Miðflokksmenn íhuga að leggja fram vantrauststillögu Jón Þór Stefánsson skrifar 14. júní 2024 06:45 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra gaf leyfi til hvalveiða fyrr í vikunni. Stöð 2/Einar Þingflokkur Miðflokksins er með það til skoðunar hjá sér að leggja fram vantrauststillögu gegn Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra vegna ákvarðanatöku hennar um hvalveiðar Þetta hefur Morgunblaðið eftir Bergþóri Ólasyni, þingmanni Miðflokksins. Í vikunni veitti Bjarkey Hval hf. leyfi til veiða á samtals 128 langreyðum. Veiðileyfið nær aðeins yfir þetta ár. Síðan hefur Kristján Loftsson, stærsti eigandi Hvals hf. sagt að sér þyki ólíklegt að hann muni veiða hval í sumar, aðallega vegna þess hversu langt er liðið á veiðitímabilið. Rætt var um málið á Alþingi í gær. Þar spurði Bergþór Bjarkeyju út í hvort aðrir ráðherrar hefðu beitt hana þrýstingi við ákvarðanatökuna. „Þeir beittu mig ekki þrýstingi og ég er þakklát fyrir það. Ég tel að það séu eðlileg vinnubrögð innan ríkisstjórnar að ráðherrar fái tækifæri og rými til að taka sínar ákvarðanir, hvort sem það snýr að hvalveiðum eða einhverju öðru slíku. Ég myndi ekki beita annan ráðherra þrýstingi vegna þess að mér fyndist eitthvað um eitthvert tiltekið mál sem væri til umfjöllunar. Svo svarið er nei,“ sagði Bjarkey. Bergþór spurði jafnframt út í lengd veiðileyfisins. Hann vildi fá að vita til hversu langs tíma henni hefði verið ráðlagt að veita leyfið. Bjarkey sagði að þeir hefðu ráðlagt henni að fara ekki fram yfir tvö ár, og því hafi í raun verið í boði að velja eitt ár eða tvö ár og hún valið fyrri kostinn. „Hún fór eins og köttur í kringum heitan graut í svari sínu en gat ekki sagt að hún hefði fengið ráðgjöf um að veita hvalveiðileyfi til eins árs,“ sagði Bergþór við Morgunblaðið um svar hennar. „Þetta segir mér að ráðherrann hefur ekki farið að ráðleggingum sérfræðinga sinna í ráðuneytinu heldur spilað pólitískan leik þvert á lög og reglur. Það kom líka á óvart þegar ráðherrann upplýsti eftir ríkisstjórnarfund síðastliðinn þriðjudag að hún hefði ekki verið beitt neinum þrýstingi í málinu af öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar.” Bergþór segir að hafi aðrir ráðherrar ekki þrýst á hana sé það til marks um að Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn séu hættir að líta til með málinu. Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Þetta hefur Morgunblaðið eftir Bergþóri Ólasyni, þingmanni Miðflokksins. Í vikunni veitti Bjarkey Hval hf. leyfi til veiða á samtals 128 langreyðum. Veiðileyfið nær aðeins yfir þetta ár. Síðan hefur Kristján Loftsson, stærsti eigandi Hvals hf. sagt að sér þyki ólíklegt að hann muni veiða hval í sumar, aðallega vegna þess hversu langt er liðið á veiðitímabilið. Rætt var um málið á Alþingi í gær. Þar spurði Bergþór Bjarkeyju út í hvort aðrir ráðherrar hefðu beitt hana þrýstingi við ákvarðanatökuna. „Þeir beittu mig ekki þrýstingi og ég er þakklát fyrir það. Ég tel að það séu eðlileg vinnubrögð innan ríkisstjórnar að ráðherrar fái tækifæri og rými til að taka sínar ákvarðanir, hvort sem það snýr að hvalveiðum eða einhverju öðru slíku. Ég myndi ekki beita annan ráðherra þrýstingi vegna þess að mér fyndist eitthvað um eitthvert tiltekið mál sem væri til umfjöllunar. Svo svarið er nei,“ sagði Bjarkey. Bergþór spurði jafnframt út í lengd veiðileyfisins. Hann vildi fá að vita til hversu langs tíma henni hefði verið ráðlagt að veita leyfið. Bjarkey sagði að þeir hefðu ráðlagt henni að fara ekki fram yfir tvö ár, og því hafi í raun verið í boði að velja eitt ár eða tvö ár og hún valið fyrri kostinn. „Hún fór eins og köttur í kringum heitan graut í svari sínu en gat ekki sagt að hún hefði fengið ráðgjöf um að veita hvalveiðileyfi til eins árs,“ sagði Bergþór við Morgunblaðið um svar hennar. „Þetta segir mér að ráðherrann hefur ekki farið að ráðleggingum sérfræðinga sinna í ráðuneytinu heldur spilað pólitískan leik þvert á lög og reglur. Það kom líka á óvart þegar ráðherrann upplýsti eftir ríkisstjórnarfund síðastliðinn þriðjudag að hún hefði ekki verið beitt neinum þrýstingi í málinu af öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar.” Bergþór segir að hafi aðrir ráðherrar ekki þrýst á hana sé það til marks um að Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn séu hættir að líta til með málinu.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira