Byggja styttu af Brady og leggja tólfuna hans á hilluna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2024 09:00 Tom Brady og treyja númer 12. Tvíeyki sem gat ekki klikkað. Matthew J. Lee/Getty Images NFL-liðið New England Patriots mun leggja treyju númer 12 á hilluna til heiðurs hinum goðsagnakennda leikstjórnanda Tom Brady. Þá mun félagið reisa styttu af þessum fyrrverandi leikmanni sem virtist lengi vel ósigrandi. Patriots tilkynnti þetta á sama tíma og félagið tók hinn 46 ára gamla Brady inn í frægðarhöll félagsins. Ákvörðun félagsins að velja Brady með 199. valrétti sínum í nýliðavalinu árið 2000 var sú besta í sögu þess. .@TomBrady is one in a billion.@neiltyson | #NEPats pic.twitter.com/8Rgvz6ftb4— New England Patriots (@Patriots) June 13, 2024 Með hann við stjórnvölinn, inn á vellinum að minnsta kosti, varð liðið sex sinnum meistari. Hann gerði svo gott betur og varð einnig meistari með miðlungsliði Tampa Bay Buccaneers. Nú hefur Patriots ákveðið að heiðra þennan goðsagnakennda leikmenn með því að leggja treyju númer 12 á hilluna sem og að byggja styttu af Brady. Var þetta allt saman tilkynnt á uppseldum Gillette-leikvangi en alls voru 60 þúsund manns mætt til að sjá Brady vera tekinn inn í frægðarhöll Patriots. Number 12, enshrined FOREVER. pic.twitter.com/xle1IkVC1r— New England Patriots (@Patriots) June 13, 2024 „Styttan mun standa ein fyrir utan Frægðarhöllina til að sýna að hann er ekki aðeins sá besti í sögu Patriots heldur sá besti í sögu NFL,“ sagði Robert Kraft, eigandi Patriots, þegar herlegheitin voru tilkynnt. „Ég er að eilífu þakklátur. Ég er Tom Brady og ég er Patriot. Skulum svo hafa það á hreinu að það er enginn þjálfari í heiminum sem ég hefði frekar viljað spila fyrir en Bill Belichick,“ sagði Brady sjálfur. PATRIOT FOR LIFE @TomBrady. pic.twitter.com/mrjNCBW0Fl— New England Patriots (@Patriots) June 13, 2024 „Þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur og allt sem þú hefur gert fyrir mig. Og þakka þér fyrir að vera sú fyrirmynd sem þú hefur verið undanfarin 20 ár. Til hamingju,“ sagði Belichick sjálfur að endingu. Brady er sá leikmaður sem hefur reynt flestar sendingar í deildarkeppni NFL eða 12.050 talsins. Alls heppnuðust 7.753 þeirra og 649 þeirra leiddu til snertimarks. Þá var hann þrívegis valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar. NFL Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sjá meira
Patriots tilkynnti þetta á sama tíma og félagið tók hinn 46 ára gamla Brady inn í frægðarhöll félagsins. Ákvörðun félagsins að velja Brady með 199. valrétti sínum í nýliðavalinu árið 2000 var sú besta í sögu þess. .@TomBrady is one in a billion.@neiltyson | #NEPats pic.twitter.com/8Rgvz6ftb4— New England Patriots (@Patriots) June 13, 2024 Með hann við stjórnvölinn, inn á vellinum að minnsta kosti, varð liðið sex sinnum meistari. Hann gerði svo gott betur og varð einnig meistari með miðlungsliði Tampa Bay Buccaneers. Nú hefur Patriots ákveðið að heiðra þennan goðsagnakennda leikmenn með því að leggja treyju númer 12 á hilluna sem og að byggja styttu af Brady. Var þetta allt saman tilkynnt á uppseldum Gillette-leikvangi en alls voru 60 þúsund manns mætt til að sjá Brady vera tekinn inn í frægðarhöll Patriots. Number 12, enshrined FOREVER. pic.twitter.com/xle1IkVC1r— New England Patriots (@Patriots) June 13, 2024 „Styttan mun standa ein fyrir utan Frægðarhöllina til að sýna að hann er ekki aðeins sá besti í sögu Patriots heldur sá besti í sögu NFL,“ sagði Robert Kraft, eigandi Patriots, þegar herlegheitin voru tilkynnt. „Ég er að eilífu þakklátur. Ég er Tom Brady og ég er Patriot. Skulum svo hafa það á hreinu að það er enginn þjálfari í heiminum sem ég hefði frekar viljað spila fyrir en Bill Belichick,“ sagði Brady sjálfur. PATRIOT FOR LIFE @TomBrady. pic.twitter.com/mrjNCBW0Fl— New England Patriots (@Patriots) June 13, 2024 „Þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur og allt sem þú hefur gert fyrir mig. Og þakka þér fyrir að vera sú fyrirmynd sem þú hefur verið undanfarin 20 ár. Til hamingju,“ sagði Belichick sjálfur að endingu. Brady er sá leikmaður sem hefur reynt flestar sendingar í deildarkeppni NFL eða 12.050 talsins. Alls heppnuðust 7.753 þeirra og 649 þeirra leiddu til snertimarks. Þá var hann þrívegis valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar.
NFL Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sjá meira