Ætlar að spila þangað til „dekkin detta af“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júní 2024 07:31 Travis Kelce og Joe Biden Bandaríkjaforseti. Andrew Harnik/Getty Images Travis Kelce stefnir á að spila eins lengi og líkami hans leyfir honum. Þessi 34 ára gamli innherji skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við ríkjandi NFL-meistara Kansas City Chiefs í sumar eftir að getgátur voru uppi um að hann myndi leggja skóna á hilluna. Kelce varð í febrúar NFL-meistari í þriðja sinn þegar Chiefs lagði San Francisco 49ers í Ofurskálinni. Á síðari hluta tímabilsins var Travis í fjölmiðlum að því virtist hvern einasta dag, ef ekki fyrir frammistöðu sína með Chiefs þá var það vegna ástarsambands hans og poppprinsessunnar Taylor Swift. Travis sjálfur virtist tvístígandi varðandi næsta skref á ferli sínum en ákvað á endanum að skrifa undir nýjan tveggja ára samning við Chiefs. Sá samningur gerir hann að launahæsta innherja í NFL-deildinni, eitthvað sem hann hefur ekki verið til þessa. Samningurinn hljóðar upp á tæplega fimm milljarða og er að mestu öruggur, það er að hann fær peninginn sama þó hann meiðist eða eitthvað gerist sem orsakar að hann geti ekki spilað. Travis Kelce retirement not in near future, planning to play 'until the wheels fall off' ⤵️ https://t.co/iqsfprB87p— The Athletic NFL (@TheAthleticNFL) June 11, 2024 Í viðtali skömmu eftir að hafa skrifað undir samninginn sagðist Travis stefna á að spila „þangað til dekkin detta af.“ „Vonandi gerist það þó ekki á næstunni. Ég elska að mæta í vinnuna á hverjum degi. Ég veit vel að það eru fleiri tækifæri þarna fyrir utan fótboltann en mér líður enn eins og litlum krakka þegar ég mæti til vinnu. Ég elska þetta,“ sagði Kelce meðal annars en Chiefs-liðið er mætt til vinnu og farið að undirbúa sig undir næsta tímabil. NFL Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst Fótbolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fleiri fréttir Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Í beinni: Tindastóll - Fram | Mikilvægur fallslagur á Króknum Í beinni: Víkingur - Valur | Valskonur geta unnið fjórða leikinn í röð EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sjá meira
Kelce varð í febrúar NFL-meistari í þriðja sinn þegar Chiefs lagði San Francisco 49ers í Ofurskálinni. Á síðari hluta tímabilsins var Travis í fjölmiðlum að því virtist hvern einasta dag, ef ekki fyrir frammistöðu sína með Chiefs þá var það vegna ástarsambands hans og poppprinsessunnar Taylor Swift. Travis sjálfur virtist tvístígandi varðandi næsta skref á ferli sínum en ákvað á endanum að skrifa undir nýjan tveggja ára samning við Chiefs. Sá samningur gerir hann að launahæsta innherja í NFL-deildinni, eitthvað sem hann hefur ekki verið til þessa. Samningurinn hljóðar upp á tæplega fimm milljarða og er að mestu öruggur, það er að hann fær peninginn sama þó hann meiðist eða eitthvað gerist sem orsakar að hann geti ekki spilað. Travis Kelce retirement not in near future, planning to play 'until the wheels fall off' ⤵️ https://t.co/iqsfprB87p— The Athletic NFL (@TheAthleticNFL) June 11, 2024 Í viðtali skömmu eftir að hafa skrifað undir samninginn sagðist Travis stefna á að spila „þangað til dekkin detta af.“ „Vonandi gerist það þó ekki á næstunni. Ég elska að mæta í vinnuna á hverjum degi. Ég veit vel að það eru fleiri tækifæri þarna fyrir utan fótboltann en mér líður enn eins og litlum krakka þegar ég mæti til vinnu. Ég elska þetta,“ sagði Kelce meðal annars en Chiefs-liðið er mætt til vinnu og farið að undirbúa sig undir næsta tímabil.
NFL Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst Fótbolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fleiri fréttir Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Í beinni: Tindastóll - Fram | Mikilvægur fallslagur á Króknum Í beinni: Víkingur - Valur | Valskonur geta unnið fjórða leikinn í röð EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sjá meira