Grunur um mansal á Gríska húsinu Lovísa Arnardóttir og Árni Sæberg skrifa 13. júní 2024 15:52 Lögregla ræddi við mögulega þolendur og lagði hald á muni og gögn. Vísir/Sigurjón Þrír voru handteknir í aðgerð lögreglunnar við Gríska húsið á Laugavegi fyrr í dag. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild lögreglunnar segir aðgerðir lögreglunnar tengjast gruni um vinnumansal á staðnum. Með lögreglu var starfsmaður Skattsins. Fram kom í fréttum fyrr í dag að minnst fimm lögreglumenn hafi verið að störfum við og inni á veitingastaðnum ásamt fíkniefnaleitarhundi. Einnig hafi verið á staðnum fulltrúar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og Tollgæslunnar á svæðinu. „Við erum enn að vinna málið. Við erum að fylgja eftir grun um að það kunni að vera þolendur mansals,“ segir Grímur og að það sé þá tengt vinnumansali. „Það fór með okkur starfsmaður frá Skattinum. Við erum að fylgja eftir ábendingu sem við fengum þaðan þar að lútandi.“ Buðu mögulegum þolendum aðstoð Grímur segir fjölmennt lið lögreglu hafa þurft á staðinn vegna þess að bæði hafi lögregla lagt hald ýmsa hluti á vettvangi en einnig hafi þurft að ræða við mögulega þolendur mansals til að bjóða þeim aðstoð. „Til að kanna hvort að þeir sem að grunur leikur á að séu þolendur mansals vilji þiggja einhverja aðstoð, sem slíkir. Það er ekki alltaf sem það er. Þó okkur gruni einhvers konar undirboð.“ Gríska húsið er veitingastaður sem hefur verið rekinn við Laugaveg 35 í nokkur ár. Zakaria Handawi er skráður eigandi fyrirtækisins á vef Skattsins. Fimm staðir án leyfis Í fréttatilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að þrír hafi verið handteknir í aðgerðum lögreglu í dag og rannsókn lúti meðal annars að því að því að kanna hlut hvers og eins í málinu. Þar segir einnig frá því að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Skatturinn hafi nýverið farið í sameiginlegt eftirlit á rúmlega tuttugu matsölustaði í umdæminu til að kanna hvort öll tilskilin leyfi væru þar fyrir hendi, bæði er varðar reksturinn og starfsmenn. Svo hafi reynst vera í flestum tilvikum, en fjórir staðir hafi þó verið án starfsleyfis og einn án smásöluleyfis. Tveir starfsmenn hafi jafnframt reynst ekki hafa réttindi til vinnu hérlendis. Við eftirlitið hafi einnig komið í ljós að allmargir starfsmenn voru ekki á launaskrá. Fréttin var uppfærð eftir að tilkynning lögreglu barst. Veitingastaðir Lögreglumál Mansal Reykjavík Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Fram kom í fréttum fyrr í dag að minnst fimm lögreglumenn hafi verið að störfum við og inni á veitingastaðnum ásamt fíkniefnaleitarhundi. Einnig hafi verið á staðnum fulltrúar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og Tollgæslunnar á svæðinu. „Við erum enn að vinna málið. Við erum að fylgja eftir grun um að það kunni að vera þolendur mansals,“ segir Grímur og að það sé þá tengt vinnumansali. „Það fór með okkur starfsmaður frá Skattinum. Við erum að fylgja eftir ábendingu sem við fengum þaðan þar að lútandi.“ Buðu mögulegum þolendum aðstoð Grímur segir fjölmennt lið lögreglu hafa þurft á staðinn vegna þess að bæði hafi lögregla lagt hald ýmsa hluti á vettvangi en einnig hafi þurft að ræða við mögulega þolendur mansals til að bjóða þeim aðstoð. „Til að kanna hvort að þeir sem að grunur leikur á að séu þolendur mansals vilji þiggja einhverja aðstoð, sem slíkir. Það er ekki alltaf sem það er. Þó okkur gruni einhvers konar undirboð.“ Gríska húsið er veitingastaður sem hefur verið rekinn við Laugaveg 35 í nokkur ár. Zakaria Handawi er skráður eigandi fyrirtækisins á vef Skattsins. Fimm staðir án leyfis Í fréttatilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að þrír hafi verið handteknir í aðgerðum lögreglu í dag og rannsókn lúti meðal annars að því að því að kanna hlut hvers og eins í málinu. Þar segir einnig frá því að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Skatturinn hafi nýverið farið í sameiginlegt eftirlit á rúmlega tuttugu matsölustaði í umdæminu til að kanna hvort öll tilskilin leyfi væru þar fyrir hendi, bæði er varðar reksturinn og starfsmenn. Svo hafi reynst vera í flestum tilvikum, en fjórir staðir hafi þó verið án starfsleyfis og einn án smásöluleyfis. Tveir starfsmenn hafi jafnframt reynst ekki hafa réttindi til vinnu hérlendis. Við eftirlitið hafi einnig komið í ljós að allmargir starfsmenn voru ekki á launaskrá. Fréttin var uppfærð eftir að tilkynning lögreglu barst.
Veitingastaðir Lögreglumál Mansal Reykjavík Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira