Mesta mengunin vegna gossins mælst í Skotlandi Lovísa Arnardóttir skrifar 11. júní 2024 21:47 Þorsteinn segir vindátt algjörlega ráða því hvernig aðstæður eru vegna eldgossins. Vísir/Sigurjón Gosmóða frá eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni hefur legið yfir höfuðborgarsvæðinu og nágrenni í dag. Þorsteinn Jóhannsson, umhverfisfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir vindátt stjórna því hvert gosmóðan fer hverju sinni. Í dag hafi verið hægviðri í fyrsta sinn frá því að gosið hófst og því hafi móðan lagst yfir höfuðborgarsvæðið. Þorsteinn segir gildi mengunar hafa mælst mjög há í dag. Hæst hafi gildin farið yfir 700 míkrógrömm og það sé með því meira sem hafi mælst á höfuðborgarsvæðinu í síðustu eldgosum. Í menguninn voru bæði brennisteinsdíoxíð gas (SO2) og fíngert svifryk sem er súlfat agnir (SO4). Hann segir ekki um að ræða eiturgas og það sé afar ertandi, sérstaklega fyrir fólk sem er viðkvæmt fyrir. „Það finnur rækilega fyrir þessu,“ segir Þorsteinn og það eigi við um fólk með astma og undirliggjandi lungnasjúkdóma. Þau geti þurft að auka við lyfjagjöf. Auk þess séu ung börn viðkvæm fyrir slíkri mengun. Samkvæmt ráðleggingum voru leikskólabörn inni í dag og ungmenni send heim úr Vinnuskólanum. Þá var fólk einnig ráðlagt frá því að stunda hreyfingu úti. Þorsteinn segir að við áreynslu utandyra andi fólk þrisvar til fjórum sinnum meira og þá margfaldist áhrif mengunarinnar. Því hafi fólki verið ráðlagt að stunda ekki hreyfingu utandyra en það hafi verið allt í lagi að fara á milli staða og sinna erindum. Mengun vegna eldgossins hefur mælst víða. Þorsteinn segir að í Skotlandi hafi mælst hár styrkur mengunar stuttu eftir að það hófst. „Hæsti styrkur sem mældist í þessu gosi. Það var Umhverfisstofnun Skotlands sem mældi það í Edinborg. Tveimur dögum eftir að gosið hófst. Toppur upp á 1100 míkrógrömm og við höfum ekki séð það hér í þessu gosi,“ segir Þorsteinn og að það sýni vel hversu langt mengunin getur borist og hvað hún getur verið óútreiknanleg. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Skotland Umhverfismál Tengdar fréttir Skynsamlegt að loka gluggum og setja á hringrásarstillingu í bílnum Landris er hafið á nýjan leik undir Svartsengi og má því búast við að það gjósi aftur á Reykjanesskaganum. Gosmóða mælist yfir höfuðborginni og víðar á Suðurlandi og Suðvesturlandi og er fólki ráðlagt frá því að hreyfa sig utandyra. 11. júní 2024 13:01 Gosmóða yfir höfuðborgarsvæðinu í dag Aðeins meiri virkni var í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni í nótt en daginn áður og gígurinn ansi líflegur að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. 11. júní 2024 07:41 Börn sofi ekki úti í gosmóðunni suðvestanlands Sýnileg gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi liggur yfir Suðvesturlandi. Mælt er gegn því að börn sofi úti og að viðkvæmir reynir á sig utandyra þegar móðan er sýnileg jafnvel þó að mengun mælist ekki yfir mörkum á loftgæðamælum. 23. apríl 2024 15:24 Íbúar í Höfnum loki gluggum vegna mengunar Á mælum Umhverfisstofununar mælist nú mikil mengun í Höfnum. Vegna þess mæla Almannavarnir með að íbúar á svæðinu loki gluggum og slökkvi á loftræstingu. 