„Forsætisráðherra með dólg og svo rokinn úr salnum í fýlu“ Jakob Bjarnar skrifar 13. júní 2024 11:25 Loga mislíkaði fliss Bjarna og lá ekki á því í þingsal nú fyrir stundu. vísir/vilhelm/arnar Þingfundur hófst nú klukkan 10:30 og byrjaði með látum í umræðu um fundastjórn forseta. Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu upp í pontu hver á fætur öðrum og auglýstu eftir fjárlagafrumvarpinu. Það sló í brýnu milli þeirra Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og Loga Einarssonar þingflokksformanns Samfylkingarinnar á þinginu nú fyrir skömmu. Í miðri ræðu Loga fór Bjarni að hlæja og það mislíkaði Loga. „Við erum með ríkisstjórn sem er hvorki lifandi né dauð,“ sagði Logi og vildi meina að þetta væri farið að stappa nærri dónaskap hvernig komið væri fram við þingið. Og Bjarni bara flissar! En á dagskrá er útlendingamálið en þingmenn lýstu eftir fjárlagafrumvarpinu á dagskrá, en þar væri hægt að ræða hvernig fjármagna eigi þurftafrek mál önnur. Bjarni hins vegar flissaði og þá fauk í Loga. „Á meðan hlær forsætisráðherra af þingmönnum. Ekki í fyrsta skipti sem hann gerir þingið að athlægi. Forsætisráðherra er getulaus til að halda þessari ríkisstjórn saman,“ sagði Logi. Þorbjörg Sigríður sagði Bjarna vera með dólg og hafi svo rokið út í fýlu, en Bjarni brá sér úr þingsalnum í lok rimmu við Loga. Hann var svo mættur fljótlega aftur í þingið og tekur þátt í umræðum þar sem eru heitar. Stjórnarandstaðan sakar Bjarna um lélega verkstjórn og að stjórnarflokkarnir geti ekki komið sér saman um hvorki eitt né neitt.vísir/vilhelm. Bjarni Benediktsson steig í pontu og sagði erfitt að verjast hlátri þegar menn væru að birtast í pontu og fara með aðra eins þvælu. Stjórnarandstöðunni veittist greinilega erfitt að ræða útlendingamálið. Bjarni sagði aukinheldur að þjóðin væri að sligast, við að bjóða upp á aðra eins þvælu, málþóf og ræðuhöld um forseta. Og enn væri farið með einhverjar klisjur um ágreining innan ríkisstjórnarinnar. Þorbjörg Sigríður sakar Bjarna um dólg Þingmenn sögðu að ekkert væri að því að ræða útlendingamálin en fjármálaáætlunin væri grundvallaraatriði. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn er meðal þeirra sem steig í pontu og sagði: „Forsætisráðherra með dólg og svo rokinn úr salnum í fýlu.“ Þorbjörg Sigríður spurði; hvar er virðing fyrir þinginu? Hún sagði að á þinginu hafi verið að ræða ágætis mál en ekki mál sem skipta mestu máli um þinglok. Þau eru búin að gleyma því að verkefnin snúast ekki um hvort merkimiðinn heiti vinstri eða hægri. Afgreidd hafi verið 60 mál í samanburði við 120 í fyrra. „Þau eru verkstola því þau geta ekki talað saman.“ Nú er yfirstandandi dagskrárliðurinn óundirbúnar fyrirspurnir og er heitt í salnum. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Það sló í brýnu milli þeirra Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og Loga Einarssonar þingflokksformanns Samfylkingarinnar á þinginu nú fyrir skömmu. Í miðri ræðu Loga fór Bjarni að hlæja og það mislíkaði Loga. „Við erum með ríkisstjórn sem er hvorki lifandi né dauð,“ sagði Logi og vildi meina að þetta væri farið að stappa nærri dónaskap hvernig komið væri fram við þingið. Og Bjarni bara flissar! En á dagskrá er útlendingamálið en þingmenn lýstu eftir fjárlagafrumvarpinu á dagskrá, en þar væri hægt að ræða hvernig fjármagna eigi þurftafrek mál önnur. Bjarni hins vegar flissaði og þá fauk í Loga. „Á meðan hlær forsætisráðherra af þingmönnum. Ekki í fyrsta skipti sem hann gerir þingið að athlægi. Forsætisráðherra er getulaus til að halda þessari ríkisstjórn saman,“ sagði Logi. Þorbjörg Sigríður sagði Bjarna vera með dólg og hafi svo rokið út í fýlu, en Bjarni brá sér úr þingsalnum í lok rimmu við Loga. Hann var svo mættur fljótlega aftur í þingið og tekur þátt í umræðum þar sem eru heitar. Stjórnarandstaðan sakar Bjarna um lélega verkstjórn og að stjórnarflokkarnir geti ekki komið sér saman um hvorki eitt né neitt.vísir/vilhelm. Bjarni Benediktsson steig í pontu og sagði erfitt að verjast hlátri þegar menn væru að birtast í pontu og fara með aðra eins þvælu. Stjórnarandstöðunni veittist greinilega erfitt að ræða útlendingamálið. Bjarni sagði aukinheldur að þjóðin væri að sligast, við að bjóða upp á aðra eins þvælu, málþóf og ræðuhöld um forseta. Og enn væri farið með einhverjar klisjur um ágreining innan ríkisstjórnarinnar. Þorbjörg Sigríður sakar Bjarna um dólg Þingmenn sögðu að ekkert væri að því að ræða útlendingamálin en fjármálaáætlunin væri grundvallaraatriði. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn er meðal þeirra sem steig í pontu og sagði: „Forsætisráðherra með dólg og svo rokinn úr salnum í fýlu.“ Þorbjörg Sigríður spurði; hvar er virðing fyrir þinginu? Hún sagði að á þinginu hafi verið að ræða ágætis mál en ekki mál sem skipta mestu máli um þinglok. Þau eru búin að gleyma því að verkefnin snúast ekki um hvort merkimiðinn heiti vinstri eða hægri. Afgreidd hafi verið 60 mál í samanburði við 120 í fyrra. „Þau eru verkstola því þau geta ekki talað saman.“ Nú er yfirstandandi dagskrárliðurinn óundirbúnar fyrirspurnir og er heitt í salnum.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira