Gekk í tvo tíma að flugvellinum til að komast hjá leigubílagjaldi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. júní 2024 19:35 „Þetta verður góð saga við matarborðið einn daginn,“ skrifar Macey Jane undir myndskeiðið. TikTok Ástralskur ferðalangur sem heimsótti Ísland nýlega vekur athygli á því að engar almenningssamgöngur ganga frá Reykjanesbæ að Keflavíkurflugvelli á næturnar og þar af leiðandi hafi hún ákveðið að ganga á flugvöllinn, þar sem hún átti bókað morgunflug, í stað þess að borga fyrir leigubíl. Ferðalangurinn Macey Jane birti myndband á TikTok sem The Independant vakti athygli á. Í myndbandinu sést hún ganga eftir Vesturgötu í Reykjanesbæ, klædd í úlpu og húfu og með ferðatösku í eftirdragi. „Þegar engar almenningssamgöngur ganga að flugvellinum á Íslandi klukkan fimm að morgni og leigubíll kostar tvö hundruð evrur [tæplega þrjátíu þúsund krónur] þannig að þú gengur í tvo og hálfan klukkutíma að flugvellinum með ferðatöskuna þína,“ stendur í myndatexta. @therealmaceyjane This will be a good dinner table story one day #iceland #backpacking ♬ Pedro - Jaxomy & Agatino Romero & Raffaella Carrà Líklega hefur Macey gengið að flugvellinum frá Reykjanesbæ, en þar sést hún ganga í myndbandinu. Miðað við að hún hafi gengið í tvo og hálfan klukkutíma er útilokað að hún hafi gengið frá höfuðborgarsvæðinu vegna þess að samkvæmt Google maps tæki meira en tíu klukkustundir að ganga frá Hafnarfirði til Keflavíkurflugvallar. Þess fyrir utan aka rútur milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar á klukkutíma fresti allar nætur. Í öðru myndbandi útskýrir hún ákvörðun sína nánar, þar sést hún aftur ganga um Reykjanesbæ. „Klukkan er hálf fimm á Íslandi og almenningssamgöngur ganga ekki fyrr en klukkan átta, þannig að ég er að ganga á flugvöllinn.“ Hún segist sjá flugvélar taka á loft og lenda í fjarlægð og hún ætli að ganga í þá átt. Í lok myndbandsins er hún komin á bílastæðið fyrir utan flugvöllinn, sigri hrósandi. @therealmaceyjane Replying to @Traveltomtom Me talking to myself to pass the time hahaha #iceland #backpacking #travelstory ♬ original sound - MACEY JANE⭐️ Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Reykjanesbær Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Sjá meira
Ferðalangurinn Macey Jane birti myndband á TikTok sem The Independant vakti athygli á. Í myndbandinu sést hún ganga eftir Vesturgötu í Reykjanesbæ, klædd í úlpu og húfu og með ferðatösku í eftirdragi. „Þegar engar almenningssamgöngur ganga að flugvellinum á Íslandi klukkan fimm að morgni og leigubíll kostar tvö hundruð evrur [tæplega þrjátíu þúsund krónur] þannig að þú gengur í tvo og hálfan klukkutíma að flugvellinum með ferðatöskuna þína,“ stendur í myndatexta. @therealmaceyjane This will be a good dinner table story one day #iceland #backpacking ♬ Pedro - Jaxomy & Agatino Romero & Raffaella Carrà Líklega hefur Macey gengið að flugvellinum frá Reykjanesbæ, en þar sést hún ganga í myndbandinu. Miðað við að hún hafi gengið í tvo og hálfan klukkutíma er útilokað að hún hafi gengið frá höfuðborgarsvæðinu vegna þess að samkvæmt Google maps tæki meira en tíu klukkustundir að ganga frá Hafnarfirði til Keflavíkurflugvallar. Þess fyrir utan aka rútur milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar á klukkutíma fresti allar nætur. Í öðru myndbandi útskýrir hún ákvörðun sína nánar, þar sést hún aftur ganga um Reykjanesbæ. „Klukkan er hálf fimm á Íslandi og almenningssamgöngur ganga ekki fyrr en klukkan átta, þannig að ég er að ganga á flugvöllinn.“ Hún segist sjá flugvélar taka á loft og lenda í fjarlægð og hún ætli að ganga í þá átt. Í lok myndbandsins er hún komin á bílastæðið fyrir utan flugvöllinn, sigri hrósandi. @therealmaceyjane Replying to @Traveltomtom Me talking to myself to pass the time hahaha #iceland #backpacking #travelstory ♬ original sound - MACEY JANE⭐️
Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Reykjanesbær Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“