á þuluna eða það hefur verið skorið af henni,“ segir Anna en sú þula er heldur ekki fullklárið á tjaldinu. Hluti af Passíusálmum Hallgríms Péturssonar er á einu tjaldanna.Vísir/Einar Hafa ekki náð að rannsaka tjöldin Á þessum tíma voru hús gjarnan tjölduð að innan, bæði til prýðis og til einangrunar. Sumir höfðu útsaum í sínum tjöldum. „Þar sem verkið er ekki í okkar eigu þá hafa ekki farið fram rannsóknir á útsaumsaðferðinni, það er ekki búin að fara fram aldursgreining. Það er ekki búin að fara fram greining á litarefnum eða neitt slíkt. Þess vegna í rauninni vitum við ekki nógu mikið til þess að segja nákvæmlega til um þessi tjöld. Hvorki um sögu þeirra, uppruna né hversu margir komu að útsaumnum eða í hvaða tilgangi. Hvers vegna þau enduðu hjá Hallgrími Scheving, hvers vegna hann seldi þau úr landi. Við erum með svolítið mysteríska gátu hérna fyrir framan okkur sem mögulega einhverjar rannsóknir í framtíðinni geta leitt í ljós,“ segir Anna. „Grátande“ er hér saumað í tjöldin.Vísir/Einar Rándýrt verkefni Ljóst er að útsaumurinn hefur kostað ágætis pening en nokkur ár af vinnu tekur til að sauma í svo stór tjöld. Þá er notað litað garn, litað með litum sem þú færð ekki úr íslenskum jurtum. „Þú færð ekki bláan úr íslenskum jurtum. Ekki svona mikið af rauðu. Þannig þú þarft að flytja inn jurtir. Svo þarftu að kunna að sauma, þú þarft að sækja þér munstrin og teikna þau upp. Þannig þetta er ekki bara útsaumurinn sjálfur heldur öll undirbúningsvinnan líka. Það liggur töluverð vinna í þessu,“ segir Anna. Mögulega sé garnið flutt litað hingað til lands en það er heldur ekki vitað. Það yrði þó einnig dýrt að flytja garnið inn. Brúna garnið er það sem er hvað verst farið, líklegast þar sem notað var járn í litarefnið sem eyðir ullinni og gerir hana viðkvæmari.Vísir/Einar „Auðvitað ef að þú vilt vera með stofurnar þínar fínar, þá sýnir þú fína gripi sem að fólk hefur mikinn áhuga á að sjá. „Þessi er ríkur, hann getur verið með svona mörg ársverk af skreytingum á veggjum hjá sér“,“ segir Anna. Tjöldin eru sýnd í tilefni af áttatíu ára afmæli lýðveldisins og hefst sýningin sem fyrr segir föstudaginn 14. júní, þremur dögum fyrir þjóðhátíðardaginn. Anna segir það vera svo fólk geti nýtt stóra daginn í hátíðarhöld sem verða víða um borgina 17. júní. Fornminjar Skotland Bretland Alþingi Þingvellir Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Sjá meira
Lögréttutjöldin eru tvö tjöld úr ull og líni, skreytt útsaumi og áletrunum. Þau eru saumuð saman og á öðru þeirra eru spakmæli um lukku og á hinu brot úr Passíusálmum Hallgríms Péturssonar. Tjöldin eru kennd við Lögréttuhúsið sem stóð á þingvöllum og var fyrsta dómshús Íslendinga. Hver sem tjaldið eignast á, á aldrei lukku sleppa frá segir á öðru tjaldinu. „Þessi tjöld eru talin hafa verið í húsi á Þingvöllum á bilinu 1700-1800. Síðan þegar Lögrétta var lögð af á Þingvöllum 1798, þá fara tjöldin eitthvert á flakk, við vitum ekki hvert. Við vitum soldið lítið um söguna. Kannski að þessi sýning verði til þess að við fáum að vita meira,“ segir Anna Leif Auðar Elídóttir, safnkennari og verkefnastjóri Lögréttutjaldanna, en sýning tjaldanna hefst á föstudag. Vildu ekki rétta undir berum himni Tjöldin eru kennd við Lögréttuhúsið sem var fyrsta reista dómshúsið á Íslandi. Í hundruð ára var réttað undir berum himni á Þingvöllum og það í tvo daga á ári. Sá tími fór að lengjast og kvörtuðu menn yfir því að rétta úti. Þá voru reist tjöld en það var ekki nóg þar sem sumar á Íslandi er ekki ávísun á gott veður. „Þannig þá var ákveðið að byggja hús en það hús stóð ekki lengi því því var ekki nógu vel viðhaldið. Árið 1798 var það Magnús Stephensen sem ákvað að leggja Alþingi niður og færa það heim til sín á Leirá. Síðan var það flutt hingað til Reykjavíkur,“ segir Anna. Anna Leif Auðar Elídóttir er safnkennari og verkefnastjóri Lögréttutjaldanna.Vísir/Einar Eftir að tjöldin voru tekin niður enduðu þau í fórum Íslendings, Hallgríms Scheving, sem þá bjó á Bessastöðum. Árið 1858 selur hann þau eða gefur til Skotans Robert Mackey Smith. Sá hafði mikinn áhuga á Íslandi og sögu Íslendinga. „Hann fer með þau til Skotlands og selur þau inn til Þjóðminjasafns Skota, rétt eftir að það var stofnað. Þetta er eitt af fyrstu árunum sem það starfaði, rétt áður en Þjóðminjasafn Íslands var stofnað. Það var stofnað 1863. Þetta var bara rétt fyrir þann tíma,“ segir Anna. Tjöldin eru í láni frá Þjóðminjasafni Skotlands.Vísir/Einar Hún segist glöð yfir því að fleiri Íslendingar sinni íslensku menningarefni og varðveiti íslenska þjóðararfinn. Það er þó mikið gleðiefni að fá tjöldin lánuð frá Skoska þjóðminjasafninu og geta sýnt þau hér á landi næsta árið. Hver gerði þau? Hver borgaði? Hver átti þau? Lítið er vitað um gerð tjaldanna tveggja. Hver gerði þau, hver greiddi fyrir sauminn, hver átti þau upphaflega eru allt spurningar sem ekki eru til svör við. Líklega hafa þau þó verið saumuð af konum og nokkrir komið að gerðinni. Í tjöldin eru saumuð ýmis mynstur.Vísir/Einar „Efra tjaldið er aðeins lengra og þau eru saumuð saman á langhliðinni. Þau koma sennilega úr sitthvorri áttinni án þess að við vitum það því þau eru ekki með sama bakgrunninn. Það er texti á báðum tjöldunum sem er úr sitthvorri áttinni líka. Það er alveg líklegt að þau komi frá sitthvorum staðnum,“ segir Anna. Allra síðast þá á eg hér andláti mínu að gegna, sé þá, minn Guð, fyr sjónum þér sonar þíns pínan megna þegar hann lagður lágt á tré leit til þín augum grátande. Vægðu mér því hans vegna. segir á hinu tjaldinu. Passíusálmurinn er reyndar ekki allur á tjaldinu þar sem ekki var pláss fyrir síðustu línuna. „Kannski skipti síðasta línan ekki máli fyrir viðkomandi. Síðan er neðra klæðið, þá er þessi lukkuþula eða álög eða hvað við viljum kalla það. Annað hvort hefur klæðið ekki verið lengra og það vantar á þuluna eða það hefur verið skorið af henni,“ segir Anna en sú þula er heldur ekki fullklárið á tjaldinu. Hluti af Passíusálmum Hallgríms Péturssonar er á einu tjaldanna.Vísir/Einar Hafa ekki náð að rannsaka tjöldin Á þessum tíma voru hús gjarnan tjölduð að innan, bæði til prýðis og til einangrunar. Sumir höfðu útsaum í sínum tjöldum. „Þar sem verkið er ekki í okkar eigu þá hafa ekki farið fram rannsóknir á útsaumsaðferðinni, það er ekki búin að fara fram aldursgreining. Það er ekki búin að fara fram greining á litarefnum eða neitt slíkt. Þess vegna í rauninni vitum við ekki nógu mikið til þess að segja nákvæmlega til um þessi tjöld. Hvorki um sögu þeirra, uppruna né hversu margir komu að útsaumnum eða í hvaða tilgangi. Hvers vegna þau enduðu hjá Hallgrími Scheving, hvers vegna hann seldi þau úr landi. Við erum með svolítið mysteríska gátu hérna fyrir framan okkur sem mögulega einhverjar rannsóknir í framtíðinni geta leitt í ljós,“ segir Anna. „Grátande“ er hér saumað í tjöldin.Vísir/Einar Rándýrt verkefni Ljóst er að útsaumurinn hefur kostað ágætis pening en nokkur ár af vinnu tekur til að sauma í svo stór tjöld. Þá er notað litað garn, litað með litum sem þú færð ekki úr íslenskum jurtum. „Þú færð ekki bláan úr íslenskum jurtum. Ekki svona mikið af rauðu. Þannig þú þarft að flytja inn jurtir. Svo þarftu að kunna að sauma, þú þarft að sækja þér munstrin og teikna þau upp. Þannig þetta er ekki bara útsaumurinn sjálfur heldur öll undirbúningsvinnan líka. Það liggur töluverð vinna í þessu,“ segir Anna. Mögulega sé garnið flutt litað hingað til lands en það er heldur ekki vitað. Það yrði þó einnig dýrt að flytja garnið inn. Brúna garnið er það sem er hvað verst farið, líklegast þar sem notað var járn í litarefnið sem eyðir ullinni og gerir hana viðkvæmari.Vísir/Einar „Auðvitað ef að þú vilt vera með stofurnar þínar fínar, þá sýnir þú fína gripi sem að fólk hefur mikinn áhuga á að sjá. „Þessi er ríkur, hann getur verið með svona mörg ársverk af skreytingum á veggjum hjá sér“,“ segir Anna. Tjöldin eru sýnd í tilefni af áttatíu ára afmæli lýðveldisins og hefst sýningin sem fyrr segir föstudaginn 14. júní, þremur dögum fyrir þjóðhátíðardaginn. Anna segir það vera svo fólk geti nýtt stóra daginn í hátíðarhöld sem verða víða um borgina 17. júní.
Fornminjar Skotland Bretland Alþingi Þingvellir Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Sjá meira