24. mars 2024 13:50 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Þorsteinn segir gildi mengunar hafa mælst mjög há í dag. Hæst hafi gildin farið yfir 700 míkrógrömm og það sé með því meira sem hafi mælst á höfuðborgarsvæðinu í síðustu eldgosum. Í menguninn voru bæði brennisteinsdíoxíð gas (SO2) og fíngert svifryk sem er súlfat agnir (SO4). Hann segir ekki um að ræða eiturgas og það sé afar ertandi, sérstaklega fyrir fólk sem er viðkvæmt fyrir. „Það finnur rækilega fyrir þessu,“ segir Þorsteinn og það eigi við um fólk með astma og undirliggjandi lungnasjúkdóma. Þau geti þurft að auka við lyfjagjöf. Auk þess séu ung börn viðkvæm fyrir slíkri mengun. Samkvæmt ráðleggingum voru leikskólabörn inni í dag og ungmenni send heim úr Vinnuskólanum. Þá var fólk einnig ráðlagt frá því að stunda hreyfingu úti. Þorsteinn segir að við áreynslu utandyra andi fólk þrisvar til fjórum sinnum meira og þá margfaldist áhrif mengunarinnar. Því hafi fólki verið ráðlagt að stunda ekki hreyfingu utandyra en það hafi verið allt í lagi að fara á milli staða og sinna erindum. Mengun vegna eldgossins hefur mælst víða. Þorsteinn segir að í Skotlandi hafi mælst hár styrkur mengunar stuttu eftir að það hófst. „Hæsti styrkur sem mældist í þessu gosi. Það var Umhverfisstofnun Skotlands sem mældi það í Edinborg. Tveimur dögum eftir að gosið hófst. Toppur upp á 1100 míkrógrömm og við höfum ekki séð það hér í þessu gosi,“ segir Þorsteinn og að það sýni vel hversu langt mengunin getur borist og hvað hún getur verið óútreiknanleg.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Skotland Umhverfismál Tengdar fréttir Skynsamlegt að loka gluggum og setja á hringrásarstillingu í bílnum Landris er hafið á nýjan leik undir Svartsengi og má því búast við að það gjósi aftur á Reykjanesskaganum. Gosmóða mælist yfir höfuðborginni og víðar á Suðurlandi og Suðvesturlandi og er fólki ráðlagt frá því að hreyfa sig utandyra. 11. júní 2024 13:01 Gosmóða yfir höfuðborgarsvæðinu í dag Aðeins meiri virkni var í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni í nótt en daginn áður og gígurinn ansi líflegur að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. 11. júní 2024 07:41 Börn sofi ekki úti í gosmóðunni suðvestanlands Sýnileg gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi liggur yfir Suðvesturlandi. Mælt er gegn því að börn sofi úti og að viðkvæmir reynir á sig utandyra þegar móðan er sýnileg jafnvel þó að mengun mælist ekki yfir mörkum á loftgæðamælum. 23. apríl 2024 15:24 Íbúar í Höfnum loki gluggum vegna mengunar Á mælum Umhverfisstofununar mælist nú mikil mengun í Höfnum. Vegna þess mæla Almannavarnir með að íbúar á svæðinu loki gluggum og slökkvi á loftræstingu. 24. mars 2024 13:50 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Skynsamlegt að loka gluggum og setja á hringrásarstillingu í bílnum Landris er hafið á nýjan leik undir Svartsengi og má því búast við að það gjósi aftur á Reykjanesskaganum. Gosmóða mælist yfir höfuðborginni og víðar á Suðurlandi og Suðvesturlandi og er fólki ráðlagt frá því að hreyfa sig utandyra. 11. júní 2024 13:01
Gosmóða yfir höfuðborgarsvæðinu í dag Aðeins meiri virkni var í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni í nótt en daginn áður og gígurinn ansi líflegur að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. 11. júní 2024 07:41
Börn sofi ekki úti í gosmóðunni suðvestanlands Sýnileg gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi liggur yfir Suðvesturlandi. Mælt er gegn því að börn sofi úti og að viðkvæmir reynir á sig utandyra þegar móðan er sýnileg jafnvel þó að mengun mælist ekki yfir mörkum á loftgæðamælum. 23. apríl 2024 15:24
Íbúar í Höfnum loki gluggum vegna mengunar Á mælum Umhverfisstofununar mælist nú mikil mengun í Höfnum. Vegna þess mæla Almannavarnir með að íbúar á svæðinu loki gluggum og slökkvi á loftræstingu. 24. mars 2024 13:50