„Betur borgandi ferðamenn“ Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 13. júní 2024 16:00 Mörgu fólki verður jafnt í ræðu sem riti tíðrætt um hina svokallaða „betur borgandi ferðamenn”. Þetta hugtak varð til fyrir um það bil áratugi og hefur orðið að nokkurs konar klisju, sem hefur nú náð töluverðri útbreiðslu. Þessi klisja felur það í sér að Ísland eigi að einbeita sér að því að laða „betur borgandi ferðamenn” til landsins. Þetta verður sérstaklega áberandi, þegar skóinn kreppir að. Þá er þessi hópur gjarnan kallaður til sögunnar, sem hinn einni sanni bjargvættur. Hins vegar er það svo, að þessi „betur borgandi” ferðamaður hefur aldrei verið skilgreindur sérstaklega og því algjörlega á reiki hvað fólk er almennt að meina þegar það er að tala um þennan hóp, hvaða þjónustu á að bjóða honum og á hvaða verði. Hver er þessi „betur borgandi ferðamaður” eiginlega? Er það sá sem er tilbúinn að kaupa sömu þjónustu á hærra verði en einhver annar? Er það sá sem er tilbúinn að borga alltaf það sem upp er sett og kærir sig kollóttan um samband verðs og gæða? Er það sá sem kaupir mikla þjónustu? Er það sá sem helst kaupir dýra þjónustu? Er það sá sem dvelur lengi á landinu, ferðast um það vítt og breitt og kaupir alls konar þjónustu um allt land? Er það viðskiptaferðamaður? Er það ráðstefnugestur? Er það hvataferðamaður? Er það innlendur ferðamaður? Rof á sambandi verðs og gæða Það má færa fyrir því góð rök að flestir ferðamenn sem koma til Íslands séu að „borga betur” heldur en þeir myndu gera á öðrum áfangastöðum. Ísland er á flestum tímum hlutfallslega rándýrt ferðamannaland og rekst öðru hvoru upp í verðþakið, eins og nú virðist vera tilfellið. Ástæður fyrir því eru fjölmargar, en oft er um að ræða háan launakostnað, óhóflega skattlagningu, háan fjármagnskostnað, of sterka krónu og vissulega kemur það fyrir að einstök ferðaþjónustufyrirtæki fari fram úr sér í verðlagningu. Þessi árekstur við verðþakið verður einkum þegar samband verðs og gæða rofnar, í samanburði við þá áfangastaði sem við keppum við. Samkeppnishæfnin húrrar niður. Í þessu ástandi eru margir sem grípa í það að fyrst svona er, þá þurfum við bara að ná til „betur borgandi” ferðamanna. Það mætti skilja sem svo að það hljóti að vera einhverjir þarna úti, sem eru til í að borga hvað sem er fyrir hvað sem er. Það er augljóslega úr lausu lofti gripið, þar sem slíkir ferðamenn eru ekki til. Því er þessi nálgun aldrei lausn og frasinn kannski innantómur? Takmarkað framboð af lúxus Ef við hugsum málið aðeins, þá held ég hins vegar að margir gætu verið að meina ferðamenn sem kaupa mikla og dýra þjónustu og jafnvel vörur. Þessir ferðamenn kaupa bestu gistingu sem er í boði, borða góðan mat á fínum veitingahúsum, drekka dýr vín, eru gjarnan með einkabílstjóra á lúxusfarartækjum, kaupa dýra afþreyingu, kaupa merkjavöru og skilja almennt mikið eftir sig í hagkerfinu. Þeir eru tilbúnir að „borga betur” en auðvitað einungis fyrir fyrsta flokks þjónustu. Þetta eru vissulega frábærir viðskiptavinir - en við gætum hins vegar, miðað við þá innviði, þjónustu og mannauð sem við eigum - aldrei sinnt þessum markhópi eingöngu. Hvað þá að hann sé skammtímalausn í niðursveiflu. Hins vegar gæti það verið ágætis langtímamarkmið að auka hlutdeild ferðamanna sem þessara á landinu. Venjulegir ferðamenn borga vel En hvaða hópar eru það þá sem eru verðmætastir fyrir Ísland miðað við þá innviði og það þjónustuframboð sem við búum yfir í dag og raunhæft er að ná til? Það er að mínu mati í raun einfalt - það eru þeir hópar ferðamanna sem dvelja hér lengi, bera virðingu fyrir náttúru landsins og menningu, ferðast sem víðast, kaupa þjónustu af innlendum ferðaskipuleggjendum og flugfélögum frekar en erlendum, kaupa gistingu, leigja bílaleigubíl eða ferðast með hópferðabílum, borða á veitingastöðum, kaupa afþreyingu, fara á söfn og kaupa leiðsögn innlends fagfólks þegar það á við. Þetta á sem betur fer við um stóran hluta þeirra ferðamanna sem hafa verið að koma til Íslands síðustu áratugina. Þetta eru “venjulegir” ferðamenn sem borga vel - en láta það vel í ljós, þegar gæðin eru ekki í samræmi við verðlagið. Hinir klassísku þættir markaðsfærslu eru enn í fullu gildi. Varan, verðið, dreifingin og kynningin þurfa að vera í samræmi og í lagi. Við þurfum að velta því alvarlega fyrir okkur hvort við erum einhvers staðar að klikka á grunnatriðunum. Höfundur er fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Bjarnheiður Hallsdóttir Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Sjá meira
Mörgu fólki verður jafnt í ræðu sem riti tíðrætt um hina svokallaða „betur borgandi ferðamenn”. Þetta hugtak varð til fyrir um það bil áratugi og hefur orðið að nokkurs konar klisju, sem hefur nú náð töluverðri útbreiðslu. Þessi klisja felur það í sér að Ísland eigi að einbeita sér að því að laða „betur borgandi ferðamenn” til landsins. Þetta verður sérstaklega áberandi, þegar skóinn kreppir að. Þá er þessi hópur gjarnan kallaður til sögunnar, sem hinn einni sanni bjargvættur. Hins vegar er það svo, að þessi „betur borgandi” ferðamaður hefur aldrei verið skilgreindur sérstaklega og því algjörlega á reiki hvað fólk er almennt að meina þegar það er að tala um þennan hóp, hvaða þjónustu á að bjóða honum og á hvaða verði. Hver er þessi „betur borgandi ferðamaður” eiginlega? Er það sá sem er tilbúinn að kaupa sömu þjónustu á hærra verði en einhver annar? Er það sá sem er tilbúinn að borga alltaf það sem upp er sett og kærir sig kollóttan um samband verðs og gæða? Er það sá sem kaupir mikla þjónustu? Er það sá sem helst kaupir dýra þjónustu? Er það sá sem dvelur lengi á landinu, ferðast um það vítt og breitt og kaupir alls konar þjónustu um allt land? Er það viðskiptaferðamaður? Er það ráðstefnugestur? Er það hvataferðamaður? Er það innlendur ferðamaður? Rof á sambandi verðs og gæða Það má færa fyrir því góð rök að flestir ferðamenn sem koma til Íslands séu að „borga betur” heldur en þeir myndu gera á öðrum áfangastöðum. Ísland er á flestum tímum hlutfallslega rándýrt ferðamannaland og rekst öðru hvoru upp í verðþakið, eins og nú virðist vera tilfellið. Ástæður fyrir því eru fjölmargar, en oft er um að ræða háan launakostnað, óhóflega skattlagningu, háan fjármagnskostnað, of sterka krónu og vissulega kemur það fyrir að einstök ferðaþjónustufyrirtæki fari fram úr sér í verðlagningu. Þessi árekstur við verðþakið verður einkum þegar samband verðs og gæða rofnar, í samanburði við þá áfangastaði sem við keppum við. Samkeppnishæfnin húrrar niður. Í þessu ástandi eru margir sem grípa í það að fyrst svona er, þá þurfum við bara að ná til „betur borgandi” ferðamanna. Það mætti skilja sem svo að það hljóti að vera einhverjir þarna úti, sem eru til í að borga hvað sem er fyrir hvað sem er. Það er augljóslega úr lausu lofti gripið, þar sem slíkir ferðamenn eru ekki til. Því er þessi nálgun aldrei lausn og frasinn kannski innantómur? Takmarkað framboð af lúxus Ef við hugsum málið aðeins, þá held ég hins vegar að margir gætu verið að meina ferðamenn sem kaupa mikla og dýra þjónustu og jafnvel vörur. Þessir ferðamenn kaupa bestu gistingu sem er í boði, borða góðan mat á fínum veitingahúsum, drekka dýr vín, eru gjarnan með einkabílstjóra á lúxusfarartækjum, kaupa dýra afþreyingu, kaupa merkjavöru og skilja almennt mikið eftir sig í hagkerfinu. Þeir eru tilbúnir að „borga betur” en auðvitað einungis fyrir fyrsta flokks þjónustu. Þetta eru vissulega frábærir viðskiptavinir - en við gætum hins vegar, miðað við þá innviði, þjónustu og mannauð sem við eigum - aldrei sinnt þessum markhópi eingöngu. Hvað þá að hann sé skammtímalausn í niðursveiflu. Hins vegar gæti það verið ágætis langtímamarkmið að auka hlutdeild ferðamanna sem þessara á landinu. Venjulegir ferðamenn borga vel En hvaða hópar eru það þá sem eru verðmætastir fyrir Ísland miðað við þá innviði og það þjónustuframboð sem við búum yfir í dag og raunhæft er að ná til? Það er að mínu mati í raun einfalt - það eru þeir hópar ferðamanna sem dvelja hér lengi, bera virðingu fyrir náttúru landsins og menningu, ferðast sem víðast, kaupa þjónustu af innlendum ferðaskipuleggjendum og flugfélögum frekar en erlendum, kaupa gistingu, leigja bílaleigubíl eða ferðast með hópferðabílum, borða á veitingastöðum, kaupa afþreyingu, fara á söfn og kaupa leiðsögn innlends fagfólks þegar það á við. Þetta á sem betur fer við um stóran hluta þeirra ferðamanna sem hafa verið að koma til Íslands síðustu áratugina. Þetta eru “venjulegir” ferðamenn sem borga vel - en láta það vel í ljós, þegar gæðin eru ekki í samræmi við verðlagið. Hinir klassísku þættir markaðsfærslu eru enn í fullu gildi. Varan, verðið, dreifingin og kynningin þurfa að vera í samræmi og í lagi. Við þurfum að velta því alvarlega fyrir okkur hvort við erum einhvers staðar að klikka á grunnatriðunum. Höfundur er fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun