Gekk í tvo tíma að flugvellinum til að komast hjá leigubílagjaldi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. júní 2024 19:35 „Þetta verður góð saga við matarborðið einn daginn,“ skrifar Macey Jane undir myndskeiðið. TikTok Ástralskur ferðalangur sem heimsótti Ísland nýlega vekur athygli á því að engar almenningssamgöngur ganga frá Reykjanesbæ að Keflavíkurflugvelli á næturnar og þar af leiðandi hafi hún ákveðið að ganga á flugvöllinn, þar sem hún átti bókað morgunflug, í stað þess að borga fyrir leigubíl. Ferðalangurinn Macey Jane birti myndband á TikTok sem The Independant vakti athygli á. Í myndbandinu sést hún ganga eftir Vesturgötu í Reykjanesbæ, klædd í úlpu og húfu og með ferðatösku í eftirdragi. „Þegar engar almenningssamgöngur ganga að flugvellinum á Íslandi klukkan fimm að morgni og leigubíll kostar tvö hundruð evrur [tæplega þrjátíu þúsund krónur] þannig að þú gengur í tvo og hálfan klukkutíma að flugvellinum með ferðatöskuna þína,“ stendur í myndatexta. @therealmaceyjane This will be a good dinner table story one day #iceland #backpacking ♬ Pedro - Jaxomy & Agatino Romero & Raffaella Carrà Líklega hefur Macey gengið að flugvellinum frá Reykjanesbæ, en þar sést hún ganga í myndbandinu. Miðað við að hún hafi gengið í tvo og hálfan klukkutíma er útilokað að hún hafi gengið frá höfuðborgarsvæðinu vegna þess að samkvæmt Google maps tæki meira en tíu klukkustundir að ganga frá Hafnarfirði til Keflavíkurflugvallar. Þess fyrir utan aka rútur milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar á klukkutíma fresti allar nætur. Í öðru myndbandi útskýrir hún ákvörðun sína nánar, þar sést hún aftur ganga um Reykjanesbæ. „Klukkan er hálf fimm á Íslandi og almenningssamgöngur ganga ekki fyrr en klukkan átta, þannig að ég er að ganga á flugvöllinn.“ Hún segist sjá flugvélar taka á loft og lenda í fjarlægð og hún ætli að ganga í þá átt. Í lok myndbandsins er hún komin á bílastæðið fyrir utan flugvöllinn, sigri hrósandi. @therealmaceyjane Replying to @Traveltomtom Me talking to myself to pass the time hahaha #iceland #backpacking #travelstory ♬ original sound - MACEY JANE⭐️ Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Reykjanesbær Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Fleiri fréttir Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Sjá meira
Ferðalangurinn Macey Jane birti myndband á TikTok sem The Independant vakti athygli á. Í myndbandinu sést hún ganga eftir Vesturgötu í Reykjanesbæ, klædd í úlpu og húfu og með ferðatösku í eftirdragi. „Þegar engar almenningssamgöngur ganga að flugvellinum á Íslandi klukkan fimm að morgni og leigubíll kostar tvö hundruð evrur [tæplega þrjátíu þúsund krónur] þannig að þú gengur í tvo og hálfan klukkutíma að flugvellinum með ferðatöskuna þína,“ stendur í myndatexta. @therealmaceyjane This will be a good dinner table story one day #iceland #backpacking ♬ Pedro - Jaxomy & Agatino Romero & Raffaella Carrà Líklega hefur Macey gengið að flugvellinum frá Reykjanesbæ, en þar sést hún ganga í myndbandinu. Miðað við að hún hafi gengið í tvo og hálfan klukkutíma er útilokað að hún hafi gengið frá höfuðborgarsvæðinu vegna þess að samkvæmt Google maps tæki meira en tíu klukkustundir að ganga frá Hafnarfirði til Keflavíkurflugvallar. Þess fyrir utan aka rútur milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar á klukkutíma fresti allar nætur. Í öðru myndbandi útskýrir hún ákvörðun sína nánar, þar sést hún aftur ganga um Reykjanesbæ. „Klukkan er hálf fimm á Íslandi og almenningssamgöngur ganga ekki fyrr en klukkan átta, þannig að ég er að ganga á flugvöllinn.“ Hún segist sjá flugvélar taka á loft og lenda í fjarlægð og hún ætli að ganga í þá átt. Í lok myndbandsins er hún komin á bílastæðið fyrir utan flugvöllinn, sigri hrósandi. @therealmaceyjane Replying to @Traveltomtom Me talking to myself to pass the time hahaha #iceland #backpacking #travelstory ♬ original sound - MACEY JANE⭐️
Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Reykjanesbær Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Fleiri fréttir Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Sjá meira