Ræddu við 26 einstaklinga varðandi vændi og mansal Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. júní 2024 15:00 Lögreglan fór á sautján staði á höfuðborgarsvæðinu og ræddi þar samtals við 26 einstaklinga. Vilhelm/Getty „Við förum annað slagið og höfum samband við þá einstaklinga, sem eru langmest konur, sem auglýsa vændi. Það er í þeim tilgangi að kanna hvort að þær séu í einhvers konar þvingun eða hvort það sé einhver grunur um mansal.“ Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi inntur eftir frekari upplýsingar um umfangsmikla vændisrannsókn sem fór fram víðs vegar um höfuðborgarsvæðið í síðustu viku. 17 staðir og 26 einstaklingar Hann tekur fram að lögreglan hafi farið á sautján staði og rætt þar samtals við 26 einstaklinga. Lögreglan handtók hins vegar engan vegna málsins. „Það var reyndar í þessu tilviki engin sem gaf það upp að vera fórnarlamb mansals eða þáði neina aðstoð hvað það varðar.“ Gerðu ekki mál úr auglýsingunum Grímur bendir á að það sé ekki ólöglegt að selja vændi af fúsum og frjálsum vilja þó að það sé ekki í sjálfu sér löglegt heldur. Samkvæmt íslenskum lögum er ólöglegt að kaupa vændi, hafa milligöngu um vændi og auglýsa vændi. Grímur tekur fram að lögreglan hafi rætt við einstaklinga sem höfðu verið að auglýsa vændi. Spurður hvort að lögreglan hafi yfirheyrt einhvern vegna þessa svarar Grímur því neitandi. „Nei við höfum aldrei verið á þeirri hlið að skoða ólögmæti í tengslum við sölu á vændi. Okkar sýn á þetta er sú að það er ólíklegt að einhver sé af fúsum og frjálsum vilja í vændissölu. Það að beina sjónum okkar að ólögmæti einhvers hluta vændissölunar hefur ekki verið í okkar framkvæmd,“ segir Grímur og ítrekar að mikilvægast sé að koma þeim sem stunda vændi til hjálpar og sporna gegn mansali. Lögreglumál Vændi Mansal Tengdar fréttir Lögregluaðgerðir á nokkrum stöðum í tengslum við vændisrannsókn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðist í aðgerðir á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku í tengslum við vændisrannsókn. Höfð voru afskipti af og rætt við nokkurn fjölda einstaklinga sem tengjast auglýsingum fyrir vændi. 9. júní 2024 19:04 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi inntur eftir frekari upplýsingar um umfangsmikla vændisrannsókn sem fór fram víðs vegar um höfuðborgarsvæðið í síðustu viku. 17 staðir og 26 einstaklingar Hann tekur fram að lögreglan hafi farið á sautján staði og rætt þar samtals við 26 einstaklinga. Lögreglan handtók hins vegar engan vegna málsins. „Það var reyndar í þessu tilviki engin sem gaf það upp að vera fórnarlamb mansals eða þáði neina aðstoð hvað það varðar.“ Gerðu ekki mál úr auglýsingunum Grímur bendir á að það sé ekki ólöglegt að selja vændi af fúsum og frjálsum vilja þó að það sé ekki í sjálfu sér löglegt heldur. Samkvæmt íslenskum lögum er ólöglegt að kaupa vændi, hafa milligöngu um vændi og auglýsa vændi. Grímur tekur fram að lögreglan hafi rætt við einstaklinga sem höfðu verið að auglýsa vændi. Spurður hvort að lögreglan hafi yfirheyrt einhvern vegna þessa svarar Grímur því neitandi. „Nei við höfum aldrei verið á þeirri hlið að skoða ólögmæti í tengslum við sölu á vændi. Okkar sýn á þetta er sú að það er ólíklegt að einhver sé af fúsum og frjálsum vilja í vændissölu. Það að beina sjónum okkar að ólögmæti einhvers hluta vændissölunar hefur ekki verið í okkar framkvæmd,“ segir Grímur og ítrekar að mikilvægast sé að koma þeim sem stunda vændi til hjálpar og sporna gegn mansali.
Lögreglumál Vændi Mansal Tengdar fréttir Lögregluaðgerðir á nokkrum stöðum í tengslum við vændisrannsókn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðist í aðgerðir á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku í tengslum við vændisrannsókn. Höfð voru afskipti af og rætt við nokkurn fjölda einstaklinga sem tengjast auglýsingum fyrir vændi. 9. júní 2024 19:04 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Lögregluaðgerðir á nokkrum stöðum í tengslum við vændisrannsókn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðist í aðgerðir á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku í tengslum við vændisrannsókn. Höfð voru afskipti af og rætt við nokkurn fjölda einstaklinga sem tengjast auglýsingum fyrir vændi. 9. júní 2024 19:04
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu