Fólk ferðist alla leið frá Ástralíu til að sækja Víkingahátíðina Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. júní 2024 12:35 Búist er við um 25 til 30 þúsund manns á hátíðina í ár. vísir/vilhelm Víkingar um allan heim eru ýmist komnir eða á leið til landsins til að sækja hina árlegu Víkingahátíð sem fer fram í Hafnarfirði um helgina. Lengst hefur fólk ferðast frá Ástralíu til að taka þátt í dagskrárhöldum. Hátíðin fer fram á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Fjörið hefst klukkan ellefu á daginn og stendur fram á kvöld. Jökull Tandri Ámundason er jarl hjá Rimmugýgum víkingafélagi. „Hjá okkur er hægt að upplifa og fylgjast með víkingabardaga sem er bæði lið á móti liði og maður á móti manni. Svo er hægt að fá að prófa hjá okkur bogfimi og axarkast, það er handverk á svæðinu sem hægt er að læra og góðir matvagnar þarna með okkur.“ Auk þess sem fólk getur spreytt sig í víkingaleikjum, hlustað á víkingatónlist, stigið vikivaka dans og fylgst með dönsku hirðfífli. „Þar sem hann er að leika sér með eldbolta og hættulegasta ávöxt í heimi sem að hans sögn er eplið.“ Víkingatónlist mun óma um Víðistaðatún þar sem hátíðin fer fram.vísir/vilhelm Um 25 þúsund manns sækja hátíðina árlega sem vekur athygli um allan heim enda mæta erlendir víkingar til landsins einungis til að sækja hátíðina. „Það eru nokkrir sem eru að koma í sitt tuttugasta eða tuttugasta og fjórða skipti. Víkingar frá gjörvöllum Norðurlöndunum, Bretlandseyjum, Þýskalandi, Póllandi, Kanada og Bandaríkjunum. Svo höfum við verið svo heppin að eiga góða vini langt að, þeir koma alla leið frá Ástralíu til að sækja okkur.“ Fólk sæki í menningararfinn Jökull segir menningararfinn laða fólk að. „Það er svo gaman að geta rýnt aðeins inn í fortíðina, séð hvernig lifnaðarhættir eða fólk var á þessum tíma. Hvernig það bjó, klæddi sig og borðaði eða leysti úr rígum þess á milli, hvort sem það var í leik eða orrustu.“ Mikill metnaður er í klæðaburði.vísir/vilhelm Hann hvetur alla til að kíkja við um helgina en hátíðinni lýkur á þriðjudaginn. „Aðgangseyrir er enginn og það eru allir velkomnir. Dagskráin gengur frá ellefu til sex og svo er eitthvað húllumhæ fram eftir.“ Hafnarfjörður Grín og gaman Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Hátíðin fer fram á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Fjörið hefst klukkan ellefu á daginn og stendur fram á kvöld. Jökull Tandri Ámundason er jarl hjá Rimmugýgum víkingafélagi. „Hjá okkur er hægt að upplifa og fylgjast með víkingabardaga sem er bæði lið á móti liði og maður á móti manni. Svo er hægt að fá að prófa hjá okkur bogfimi og axarkast, það er handverk á svæðinu sem hægt er að læra og góðir matvagnar þarna með okkur.“ Auk þess sem fólk getur spreytt sig í víkingaleikjum, hlustað á víkingatónlist, stigið vikivaka dans og fylgst með dönsku hirðfífli. „Þar sem hann er að leika sér með eldbolta og hættulegasta ávöxt í heimi sem að hans sögn er eplið.“ Víkingatónlist mun óma um Víðistaðatún þar sem hátíðin fer fram.vísir/vilhelm Um 25 þúsund manns sækja hátíðina árlega sem vekur athygli um allan heim enda mæta erlendir víkingar til landsins einungis til að sækja hátíðina. „Það eru nokkrir sem eru að koma í sitt tuttugasta eða tuttugasta og fjórða skipti. Víkingar frá gjörvöllum Norðurlöndunum, Bretlandseyjum, Þýskalandi, Póllandi, Kanada og Bandaríkjunum. Svo höfum við verið svo heppin að eiga góða vini langt að, þeir koma alla leið frá Ástralíu til að sækja okkur.“ Fólk sæki í menningararfinn Jökull segir menningararfinn laða fólk að. „Það er svo gaman að geta rýnt aðeins inn í fortíðina, séð hvernig lifnaðarhættir eða fólk var á þessum tíma. Hvernig það bjó, klæddi sig og borðaði eða leysti úr rígum þess á milli, hvort sem það var í leik eða orrustu.“ Mikill metnaður er í klæðaburði.vísir/vilhelm Hann hvetur alla til að kíkja við um helgina en hátíðinni lýkur á þriðjudaginn. „Aðgangseyrir er enginn og það eru allir velkomnir. Dagskráin gengur frá ellefu til sex og svo er eitthvað húllumhæ fram eftir.“
Hafnarfjörður Grín og gaman Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira