Magnús Hlynur Hreiðarsson kíkti í heimsókn til Guðrúnar sem á líka skrítinn hund og skrítinn kött. Guðrún segir að áhuginn á jurtalitun sé í genunum hjá sér. Amma hennar hafi kennt henni að þekkja jurtirnar og mamma hennar sem var handavinnukennari hafi kennt henni handverkið. Guðrún segist elska sitt fag.
„Ég er náttúrulega svo heppin. Ég er ein af þeim sem fann mína hillu í lífinu, þó það hafi nú ekki gerst fyrr en eftir fertugt þegar ég dett niðrí þetta. ég er bara komin á minn stað, ég get vaknað snemma á morgnana og verið langt fram eftir kvöldi að vinna í þessu og ég fæ aldrei nóg af því.“
Guðrun segir það sem vera mest spennandi við þetta sé að sjá hvaða litur birtist þegar hún jurtalitar í pottum. „Það er alltaf þetta óvænta. Þú stjórnar ekki náttúrunni og skemmtilegust eru mistökin, því þá kemur eitthvað óvænt og skemmtilegt. Eiginlega er langskemmtilegast að lita með bláu því þá fyrst erum við að tala um dramatískar litbreytingar og ævintýri.“